Dagur - 21.12.1960, Side 20

Dagur - 21.12.1960, Side 20
Þormóður Sveinsson: Ógeðfelld æskuminning ÁRIÐ 1902 átti ég heima á Þorljóts- stöðum í Vesturdal í Skagafirði. Er hann syðstur bœja í því héraði, og ærið af- skekktur, þar eð löng leið er á milli hans og hins næsta að norðan. En úr annarri átt er engra manna von þangað, þar eð óbyggðir og öræfi liggja þar að á þrjá vegu. Bær þessi er nú kominn í auðn fyrir um það bil 20 árum. En dr. Krist- ján Eldjárn, þjóðminjavörður, hefur, á síðustu stundu, bjargað mynd hans og gerð frá gleymsku í bók sinni „Stakir steinar", svo að öldum og óbornum er hann til sýnis þar, og samanburðar á hý- býlum manna hér, þeim sem voru, eru og verða munu. Má segja, að þessi ein- angraði afdalabær megi vel við þau endalok una, eftir að hafa verið yfirgef- inn, og hús þar ýmist fallin eða að falli komin, að birtast þarna „sem táknmynd eða skuggsjá þúsund ára bændabyggðar á íslandi", eins og þar segir. En forn- leifagröftur sem dr. Kristján fram- kvæmdi þar leiddi í ljós, að þarna hefur byggzt þegar í heiðni. — Og þeir, sem einu sinni var þessi bær og staður kær, munu fagna þessum óvæntu eftirmælum. Ég fluttist að Þorljótsstöðum vorið 1898, með þeim hjónum Hjálmari Þor- lákssyni og Kristínu Þorsteinsdóttur, er þau hófu búskap þar. Þau eru nú bæði nýlega látin í hárri elli, hann að Villinga- dal í Eyjafirði en hún að Reykhólum vestra. Ég var því orðinn vel hagvanur þarna, þá er hér var komið. Og nú var ég orðinn 13 ára. Haustið 1902 var gæða tið fram um vetrarnætur. En þá kom hret allskarpt. Setti niður mikinn snjó þar í Dölum, og fylgdi í kjölfar þess frost nokkurt. Stóð svo, líklega hátt á aðra viku. En þá hlán- aði vel, svo að allan snjó leysti fljótlega af láglendi, og að miklu leyti af heiðum uppi. Hélzt svo öndvegis tíð upp frá því, allt til jóla. Herma skráðar heimildir frá þeim tíma, að á jólaföstu þá hafi verið unnið að jarðabótum bæði á Norður- og Suöurlandi. En slíkt mun hafa verið nær einsdæmi á þeirri tíð. Þegar snjóhretið gerði voru lömb tek- in til hýsingar á Þorljótsstöðum, og einn- ig annað yngra fé, með því að það skyldi bólusetjast gegn bráðapest, svo og nokkr ar eldri ær sem komu heim í byrjun hríð arinnar. Og loks voru hýstar þá, og hafði svo verið nokkurn tíma undanfarið, fá- Þormóður Sveinsson. einar aðkomukindur, fóðrafé, sem skyldu vera þar yfir veturinn, en hugðu enn á strok, og þurfti því að gæta þeirra. Alls mun þetta hafa verið um 60 fjár. Með því, að tíð hafði verið svo mild um haustið, lék grunur á, að kindur kynnu enn að hafa leynzt í afréttum þegar áhlaupið gerði um vetrarnæturnar, og væri þá óvíst að þær kæmu sjálfar þaðan til byggða. Enda reyndist svo. í þremur leitarleiðangrum sem ég vissi til að gerðir voru inn á afrétt eftir að góða tíðin hófst, fundust kindur, sumar af þeim suður við Hofsjökul. Svo var það einn dag, nokkru eftir að hlákuna gerði, og snjór var að mestu horfinn úr byggð og gangfæri gott, að húsbóndi minn lagði eldsnemma af stað einn morgun í kindaleit inn á afrétt. Veður var hið bezta um daginn, kyrrt og bjart og hiti líklega nálægt frost- marki, því héla var á jörð. Ég skyldi gæta fjárins heima um daginn, smala því og hýsa um kvöldið. Var ég því starfi alvanur orðinn, þegar líkt stóð á sem nú. Heimilisfólk á Þorljótsstöðum var þá, auk hjónanna og mín, tvær ungar dætur þeirra hjóna, vinnukona ein og systir min, sjö ára gömul. Ennfremur var þar og stödd, unglingsstúlka frá Hofi í Vest- urdal, á aldur við mig. Ég hafði féð um daginn í fjallshlíðinni norðan bæjarins, því hitt, sem úti lá, var haft fyrir sunnan, og gekk það allt fram um svonefnda Runu, en þar er kostaland hið bezta, sem og annars stað- ar á Þorljótsstöðum. — Þegar mér þótti tími til, gekk ég til fjárins, smalaði því heim undir túnið, og laust fyrir dagsetur fór ég svo að láta það inn. Tunglskin var ekki, en hreinviðri og léttskýjað, svo að stjörnubjart var af og til, og því eng- an veginn dimmt til jarðar. Tvenn fjárhús voru á Þorljótsstöðum, önur í túnjaðrinum beint suður af bæn- um, en hin upp af honum, á flötu, löngu barði, sem liggur þar nokkru hærra en undirtúnið. Sjást hvoru tveggja þessi hús glögglega á ljósmynd þjóðminjavarð ar í hinu nefnda riti. En rétt þykir mér að nota þetta tækifæri til að leiðrétta það, sem undir myndinni stendur, þar sem segir að bærinn sé lengst frá, en fjárhúsin nær. Þetta hefur af einhverj- um ástæðum oröið öfugt. Bæjarhúsin eru þau, sem næst manni eru og mest ber á. Ég rak nú féð fyrst heim að syðri húsunum, því að í rökkrinu hafði það haldið suður hliðina, ofan við túnið, og lá því beinna við að hýsa fyrst þarna. Féð var orðið svo húsvant, að það rann sjálft viðstöðulaust inn, svo að ég stóð við dyrnar og taldi. Þegar inn var kom- ið hæfilega margt í húsið lét ég það aftur, og gekk frá dyrunum sem vera bar. Rak ég svo það sem eftir var og munu það hafa verið um 30 kindur, af stað í áttina til efri húsanna. Gekk allt vel fyrst í stað. En þegar komið var um það bil mitt á milli hús- anna, fór að bera á nokkurri ókyrrð hjá fénu, og líkast því sem það vildi fara allt annað en heim að húsunum. Fór þessi tregða og órói vaxandi eftir því sem nær dró. Leitaði það ýmist undan brekkunni eða í hana. Þótti mér þetta kynlegt, og varð ég að beita allri minni kænsku og snarræði til að koma fénu heim í húsvarpann, og tókst það að lok- um. Gekk ég nú að húsdyrunum, opna þær og ætlast til að féð komi þegar 20 JOLABLAÐ DAGS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.