Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1994, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift Dreifing: ‘ Simi 63 27 00
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1994.
Tveir prest-
aríleyfi
vegna skiln-
aðarmála
„Sóknamefndin hefur átt fund og
rætt málið en ekki tekið neinar
ákvarðanir. Enda er þetta ekki mál
sóknarnefndarinnar nema að óveru-
legu leyti þar sem prestamir em
ráðnir af biskupi. Það verður því að
leita til biskups ef ræða á þetta mál,“
sagði Haukur Bjömsson, formaður
sóknarnefndar Seltjarnarnespresta-
kalls, í samtab við DV í morgun.
Solveig Lára Guðmundsdóttir,
sóknarprestur á Seltjarnarnesi, hef-
ur farið í ótímabundið leyfi frá störf-
um vegna hjónaskilnaðarmála.
Messaöi hún ekki um hvítasunnuna.
Gylfi Jónsson, aðstoðarprestur í
Grensásprestakalh, hefur einnig
' fengið leyfi frá störfum af sömu sök-
um. Formlega mun vera um veik-
indafrí að ræða.
Formenn sóknarnefndanna vom
tregir að tjá sig um málin við DV.
En samkvæmt heimildum blaðsins
munu nefndirnar hafa lagt að prest-
unum að taka ótímabundið leyfi.
Biskup kemur frá útlöndum á fóstu-
dag og mun ganga í málið strax á
laugardag.
Bruggað í
Vogunum
Hald var lagt á 500 lítra af gambra
í bílskúr í Vogahverfi. Einnig lagði
lögreglan hald á 50 til 60 lítra af landa
síðdegis á fostudag.
Samkvæmt upplýsingum DV var
um öfluga verksmiöju að ræða en 6
til 7 stórar plasttunnur og bruggtæki
voru á staðnum. Bruggarinn hefur
ekki komið við sögu hjá rannsóknar-
lögreglu áður.
Skáís-könnun:
Meirihluti
Sjálfstæðisflokks
LOKI
Ástin lætur ekki að sér hæða!
Settir í f arbann vegna
rauðvíns og bíða dóms
* i /i
Tveir íslenskir flugliðar, flug-
freyja og flugþjónn, vora hand-
teknir í Ðubai í Saudi-Arabíu síð-
astliðið föstudagskvöld fyrir með-
ferð áfengis á almannafæri. Flugl-
iðarnir voru ásamt fleiri íslendmg-
um í leigubíl utan vinnutíma þegar
lögregluþjónn rak augun í rauð-
vínsflösku i þeirra meðfórum.
Að sögn Karls Arthúrssonar hjá
Atlanta í Jedda i Saudi-Arabíu leit
málið mjög illa út í upphafi þar sem
lögreglan fann fullan kassa af viskíi
í farangursgeyraslu leigubilsins. í
Ijós kom að viskíið var í eigu leigu-
bflstjórans og gæti harrn lent mun
verr í því en íslendingamir.
íslensku flugliðarnir voru engu
að síður handteknir og urðu að
dúsa i fangelsi i nokkra tíma. Ein-
um starfsmanni Atlanta tókst að
fá þá lausa en þeir urðu að bóka
sig inn á hótel í Dubai. Þeir em í
farbanni og mega ekki fara úr landi
fyrr en dómur liggur fyrir í málinu.
Að sögn Karls gæti refsingin ver-
ið sekt upp á fimm eða sex þúsund
krónur. Sökum helgihaldsmúham-
eðstrúarmanna hafa allar opinber-
ar skrifstofur verið lokaðar og því
verður mál flugliðanna ekki dóm-
tekið fyrr en í þessari viku.
Nánari málavextir em þeir að ein
véla Atlanta fór í skoöun til Abu-
Dahbi eftir að pflagrímaflugi til
Saudi-Arabíu lauk í bfli. Nokkrir
starfsmenn Atlanta fóru með vél-
inni þangað í stutt frí. í Abu-Dahbi
var tekinn leigubfll og ekiö til
Dubai. Flugliðar Atlanta fóra
ásamt fieirum að skemmta sér á
hóteli í Ðubai og þegar fara átti
þaðan hófust vandræðin.
Einn nærstaddur lögregluþjónn
varð vitni að því þegar annar hinna
liandteknu fiugliða saup á rauð-
vínsflösku. Leigubíllinn var stöðv-
aður samstundis og bílstjórínn og
íslendingarnir yfirheyrðir. Við leit
í bílnum kom viskikassinn síðan í
ljós.
„Viskíkassinn geröi máliö mjög
alvarlegt til að byrja með eða þar
til það komst á hreint að vínið til-
heyrði ekki okkar fólki. Einnig
flækti þaö málið að fiugliðamir
voru passalausir þar sem þeir
þurftu að skilja passana eftir hjá
útlendingaeftirlitinu í Abu-Dahbi.
Þaulvanur flugþjónn á okkar veg-
um varð eftír og tókst að fá þá lausa
úr fangelsinu þarna um kvöldið.
Flugliðarnir mega ekki fara úr
landi fyrr en dæmt hefur verið í
þeirra málum,“
húrsson við DV.
sagði Karl Art-
Sjálfstæðisflokkurinn heldur borg-
inni með átta borgarfulltrúum gegn
sjö fulltrúum Reykjavíkurhstans ef
gengið verður til kosninga núna,
samkvæmt niðurstöðum skoðana-
könnunar sem Skáís hefur gert fyrir
Eintak.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi þannig
52,6 prósent atkvæða frá þeim sem
tóku afstöðu, Reylqavíkurhstinn
fengi 47,4 prósent. Ríflega 24,5 pró-
sent vom óákveðin, neituðu að svara
eða ætluðu ekki að greiða atkvæði.
Bónus hættur
á Akureyrí
„Þetta er ekki eðlflegt rekstrarum-
hverfi og fólk má kaha þetta uppgjöf
ef það vfll því þetta er jú uppgjöf
hvaö það varðar að tapa peningum,"
segir Sigurður Gunnarsson, verslun-
arstjóri Bónuss á Akureyri, en versl-
unin hætti störfum nú um helgina
eftir mikið og hart verðstríð við
KEA-NETTÓ sem staðið hefur yfir
síðan Bónus opnaði nyrðra í haust.
Sigurður segir að skynsamlegast
hafi verið að hætta að beija hausnum
við steininn því að þessum taprekstri
hafi ekki verið hægt að halda áfram.
Jón Ásgeir Jóhannesson í höfuð-
stöðvum fyrirtækisins í Reykjavík
segir að þrátt fyrir að Bónus Akur-
eyri hafi frá upphafi boðið lægsta
vöruverð á Norðurlandi samkvæmt
verðkönnunum hafi móttökurnar
ekki verið eins og vonir stóðu til og
því hafi sú ákvörðun verið tekin að
nýta orku og fjármuni fyrirtækisins
annars staðar.
„Forsvarsmenn KEA-NETTÓ hafa
fuhyrt að vöraverð myndi ekki
hækka hjá þeim ef Bónus hætti og
það verður vandlega fylgst með því.
Vöraverð í KEA-NETTÓ hefur verið
mjög svipað og í Bónusverslunum í
Reykjavík svo við höfum saman-
burðinn," segir Vilhjálmur Ingi
Árnason, formaöur Neytendafélags
Akureyrar og nágrennis, um þau tíð-
indi að Bónus skuh hafa hætt starf-
semi á Akureyri.
Skotið á Akraborgina
Sigurður Sverris3on, DV, Akranesi:
Margrét Skúladóttir Sigurz, nýkjörin fegurðardrottning Islands, með unn-
usta sínum, Kristjáni Gunnari Ríkharðssyni húsasmíðanema. Hjá þeim er
sonur Kristjáns, Alexander. DV-mynd ÞÖK
Grunur leikur á að skotið hafi ver-
iö með rifih á rúðu í farþegasal Akra-
borgar aðfaranótt sunnudags og hún
þannig brotin.
Glerbrot voru í farþegasal Akra-
borgarinnar á sunnudagsmorgun en
sérstök öi’yggisgler eru í skipinu
þannig að Ijóst er að hleypt hefur
verið af kröftugri byssu. Ekki er vit-
að hver var að verki en við fyrstu
athugun virðist sem rifiilskot hafi
lent í rúðunni. Máhð er í rannsókn.
Veðriðámorgun:
Hægviðri
eða breyti'
legátt
Hægviðri eða breytfleg átt verð-
ur á landinu á morgun. Skýjað
vestan- og norðanlands en bjart-
viðri sunnan og austan tfl á land-
inu.
Veðrið í dag er á bls. 44
1 1 s K
KÚLULEGUR Pouisen
SuAuríandsbraut 10. S. 686409.
r
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
$
f
4
4
4
4
4
4
4
4
i