Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1994, Blaðsíða 32
44 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1994 Kristín Ástgeirsdóttir. Gaman að lifa ef konurverða meirihluti „Þaö verður gaman aö lifa ef konur verða nú meiri hluti borg- arfulltrúa og skipa auk þess öll helstu embætti borgarstjórnar. Við getum markað tímamót í sögu borgarinnar, skrifar Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans, í Morgunblaðið. Kom tuðrunni í netið ...Siggi vippaði yfir markvörð- inn. Ég hélt að hann myndi spila strax á mig en hann átti góðan Ummæli séns á að vippa, þegar ég sá bolt- ann lenda í stönginni var ég fljót- ur að átta mig. Ég hafði nægan tíma til að snúa mér og koma tuðrunni í netið," segir Þorvaldur Örlygsson í DV. Merkilegtaðspilaá Vopnafirði „Besta leiðin til að fylgja eftir góðu lagi er auðvitað bara að gera fleiri góð lög. Mér finnst persónu- lega miklu merkilegra að spila á Vopnafirði en að vera gefinn út í Þýskalandi. Það hafa svo margir gefið út plötu í Þýskalandi en örfáir farið með stóra hluti til Vopnafjarðar," segir Eyþór Arn- alds í Pressunni. ________ Fyrirlestrar umheilun Tara Gopvinda Rose, ástralskur sálræðingur, verður gestur í Ljósheimum dagana 25. mai-13. júní. Tara er sálfræðingur og kennari með þjálfun í ráögjöf og andlegri heilun. Frá árinu 1983 hefur hun 1 starfi sínu sameinað guðspeki og sálfræði og hjálpað fólki að sameina hin andlegu og sálrænu svið. Tara verður með þrjá fyrirlestra og tvö helgarnám- skeiö i húsnæði Ljósheima, Hverfisgötu 105, 2. hæð. Fundir Lúpus Stofnfundur um lúpus á vegum Gigtarfélags íslands verður hald- inn í kvöld, þriðjudaginn 24. maí, að Ármúla 5 kl. 20.00. Fæösluer- indi, veitingar og umræður. Allir sem hafa áhuga á að styðja mál- efnið eru velkomnir. Foreldra- og vinafélag Kópavogshælís Aöalfundur Foreldra- og vinafé- lags Kópavogshæhs veröur hald- inn í kvöld, þriðjudaginn 24. mai, kl. 20.00 í fundarsal Kópavogs- hælis. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa mun Gísli Einarsson yf- irlæknir kynna tiilögur um flutn- ing vistmanna á sarabýli ogfram- tíð stofhunarinnar, Skapandi listþjálfun í sumar verða haldin námskeið i skapandi hstþjálfim fyrir börn og unghnga. Áþessum námskeiðum er unniö með ýmís efni; teikning- ar, leir, málun, gifs, leikbrúður og kiippimmdir. Spjaliað er um listsköpunina og hugsanir tengd- ar henni. Leiðbeinandi er Unnur Óskarsdóttir sem er iistþjálfi og kennari aö mennt. Víðast léttskýjað Það verður hæg breytileg átt eða norðvestangola á landinu í dag. Sunnan- og vestanlands verður víða Veðrið í dag léttskýjað og einnig yfir daginn norö- anlands. Hiti verður á bihnu 6 til 14 stig. A höfuðborgarsvæðinu verður hægviðri eða norðvestangola og létt- skýjað að mestu. Hiti verður 7 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.06. Sólarupprás á morgun: 3.42. Síðdegisflóð í Reykjavík 17.49. Árdegisflóð á morgun: 06.11. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 6 Egilsstaöir skýjað 5 Galtarviti skýjað 6 Keflavíkurílugvöilur léttskýjað 5 Kirkjubæjarklaustur skýjað 7 Raufarhöfn alskýjaö 5 Reykjavík léttskýjaö 4 Vestmannaeyjar skýjað 7 Bergen léttskýjað 8 Helsinki léttskýjað 9 Ósló léttskýjað 11 Stokkhólmur skýjað 10 Þórshöfn léttskýjað 5 Amsterdam alskýjað 11 Berlín þoka 12 Chicago skýjað 17 Feneyjar þokumóða 17 Frankfurt þoka 11 Glasgow skýjað 7 Hamborg léttskýjað 13 London súld 12 LosAngeles skýjað 15 Lúxemborg léttskýjað 12 Malaga skýjað 18 Mallorca þokumóða 19 Montreal skýjað 14 New York heiðskírt 22 Nuuk skýjað 5 Orlando heiðskirt 21 París rigning 13 Róm alskýjað 23 Vín skýjað 16 Washington léttskýjað 22 Winnipeg léttskýjað 10 „Starflð sem slíkt ereiginlegaþað sama og ég gegndi á Ólafsfirði en er umsvifameira, enda eru Húna- ; vatnssýslurnar mun flölmennari heldur en Ólafsfiörður. Hér þjón- um við um þaö bil fjögur þúsund manns en á Olafsfirði voru þaö um tólf hundruð," segir Kjartan Þor- kelsson, sýslumaður á Blönduósi, en hann tók \dð etnbætti 25. apríl síöastliðina Áður haföi Kjartan verið sýslumaður á Ólafsfiröi, kom Maöur dagsins þangað 1989, þá sem bæjarfógeti en eftir að lögunum var breytt var ; hann gerður að sýslumanni. Þótt ; Kjartan Iiafi starfað á Norðurlandi og muni starfa þar áfram er hann Sunnlendingur, ættaður úr Árnes- sýslu. Kjartan sagöi að starf hans væri Kjartan Þorkelsson. margþætt; „Sýslumenn eru lög- reglusfiórar, sjá um nauðungarsöi- ur, fiárnám, þinglýsingar, inn- heimtu fyrir ríkissjóð og eru um- boðsmenn fyrir Tryggingastofnun ríkisins, svo eitthvað sé nefhL" Kjartan sagði að stöðugildin yæru átta á skrifstofu sýslumanns á Blönduósi og svo væru fimm lög- regluþjónar starfandi. Kjartan útskrifaðistsem lögfræð- ingur 1981 og hans fyrsta starf var kennari í Grímsey. „Ég fór beint úr iögfræðináminu til Grímseyjar og var þar einn vetur. Síðan fór ég á Hvolsvöll, vann þar til 1989 þegar ég tók við bæjarfógetaembættinu á Ólafsfirði. 1. júlí 1992 urðu síðan breytingar á lögum og ég var gerð- ur að sýslumanni. Aðspurður sagöi Kjartan að að- aiáhugamál hans væru íþróttir. „Knattspyrna og körfubolti eru efst á blaði hjá mér og er ég harður stuðningsmaður Leifturs á Ólafs- firði og verð það áfram þótt ég hafi flutt mig um set, Svo hef ég sterkar tilfinningar til KR-inga. Myndgátan Vegprestur Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Einn leik- urí 1. deild kvenna Rólegt er á íþróttasviðinu í dag og í kvöld eftir annasama hvíta- sunnuhelgi. En ems og flestir hafa tekið eftir er knattspymu- tánabilið hafið og er ekki að efa aö mikil spenna á eftir að verða íþróttir í hinum ýmsu deildimi þegar líða fer á sumarið. Einn leiktu er í 1. deild kvenna í kvöld. Valsstúlkur taka á móti Stjörnunni á Hlíöarenda og hefst leikurinn kl. 20.00. Þá er einn leikur í 4. deíld karla. SM leikur gegn Geislanum. Skák Hvítur er að missa drottningu sína í meðfylgjandi stööu og virðist ekki eiga nema skamma lífdaga fyrir höndum. Getur verið að einhvers staðar leynist þó björgunarleið? Staðan er úr nýlegri skák Rússanna Kusnetjov, sem hafði hvítt og átti leik, og Kotkov. Skákin tefldist 1. Hh8+! Rxh8 2. Kc6! Hxd5 Hvítur hótaði máti á d7. 3. Hb8 + ! Kxb8 og nú er hvitur patt og skákin jafn- tefli. Jón L. Árnason Bridge í Danmerkurmóti í parakeppninni í síð- asta mánuði kom þetta spil fyrir. Bettina Kalkerup og Denis Koch-Paimund sátu í a-v og fengu aldeilis jólagjöf í spilinu. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og allir á hættu: ♦ 1086 V 10 ♦ 1052 + 1086543 ♦ D932 V ÁKD765 ♦ Á63 + -- ♦ K5 V G9832 ♦ G94 + ÁK2 Norður Austur Suöur Vestur pass 1+ IV pass pass dobl p/h Suður átti ekki falleg spil en fannst endi- lega að hann þyrfti að koma inn á sagnir á þennan lélega fimmlit. Það er oft stór- hættulegt að koma inn á sagnir á svo lé- legan lit og það reyndist það svo sannar- lega i þessu tilfelli. Denis Koch hitti á að spila út hjartadrottningu og spilaði síðan hjartasexu og austur frívisaði í spaðalitn- um með spaöasjöunni. Suður drap á gosa og spilaöi laufás sem var trompaður. Síð- an kom tígulþristur ár'drottningu aust- • urs, laufdrottningu spilaö og nú vissi vestur að austur hafði byijað með 4-1-4-4 skiptingu. Suður setti kónginn, trompaö ftjá vestri, tígulás, hjartaás, hjartakóngur og tigull á kóng. Austur gat tekið lauf- slaginn og spilað sig út á tígh og suður varð að spUa frá spaðakóngnum. SpUið fór því 1400 niður (sagnhafi fékk 2 slagi) en það reyndist aðeins vera semitoppur. Toppurinn i spilinu reyndist vera talan 1430 í a-v! ísak Örn Sigurösson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.