Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1994, Blaðsíða 29
41
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1994
dv______________________________Sviðsljós __________________________________________________________Leikhús
Kolaportið flutti starfsemi sma úr bílageymslu seðlabankahússins yflr í Toll-
húsið um helgina. Margir mættu til að skoða hin nýju húsakynni og til að
kynna sér hvað væri á boðstólum. Magnús Páll Ragnarsson stóð í ströngu
við að selja notaðan fatnað, aðallega einkennisbúninga og annað frá stríðsár-
unum. Fötin eru aðallega keypt inn frá þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjun-
um og sagði Magnús að mikill áhugi væri á þessum fatnaði, sérstaklega hjá
ungum íslendingum.
__________________________________Merming
Drottning í
drekalíki
Gerður Kristný er skáldkona sem er greinilega komin til að vera en
hún hefur nýlega gefið út sína fyrstu ljóðabók: ísfrétt. Eins og nafn bókar-
innar gefur til kynna ræður kuldinn ríkjum í ljóðum Gerðar, ískaldur
söknuður og sársauki, sprottinn af svikum, lygum og brostnum vonum
sbr. ljóðið Hvalfang (7):
Mynd þinni snúið til veggjar
þar sem þú brosir eins og sá
sem rænt hefur brennandi bát
úr ljóði konu
og siglt á brott
í baki minu skutull skorðaður milli rifja
Ástinni er líkt við óvægið landið með vindum, vatni og ís. f fallegu og
kyrrlátu ljóði, ísfrétt, er ástin gefandi og full fyrirheita, „fer hægt yfir/þög-
ul og hnarreist/eins og hafís að landi.“ (18) En hún er oftar ill og tor-
tímir: ,„íbúðin örfoka land/þannig skilurðu við mig/rofabarð á rauðum
mel“ segir í fyrsta ljóði bókarinnar Fok. Og í ljóðinu Þú (24) er ástinni
hkt við hnif, sárara verður það varla.
En ljóðmælandinn er ekki alltaf óvirkur krossberi sem lætur sársauk-
ann færa sig í kaf, hann bregður sér einnig í líki nornar sem særir fram
og kallar yflr heitrofann hinar verstu píslir:
í draum þinn læði ég
vörðulausri þoku
vef dökku hári
um hvítan háls þinn
og herði að
svo ber ég ást mína út
urða í dauðri jörð.
(Hefnd bls. 6)
Sú sem hér talar er til alls líkleg, sterk og kröftug og ætlar sér aö lifa
af. Tónninn er forn og myrkur, myndmálið drungalegt og svo er í fleiri
ljóðum þar sem hún sækir yrkisefni sitt m.a. í grísku goðsögumar og
líkir sjálfri sér við Medúsu með snákahárið og andlit svo ferlegt að hver
sem það lítur breytist í stein. En í óhugnanlegum örlögum Medúsu býr
hin fullkomna vöm gagnvart ástinni: „Sáhr greyptar í grjót/virki mér til
Bókmermtir
Sigríður Albertsdóttir
varnar" segir í upphafslínum ljóðsins og í lokin: „Ég bæh mig niður og
bið eftir næsta,/drottning í drekahki". Þessa kaldhæðnu sýn á sorglega
sögu má vel skoða út frá tveimur sjónarhomum: annars vegar má sjá
konuna sem hinn fuhkomna geranda sem leyfir engum að bruðla með
sál sína. Hins vegar er hér um sterka innilokunarmynd að ræða, konan
læsist inni í eigin beiskju og hefndarþorsta, særir áður en hún er særð.
Þannig sveiflast ljóðmælandinn á milli virkni og óvirkni, annars vegar
er hann svikinn og sorgmæddur hins vegar öflugur, jafnvel göldróttur
og lesandinn fer ekki varhluta af þeirri fjölkynngi. Þetta er vönduð og
vel unnin ljóðabók og textinn fahegur, þó málfarið sé stirt í stöku ljóði,
eins og t.a.m. í Til Skírnis (bls. 8):
harða ber ég hefnd
fyrir höfuð mér
en galdurinn fleygar úr mér.
Rokið rifjar flekkina
og dagur feUur að fótum þér.
Dauðan Ut ég svip minn
í sverði þínu.
En þetta eru smámunir, þau eru fleiri ljóðin sem eru afbragðsgóð og
fyUsta ástæða tU að óska Gerði Kristnýju tU hamingju með þetta fyrsta
verk sitt.
Gerður Kristný,
Ísfrétt,
Mál og menning
1994.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
NIFLUNGAHRINGURINN
eftir Richard Wagner
-valinatriði-
Listræn yfirumsjón: Wolfgang Wagn-
er
Hljómsveitarstjóri: Alfred Walter
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir
Leikmynd og bilningar: Sigurjón Jó-
hannsson
Lýsing: Páll Ragnarsson
Höfundiu1 leiktexta: Þorsteinn Gylfa-
son
Söngvarar: Lia Frey-Rabine., András
Molnár, Max Wittges, Elín Osk
Oskarsdóttir, Elsa Waage, Garðar
Cortes, Haukur Páll Haraldsson,
Hröim Hafliðadóttir, Ingibjörg Mar-
teinsdóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir,
Keith Reed, Magnús Baldvinsson,
Olöf Kolbrún Harðardóttir, Signý
Sæmundsdóttir, Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, Sigurður Björnsson, Viðar
Gunnarsson, Þorgeir Andrésson.
Leikarar: Edda Amljótsdóttir, Björn
Ingi Hilmarsson
Sinfóniuhljómsveit íslands, Kór ís-
lensku óperunnar
Samvinnuverkefni Listahátíöar,
Þjóðleikhússins, íslensku óperunnar,
Sinfóníuhljómsveitar íslands og
Wagnerhátíðarinnar í Báyreuth.
Frumsýning föd. 27/5 kl. 18.00,2. sýn.
sud. 29/5 kl. 18.00,3. sýn. þrd. 31 /5 kl.
18.00,4. sýn. fid. 2/6,5. sýn. laud. 4/6 kl.
18.00. Athygli vakin á sýningartíma kl.
18.00.
Stóra sviðið kl. 20.00
GAURAGANGUR
eftir Ólaf Hauk Simonarson
Laud. 28/5, uppselt. föd 3/6, nokkur sæti
laus, sud. 5/6, nokkur sæti laus, föd. 10/6,
laud. 11/6, mvd. 15/6, fid. 16/6,40. sýning.
Siðustu sýnlngar i vor.
Ósóttar pantanir seldar daglega.
Litla sviðió kl. 20.30
KÆRA JELENA
eftir Ljúdmilu Razúmovskaju
Þrd. 31/5, uppselt, fid. 2/6, laud. 4/6, mvd.
8/6, næstsiðasta sýning, 170. sýning sud.
12/6, síðasta sýning.
Miðasala Þjóðleikhússins er opln alla
daga nema mánudaga frá 13.00-18.00
og fram að sýningu sýningardaga. Tekið
á móti símapöntunum virka daga
frákl.10.
Laugardag fyrir hvítasunnu er opið frá
kl. 13-18. Lokað er á hvítasunnudag.
Annan dag hvitasunnu er símaþjónusta
frákl. 13-18.
Græna línan 99 61 60.
Greiðslukortaþjónusta.
TOkyimingar
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágr.
Dagsferð 25. maí kl. 10 frá Risinu, ekið
um Garðskaga, Reykjanes og Grindavik.
Miðar afhentir á skrifstofu félagsins í
dag. Skrifstofan verður opin í sumar kl.
9-16. Þriðjudagshópurinn kemur saman
kl. 20 í kvöld í Risinu.
..
•0 eftíx íolta
lamut Itatn 1
UPPB0Ð
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Dyngjuvegur 3, 1. og 2. hæð, þingl.
eig. Jónatan hf., gerðarbeiðendur
Gjaldheimtan í Reykjavík, Lífeyrissj.
Hlífar og Framtíðar, Lífeyrissjóður
Dagsbrúnar og Framsóknar og Lífeyr-
issjóður lækna, 27. maí 1994 kl. 16.00.
Sæviðarsund 15, hluti, þingl. eig.
Svala Eggertsdóttir, gerðarbeiðandi
Gjaldheimtan í Reykjavík, 27. maí
1994 kl. 15.30.___________________
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Leikfélag Akureyrar
ÓPEKIJ
DRAUÍiURINN
eftir Ken Hill
I Samkomuhúsinu kl. 20.30.
í dag, 21. maí, nokkur sætl laus, næstsíð-
asta sýning.
Föstudag 27. maí, sióasta sýning.
Bar Par
eftir Jim Cartwright
SÝNT Í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1
Sýningar hefjast kl. 20.30.
Mánudag 23. mai, 2. í hvítasunnu
ATH. Síóustu sýnlngar á Akureyri.
Ath. Ekki er unnt aó hleypa gestum í
salinn eftir að sýning er hafin.
Aðalmiðasalan í Samkomuhúsinu er
opin alla virka daga nema mánudaga
kl. 14-18 og sýningardaga fram að
sýningu. Sími 24073.
Simsvari tekur við miðapöntunum ut-
an afgreiðslutima.
Ósóttar pantanir að BarPari seldar i
miðasölunni i Þorpinu frá kl. 19 sýn-
ingardaga. Simi21400.
Greiðslukortaþjónusta.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
GLEÐIGJAFARNIR
eftir Neil Simon
með Árna Tryggva og Bessa Bjarna.
Þýðing og staðfærsla Gísli Rúnar
Jónsson.
Fimmtud. 26/5, laugd. 28/5.
föstud. 3/6, næstsíðasta sýning, laugard.
4/6, síðasta sýning.
Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla
daga nema mánudaga. Tekið á móti
miðapöntunum í sima 680680
kl. 10-12 alla virka daga.
Bréfasími 680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Munið gjafakortin okkar.
Tilvalin tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavikur-
Borgarleikhús.
k\\\\\\\v\\\\\\>
SMÁAUGLÝSINGADEILD
OPIÐ:
Virka daga frá kl. 9-22,
laugardaga frákl. 9-16,
sunnudaga frákl. 18-22.
SMÁAUGLÝSINGASlMINN
FYRIR LANDSBYGGÐINA:
99-6272
-talandi dæmi um þjónustu!
Lausafjáruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Magnúsar M. Norðdahl hdl.,
vegna Lífeyrissjóðs verksmiðjufólks, fer fram nauðungarsala á eftirfarandi
lausafé talinni eign Lampa hf.
Eftir kröfu Lífeyrissjóðs verksmiðjufólks:
1. 2 stk. beygjupressur af gerð Di-Arco
2. Hornsax af gerð Di-Arco
3. Rafmagnslyftari af gerð AB BIG
4. Punktsuðuvél af gerð CEA
5. Punktsuðuvél af gerð ERHA
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík:
6. 2 stk. beygjupressur af gerð Di-Arco
7. Sprautuklefi af gerð Devilbis
8. Plötusax af gerð Edwards
9. Pressa af gerð Exenter
10. Kantbeygjupressa
Ofangreint lausafé verður selt þriðjudaginn 31. maí nk. kl. 10.30 þar sem
hlutirnir eru, að Skeifunni 3b.
Grelðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Reykjavík
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum verður háð á eignunum
sjálfum sem hér segir:
Mánagata 5, Reyðarfirði, þinglýst
eign Sævars Kristinssonar og Gyðu
Pálsdóttur, gerðarbeiðendur Lífeyris-
sjóður Austurlands og Gísli Jónsson
hf., fostudaginn 27. maí 1994 kl. 11.00.
Búðavegur 49, Fáskrúðsfirði, ásamt
vélum og tækjum, þinglýst eign Pólar-
sfldar hf., gerðarþeiðendur sýslumað-
urinn á Eskifirði, Iðnlánasjóður og
Vátryggingafélag Islands, föstudaginn
27. maí 1994 kl. 13.00.
Hafiiargata 32, Fáskrúðsfirði, ásamt
vélum og tækjum, þinglýst eign Pólar-
sfldar hf., gerðarbeiðendur sýslumað-
urinn á Eskifirði og Vátiyggingafélag
íslands, föstudaginn 27. maí 1994 kl.
13.25. __________________
Hafnargata 33, Fáskrúðsfirði, ásamt
vélum og tækjum, þinglýst eign Pólar-
sfldar hfi, gerðarbeiðendur Vari hf.,
Tæknival hf., Innheimtustolhun sveit>
arfélaga, sýslumaðurinn á Eskifirði
og Vátryggingafélag íslands, föstu-
daginn 27. maí 1994 kl. 13.50.
Hafhargata 35, Fáskrúðsfirði, þinglýst
eign Pólarsfldar hf., gerðarbeiðendur
Vari hf. og sýslumaðurinn á Eski-
firði, föstudaginn 27. maí 1994 kl. 14.20.
Búðavegur 38, Fáskrúðsfirði, þinglýst
eign Sigþórs Rúnarssonar, gerðar-
beiðendur sýslumaðurinn á Eskifirði,
Húsnæðisstofnun ríkisins og Trygg-
ingamiðstöðin h£, föstudaginn 27. maí
1994 kl. 14.50.___________________
Hamarsgata 24, Fáskrúðsfirði, þing-
lýst eign Aðaiheiðar Valdimarsdóttur,
gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Austur-
lands, fötudaginn 27. maí 1994 kl.
15.20.____________________________
Sæberg 13, Breiðdalsvík, þinglýst eign
Guðmundar Björgólfssonar, gerðar-
beiðendur Búnaðarbanki Islands,
Bætir hf. og ríkissjóður, föstudaginn
27. maí 1994 kl. 16.20.
SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI