Dagur - 21.12.1960, Page 8

Dagur - 21.12.1960, Page 8
Enn verpa súlur á sillum ÞAÐ VAR í afmœlisveizlu vinkonu minnar að augu mín opnuðust fyrir þeirri leiðinlegu staðreynd, að ég var ekki samkvæmishæf. Ekki fyrir það að ég væri áberandi lakar gefin en hinar frúrnar, eða kynrii ekki nokkurn veg- inn almennar samkvæmisreglur. En ég gat ekki tekið þátt í umræðum þeirra, sem allar snerust um það, þegar þær „voru úti“, eins og það er orðað, þegar menn hafa siglt eða flogið út fyrir hina klettóttu strönd fósturiarðarinnar. Þær höfðu allar siglt með mönnunum sín- um og dvalið í sumarleyfi í Danmörk, Noregi, Svíþjóð, Sviss og fleiri löndum, já, jafnvel sumar verið vestur í Amer- íku, og svo lýstu þær öllum þessum lífsins dásemdum hver í kapp við aðra. Eg sat auðvitað steinþegjandi og það leiddist mér, því að ég vildi auðvitað tala líka. Þegar ég kom heim um kvöld- ið með óútgengna talstöðina, dauð- þreytt af því að þegja, strengdi ég þess heit að fara ekki í samkvæmi fyrr en ég væri búin að sigla. Eg 'fór nú að leita í hugskoti mínu að einhverri leið út fyrir mín þröngu takmörk, varð þá fyrir mér lítið ey- land út við heimskautsbaug, sem hét Grímsey. Þetta litla land ákvað ég nú að heimsækja. Ég hafði að vísu verið í Vestmannaeyjum, en ekki skemmdi það að koma til Grímseyjar líka. Ég hafði líka altaf ætlað mér að koma þangað einhvern tíma, og þessi fitla eyja hafði verið mitt draumaland síðan ég var barn heima í Garði, en þá kynntist ég gamalli konu, sem hét Að- albjörg. Hún hafði verið 7 ár í Grímsey og sagði mér margar sögur þaðan um fólk og fugla, hvítabirni og útlendinga, sem komu þar á land af duggum og eng- inn gat talað við nema hún og séra Pét- ur. Og um tengdason sinn, Baldvin, sem hrapaði úr björgunum. Þá hrökkl- aðist gamla konan í land, því hún mátti ekki verða þar sveitlæg. En í Grímsey hafði hún lifað sína sælustu lífstíð. Nú vildi svo vel til, að þetta sumar, sem siglingadraumar mínir voru i há- stemmu, hélt Flugfélag íslands uppi skemmtiferðum á spnnudögum milli Akureyrar og Grímseyjar, með fjög- 8 JÓLABLAÐ DAGS urra klukkutíma viðdvöl á eynni. Sá ég nú hylla undir uppfylling drauma minna. Lagði ég svo af stað einn síðsumars- sunnudagsmorgun í björtu og fögru veðri, svo að ekki varð á betra kosið, og naut hins yndislegasta útsýnis yfir land og sæ. I flugvélinni voru ekki aðr- ír rarþegar auk mín en fjölskylda úi Grímsey á heimleið frá Akureyri og tveir karlmenn aldraðir. Hugði ég þá nokkurs konar pílagríma á ferðaflakki eins og ég, til að skoða þessa sögufrægu ev.iu, og hugsaði gott til þeirra sam- fylgdar og fór að gefa þeim hýrt auga. Það er víst kallað að „blikka‘“ í Grímsey þekkti ég engan og hugði alla löngu dauða, er þekkt höfðu vin- konu mina, og bæ hennar, Eiða, jafn- aða við jörð. En þá jörð varð ég að komast í snertingu við. Ég naut þessarar þægilegu loftsigl- ingar og fegurðar til allra átta. Eftir skamma stund birtist þessi perla hafsins framundan í sínum fögru litum og iðandi lífi. Flugvélin hnitaði nokkra hringa yfir eyjunni til að lofa fólkinu að njóta fegurðarinnar og gefa því yfirsýn um umhverfið, unz hún tók strikið á fugvöllinn og renndi sér niður. Þar voru fyrir nokkrir menn til að taka á móti vélinni og þeim, sem hún hafði innanborðs, en enginn hátíðablær v.ar þar á neinu. Hefði mér fundizt við- eigandi að nú „skíni fáni eynni yfir“, en virti þeim þó til vorkunnar að ekki vissu þeir hvað hún hafði meðferðis og mundi einnig að fátt var af fánum á stöng á Akureyri er Vilhjálmur Stef- ánsson, frægastur allra frægra íslend- inga var þar á ferð. Var mér þá sagt að ekki væri skylda að draga fána við hún nema fyrir þjóðhöfðingjum, svo ég fyr- irgaf Grímseyingum. Settist nú flugvélin á völlinn, sem ég sá strax að var útskit á góðu um- hverfi því þar hafði farið yfir jarðýta sem hefði eyðilagt þjóðleg verðmæti eins og þúfur og úthagagróður. Þó að hinsverar væri sanngirni að Grímsey- ingar fórnuðu einhverju fyrir bættar samgöngur við umheiminn. Steig ég nú föstum fótum á gríms- Ferðasaga til Grímseyjar eftir ÞURU í GARÐI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.