Dagur - 21.12.1960, Side 9
éyska grund. Var ég sem ungi er veltur
út úr hreiðri, þarna þekkti ég engan
og enginn mig, og heilsaði engum og
enginn mér. En samt vissi ég að gamla
vjnkona mín var þarna og hún myndi
gteiða götu mína, sem síðar kom á dag-
inn. Setti ég nú upp mitt blíðasta bros
og gekk til karlanna tveggja, sem ég
var að blikka í vélinni og fór að daðra
við þá, en þeir horfðu bæði hræddir og
hissa á þennan freka kvenmann og
voru ekki ginkeyptir fyrir mínum
félagsskap. Sá ég nú að eytt hafði ég
mínum brosum og „blikkum“ til ónýtis
og iðraðist. En sá nú að annar karlinn
var haltur og lofaði Guð fyrir að hafa
ekki bundið trúss við þá og ákvað að
vera gætnari í karlamáium eftirleiðis.
Ég lagði nú ein út í lífið og treysti
á mátt minn og vinkonu mína. Kom ég
einhvern veg, mætti þar manni er ég
heilsaði. Spurði ég hann hvort þar væri
ekki til bær er Eiðar heitir. Hvað hann
svo vera og ætti hann þar heima og
benti mér á lágreistan bæ. Ég tjáði hon-
um frá minni-ferð, en hann bauð mér
heim til sín til meðdegisverðar og kvað
mig ekki mundu fá fylgd um eyna né
neina aðra fyrirgreiðslu fyrr en eftir
miðdag. Þáði ég boð hans með þökkum
og þótti nú vel á horfast. Var ég nú
jekki í neinum vafa um það, hver nú
væri farinn að stjórna. Fór ég nú heim
með þessum gestrisna manni og var
tekið forkunnar vel. Kom þá upp, að
hjón þessi voru frá Húsavík og konan
frænka mín í Skútustaðaætt. Þáði ég
þarna góðan beina og bendingar um,
hvernig haga skyldi ferð minni, svo að
til mests fróðleiks og gagns mætti
verða, og bauð konan mér son sinn 10
ára til fylgdar. Húsbóndinn þarna var
eilthvert brot af fræðimanni eins og
margir alþýðumenn. Átti hann meðal
annars eina laufríka grein lausavísna,
og átti ég heiðurssess í syrpu hans, þó
nokkuð vafasaman. Bað ég hann að lofa
mér að heyra eitthvað af því, sem við
mig var kennt, las hann mér ljóðin, sumt
af þessu hafði ég heyrt en sumt ekki.
Ekkert af því átti ég, bað ég hann að
þurrka mig út. Þótti mér þó verra, því
þetta var viðkunnanlegur kveðskapur.
Nú var liðin 1 klukkustund af þess-
um fjórum, sem ég hafði til umráða,
svo ekki var til setunnar boðið. Kvaddi
ég því þetta góða fólk og heimili gömlu
vinkonu minnar óg fór austur á björg
með drengnum. Lögðum við á bratt-
ann eftir gömlum götuslóðum manna
og dýra, grasi grónum og svo þægilega
gamalkunnum úr sveitinni.»jFór ég þá
að hugleiða hvort ég væri á helslóð
húsbóndans frá Eiðum, sem hrapaði í
björgunum og skreið heim á hvíta-
sunnunótt, fótbrotinn og lemstraður.
Varð það hans banamein. Það mun
hafa verið 1896.
Hinn ungi ferðafélagi minn var skír
og greinargóður drengur. Fræddi hann
mig um margt viðvíkjandi kúa- og fjár-
eign, búskap og lifnaðarháttum eyjar-
.skeggja. Var hann þar kúasmali. Gerði
ég þarna nokkrar vísindalegar athug-
anir í grasafræði og komst að þeirri
niðurstöðu, að þar væri að finna allt
það, sem algengast er á úthaga-vall-
lendi milli hafs og öræfa á ísandi, og
kannaðist við margt úr minni heima-
byggð.
Héldum við nú austur á bjargbrún-
ina og var þar bæði fagurt og ægilegt
niður að líta. Þarna var fjörugt ástalíf,
og fugl á öllum sillum. Ég hef aldrei
verið fim að klifra, leizt mér því ráð-
legast að eiga sem minnst við bjöi'gin.
Þetta var heldur ekki minn fugl frá
Mývatni, nema krían. Hagaði hún sér
svipað og systur hennar þar. Ekki
komst ég í færi, nema við einn kríu-
unga. Hann var svo nauðalíkur ungan-
um, sem sat á Stígatjarnar-hróinu, þegar
ég var að reka kvíaærnar í gamla daga,
að mig dauðlangaði til að taka hann
og gæla við hann, en þorði það ekki
fyrir kríunum, sem ætluðu að drepa
mig.
Eftir nokkra dvöl þarna á bjargbrún-
inni, fór ég að taka sólarhæðina. Sá ég
þá að ekki var tími til að skoða alla
eyna og yrði ég því að sleppa öðrum
hvorum endanum. Varð það niðurstað-
an, að halda norður. Réði það úrslitum,
að mig minnti að vinkona mín hefði
líka átt heima á Básum, en hún stjórn-
aði alveg fex-ð minni, bak við tjaldið.
Skildi ég þarna við di'enginn og hélt
norður að haugi Gi'íms sáluga. Þarna
norður á eynni var yndislegt að vera.
Ríkir þar ólýsanleg fegui'ð og friður.
Þarna át ég skai-fakál og Ólafssúru og
gei'ði nokki-ar fræðilegár athuganir um
aldur Gi'ímseyjar, þi'óun og tilveru.
Fór nú vitaminið að vei'ka á anda
minn, ásamt fegui'ðinni og sögulegum
minningum, sem ekki vai'ð hjá komizt
að gefa útrás í ljóði. Fór ég þá að svip-
ast um eftir Pegasus og kom ég brátt
auga á hann, þar sem hann kroppaði
gi-ængx-esið af þúfnakollunum. Hann er
æfinlega þar nálægur sem hans er mest
þörf. Lagði ég nú við klárinn og steig
á bak. Tölti hann þai’na um þúfurnar
og var hann í góðu skapi, gangþýður
og taumléttur. Varð þarna til eitt
ódauðlegt lítið ljóð, sem ég set hér svo
það glatist ekki.
Ég er á tölti um eyna,
áður hér Grímur bjó
og Aðalbjörg átti heima,
áður en Baldvin dó.
Einhver Ólafur kóngur
ágirntist þennan stað,
Einar Olgeii'sson sletti
sér eitthvað fi’am í það.
Svo kom hann séra Pétur,
sem annála færði í letui',
um nítjándu öldina alla,
af þessu fékk hann skallá.
Utlendir upp hér óðu,
yfir möi'kina tróðu,
þeiri'a ox'ð skildu engir betur,
en Aðalbjöi'g gamla og Pétur.
Átu þeir fugla og fiska,
sem færðir voru upp á diska,
skonrok þeir skeinktu úr pokum,
skömmuðust burt að lokum.
Oft komu hvítibirnir,
í kólgum af norður slóð,
séra Pétur þá samdi
og sendi þeim ki'öftug ljóð.
Enn vei'pa súlur á sillum,
svartfugl og máfager.
Kríurnar óðar ai'ga
og ætla að sálga mér.
Nú var ég orðin svo æst að yrkja, að
ég lagði inn á nýjar bi'autir og fór að
yi'kja atómljóð.
ég elslta þennan hest
sem ber mig
yfir krókóttar götuslóðir
þessarar sögufrægu
eyjar
ég finn
sæta remmu
úthafsöldunnar
sem kemur
fi'á norðuríshafinu
og brotnar
við björgin
og deyr
en andvörp hennar
blandast
JÓLABLAÐ DAGS 9