Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1994, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1994
Spumingin
Kaupirðu vistvænar
vörur?
Sigríður Sturludóttir: Afar sjaldan.-
Guðlaug Jónsdóttir: Nei, ég spái ekki
í það.
Sólveig Lúðvíksdóttir: Já, ég reyni
það.
Sigríður Sigurðardóttir: Já, ég geri
það.
Margrét Jónsdóttir: Já, stundum, ef
ég næ í þær.
Björn Sæbjömsson: Ég spái ekkert
frekar í þaö.
Lesendur
íslendingar, f isk-
veiðiþjóð nútímans?
Guðbjartur G. Gissurarson skrifar:
Þið sem þetta lesið, vitið að við ís-
lendingar erum fiskveiðiþjóð. Já, þið
hafiö heyrt þetta áður, en hafið þið
hugleitt hvernig búið er að þeim
mönnum sem daglega hætta lífi sínu
og limum, svo að kalla megi þessa
þjóð fiksveiðiþjóð? - Vonandi eru þið
sem þetta lesið jafn stolt af íslandi
og íslendingum og ég og þá um leið
íslenskum sjómönnum.
Fyrir stuttu varð ég og skipsfélagar
mínir fyrir því að í skipinu okkar
kviknaði viö bryggju í Hafnarfirði.
Þetta þýddi að skyndilega uröum við
atvinnulausir og réttindalausir því
ekki er um tryggingar aö ræða vegna
atvinnumissis að ræða hjá sjómönn-
um þó aö skipsskaði verði. Þegar við
sem misstum vinnuna og ekki bara
hana, heldur líka nær allar þær eigur
sem við höiðum um borð í skipinu,
gerðum lista yfir það sem glataðist,
kom í ljós að samkvæmt kjarasamn-
ingi okkar fáum við greiddar bætur
sem duga tæplega fyrir helmingi þess
sem við glötuðum.
Hvernig getur þetta gerst? - Þannig
er að kjarasamningar okkar eru ekki
í neinu samræmi við þá þróun sem
orðið hefur í íslenskum sjávarútvegi
undanfarna áratugi. Hámarksupp-
hæð sú sem við fáum greidda er sam-
kvæmt samningum frá árinu 1959!
Já, ég skrifa 1959. Síöan þá hefur sú
upphæð verið framreiknuð sam-
kvæmt framfærsluvísitölu um fatn-
að. Þá er ekki verið að tala um þann
sérstaka fatnað sjómanna sem eru
sjómanni nútímans nauðsynlegur.
Ekki er heldur tekiö tilht tii þess
að á frystiskipunum búum við lang-
tímum saman um borð í skipunum
og höfum þar af leiðandi mikið af
okkar búslóö með okkur. Við erum
líka stoltir af því að nota hlífðarfatn-
að sem er margfalt betri en sá sem
til var árið 1959. - Skyldu þeir sem
hafa gert að fiski með berum höndum
viti ekki hvað ég er að tala um?
Kæru samlandar, getum við sætt
okkur við svona nokkuð og verið
stolt af því að vera fiskveiðiþjóð nú-
tímans? Ætlum við að láta sem við
sjáum ekki að þessir kjarasamningar
eru fyrir löngu orðnir úreltir? Nú iíð-
ur senn að því að sá frestur sem rík-
ið tók sér með bráðabirgðalögum til
að takast á við löngu úrelta kjara-
samninga rennur út. Ég vil því skora
á alla, hvort sem þið tengist sjómönn-
um beint eða óbeint, að veita okkur
stuðning til aö geta stundað okkar
starf með reisn. Sá timi er kominn
að ekki veröur lengur frestað að færa
kjarasamninga og öryggismál ís-
lenskra sjómanna til nútímans.
”Y 1^-—
§§||j* 'í" - h 9 ÉÉsÉ&SLí v: wm
„Getum við verið stolt af því að vera fiskveiðiþjóð nútímans," spyr bréfritari.
Styrkur sjávarútvegsins
Kristján Snæf. Kjartansson skrifar:
Forráðamenn Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna hafa leitt getum
að því að hagstætt væri fyrir íslend-
inga að ganga í Evrópusambandið.
Rökin eru þau að sjávarútvegur
landa sambandsins sé ríkisstyrktur
og við séum í erfiðri aðstöðu með til-
liti til samkeppni. - Hitt gleymist aö
íslenskt sjávarútvegskerfi er með
öörum hætti en í þessum löndum.
Árið 1986 var aflagt 5,5% - 7% út-
flutningsgjald á útfluttar sjávaraf-
urðir sem rann í sameiginlegan sjóð
sjávarútvegsins. En í stað þess sem
skiptimynt var upp tekin kostnaðar-
hlutdeild, tekið af óskiptu, áður en
til skipta útgerðar og sjómanna kem-
ur. - Allt þetta var til þess að rétta
hag sjávarútvegs.
Þess má og geta að útflutnings-
gjaldið myndaði 63% ofan á fast fisk-
verð. Við eigum hins vegar að nýta
okkur þann EES-samning sem við
höfum með hliösjón af tollalækkun-
um. Upptaka útflutningsgjaldsins í
beinu framhaldi af því er rökrétt og
eölilegt réttlætismál sjávarútvegsins
og afnema um leið þá kostnaðarhlut-
defid sem tekin er af óskiptum afla.
í stað þess að láta sjómenn taka þátt
í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja með
þessum hætti. Þyrfti því að setja á
veltuskatt til aö fyrirtækin skili
sköttum til þjóðfélagsins.
Ná hlutabréfin fyrri styrkleika?
Jóhannes Ólafsson skrifar:
Það hefur gengið á ýmsu í hinum
stærri fyrirtækjum hér á landi.
Hlutabréfamarkaðurinn, sem vissu-
lega lofaði góðu, a.m.k. hvað snerti
áhuga á aö fylgjast með gengi hluta-
bréfa hinna ýmsu fyrirtækja, jók
hreyfanleika bréfanna.
Nú hefur dæmið snúist við. Dvín-
andi gengi ýmissa stærri fyrirtækja
fyllir hlutabréfamarkaðinn af hluta-
bréfum sem menn vilja selja áður en
enn erfiðara verður að losna við þau.
Eftir hressandi umræðu um stjóm
íslandsbanka, þegar Pétur Blöndal
lét gamminn geisa á aðalfundi bank-
Hringið í síma
632700
milli kl. 14 og lí
-eða skrifið
Trú á atvinnulífið, trú á hlutabréfin.
ans, var eins og við manninn mælt,
bréfin tóku kipp og verðgildi þeirra
jókst um stundarsakir. En Adam var
ekki lengi í paradís. Bréfin féllu aft-
ur. Þetta er ekkert einsdæmi. Fleiri
stórfyrirtæki eru ekki svipur hjá
sjón í hlutabréfaviðskiptum frá því
sem áður var, eða svo sem fyrir 2
árum. Og spuming hvort bréfin í
þessum fyrirtækjum ná sér yfirleitt
upp á ný.
Það er líka ekki nægilegt til þess
að almenningur hafi áhuga á að eign-
ast bréf í fyrirtæki, að þau sýni hagn-
að svo sem annað hvert ár eða þar
um bil. Skuldir fyrirtækjanna eru oft
svo yfirþyrmandi að ekki er nein von
til þess að þær megi greiöa niður
með eðlilegum hætti næstu árin. Og
eins er það ekki lengur aðdráttaraíl
að vita að forsvarsmenn viðkomandi
fyrirtækja láti sig hafa þaö aö þiggja
laun sem em ekki í neinu hlutfalli
við það sem þeir hafa aflað fyrirtæk-
inu, hvorki í beinum tekjum eða
langtímaáætlunum sem sýna upp-
gang á ný.
Hvort samningar eða nánari tengsl
við Evrópumarkað hafa eitthvaö að
segja fyrir fyrirtæki hér á landi læt
ég liggja milli hluta. Hins vegar tel
ég að trú á atvinnulífið og uppgangur
fyrirtækja hér skapist einungis af
ráöslagi stjómenda þeirra, ekki ut-
anaðkomandi happdrætti.
DV
OEOD-efnahags-
skýrslan
Haraldur ólafsson hringdi:
Það er alveg furöulegt að menn
í ábyrgöarstöðum eins og formað-
ur Stéttarsambands bænda og
landbúnaðarráðherra skuli varla
vfija vita af nýlegri skýrslu OECD
af því einu að í henni má líka
finna gagnrýni á íslenskan land-
búnaö. - Alltaf sömu svörin: Út-
lend markleysa!
Leikskólinn
Undraland
Bryndís Hilmarsdóttir og Sonja
I. Einarsdóttir skrifa:
Vegna verðkönnunar sem DV
gerði á einkareknum leikskólum
3. maí sl. viljum víð koma eftir-
farandi á iramfæri. - Leikskóhnn
UndraJand s/f, Kársnesbraut 121,
í Kópavogi er fyrsti leikskóliim
sem rekinn er í algjörrí einka-
eign, af tveimur leikskólakenn-
urum. Hann hefur verið starf-
ræktur í 7 ár. Á Undraiandi
dvelja 18 börn á aldrinum eins
og hálfs til 7 ára. Tveir leikskóla-
kennarar og einn starfsmaður
starfa með bömunum og einn
starfsmaður i eldhúsi. Dvalar-
gjald er kr. 28.450 á mánuði og
innifalið er rúmlega 9 klst. vistun,
morgunmatur, heitur matur í
hádegi, síðdegishressing og blei-
ur fyrir þá sem þær þurfa. Leik-
skólinn er lokaður 4 vikur að
sumrinu.
Ekki keðjubréf,
heldurhlutabréf
Þórdís Skúladóttir skrifar:
Vegna umfjöllunar iijölmiðlum
vil ég koma eftirafarandi athuga-
semdum á framfæri, varðandí
hlutabréf í sænsku fyrirtæki,
GEAR 2000 Ltd. - Hér er ekki um
að ræða keðjubréf, heldur hluta-
bréf í löglega skráðu fyrirtæki,
samkvæmt sænskum og banda-
rískum lögum. Skráningamúmer
í Svíþjóð er 556425-3242. - Sænska
fyrirtækið kom sjálft á framfæri
leiðréttingu en mörgum hefur
líklega sést yfir hana. Umfjöllun-
in hefur valdiö okkur, nokkrum
hundruðum flárfesta í fyrirtæk-
inu GEAR 2000 Ltd, óþægindum.
Frekari upplýsingar fást hjá fyr-
irtækinu í Svíþjóð í sima
904640304 350 milli kl. 8 og 14 að
isl. tíma.
íslensk nöf n
Magnús Hafstcinssoo skrifar:
Framkoma okkar íslendinga
gagnvart útlendingum hefur
töluvert batnaö frá því að Ari
sýslumaður lét skera Spánverj-
ana í fjöruborðinuforðum, svip'að
og Færeyingar skera grindhval-
ina. - Eitt er þó sem hlýtur að
stríða gegn almennu mannlegu
viti, það er að fólk af erlendu
bergi brotiö skuli skyldað til að
taka upp íslensk nöfn fai það rík-
isborgararétt hér. Aö mínu mati
er nafnið töluvert stór hluti per-
sónunnar og hefur tilfinningalegt
gildi fyrir einstaklinginn sem það
ber, ástvini og ættmenni.
Lánarekkivið-
skiptavinum
270657-4789 skrifar:
Við sem skuldum vegna íbúöar-
kaupa höfum þurft að leita til
okkar viðskiptabanka til að slá
víxil og tímabundin lán, tíl þess
að reyna að standa í skilum með
skuldbindingar okkar. Hjá við-
skiptabanka mínum, íslands-
banka, hef ég ætíð - þar til nú -
fengið þá aðstoð sem ég hefi ósk-
að. Nú er viðhorfiö skyndilega
breytt og ég fæ enga fyrirgreiöslu
lengur þótt allir vixlar séu
greiddir. Kannski er skuldastaða
bankans sjálfs oröin slæm þar
sem hann lánar ekki lengm- þeim
viðskiptavinum sem þó hafa stað-
iö í skilum.