Dagur - 21.12.1960, Side 22
átt hjá fénu. Það var sama hvað á vegi
þess varð, kvikt eða kyrrt, lifandi eða
dautt, það komst aldrei úr jafnvægi á
líkan liátt og þarna átti sér stað.
Frásögninni væri því í raun og veru
einsaett að ljúka hér. En mig langar þó
til að bæta við nokkrum orð'um. Mætti
það þá skoðast sem stuttur þáttur út af
fyrir sig.
Daginn eftir að þetta gerðist, var ég
sendur út í Tungusveit með bréf áleiðis
til hreppsstjórans í Lýtingsstaðahreppi,
Jóhanns Péturssonar á Brúnastöðum.
Var það varðandi lömbin, sem Hjálmar
fann. Skyldi Jóhann, sem hreppstjóri,
ráðstafa þeim, sem hann og gerði. —
Þegar ég kom út í dalinn þennan dag,
þá var þar á ferð bóndi einn sem átti
heima þar nokkuð út í sveitinni. Hann
hafði átt eitthvei-t erindi fram í Vestur-
dal daginn áður, þó ekki fram á innstu
bæi. Var hann nú á heimleið, og varð ég
honum samferöa um stund, ásamt fleira
fólki. Annars mun hann hafa verið frem-
ur fátíður gestur þar fremra. — Þetta
var vel látinn sæmdarmaður, grandvar
til orðs og æðis, eftir því sem ég vissi
bezt, greindur í bezta lagi, falslaus og fá-
skiptinn að jafnaði. En sá ljóður var á,
að „fylgja“ þessa manns hafði stundum
þótt hin hvumleiðasta, svo að óhöppum
ýmsum, slysum á mönnum og jafnvel
dauða þeirra átti að hafa valdið. Fór
það ekki dult að Ábæjarskotta átti að
fylgja honum, og það í frekara lagi, enda
var hann allnáinn afkomandi þess fólks,
sem hana átti helzt að hafa alið.
Það var alkunnugt þar í sveit, að eitt
hið kunnasta sagnaskáld vort um og eft-
ir aldamótin síðustu, notaði einn þess-
ara slysa-atburða að uppistöðu í eina
sögu sína, þótt dulnefni ein séu að sjálf-
sögSu greind þar.
Maður þessi var nokkuð hniginn að
aldri þá er þetta var. Hann var kvæntur,
og áttu þau hjón tvö myndarleg og mann
vænleg börn, dreng á 17. ári og stúlku,
tveim eða þremur árum eldri. Pilturinn
dó fáum vikum síðar, eða um miðjan
desember næsta á eftir, — með voveif-
legum hætti. Og þó að fátt eða ekki væri
um það rætt, þá virtist það eins og liggja
í loftinu, að það hörmulega slys þætti
vart með eðlilegum atvikum hafa orðið.
Og vissu þá allir við hvað átt var. —
Stúlkan hefur hinsvegar lifað allt til
þessa, og má vera að svo sé enn. Hún
er horfin úr Skagafirði fyrir áratugum
síðan, að heimilisfangi í það minnsta,
hefur aldrei gifst né eignast afkomanda.
Síðari hluta æfinnar mun hún langtím-
22 JÓLABLAÐ DAGS
um saman ekki hafa borið sitt fulla barr
sakir heilsubrests.
Þarf því enginn lengur að óttast fylgju
þessa manns, né niðja hans, því sjálfur
er hann látir.n fyrir löngu, og ættleggur-
inn deyr þar með út.
Að sjálfsögðu vil ég ekki halda því
fram, að þessi umræddi atburður á Þor-
ljótsstöðum haustið 1902, hafi staðið í
sambandi við för mannsins fram í Vest-
urdal hinn sama dag. Til þess brestur
mig alla heimild. En ég get heldur ekki
neitað að þeirri hugsun hafi skotið upp
hjá mér. Þegar skýringa er vant, og eng
in líkleg er fyrir hendi, þá verður manni
stundum fyrir að leita hins ólíklega. Og
því skyldi maður ekki vera barn síns
tíma — og sinnar sveitar.
En jafnvel þó að svo hefði verið, að
þarna hafi verið á ferðinni hin svo-
nefnda fylgja mannsins, og færa hefði
mátt, með einhverjum hætti, sönnur á
það, — myndum við þá vera nokkru
nær hinum raunverulega kjarna málsins
fyrir það, og sízt að miklum mun nær?
Nei, vissulega ekki. Því hvað er fylgja
manns í þessari mynd, hvað er ættar-
fylgja, og hvernig verður hún til, og
hvernig starfar hún? Og hvernig má það
ske, að einn maður, öðrum fremur, að
ekki sé talað um heilan ættbálk, sé ofur-
seldur þeim álögum að hljóta, án vilja
síns, vitundar og nokkurra sjálfráðra að-
gerða, að vekja hjá meðbræðrum sínum
ótta og vinna tjón, ef svo ber undir.
Jú, vitanlega hefur hver maður sín
sérkenni, sinn persónuleika, og það án
efa ættgengt oft að meira eða minna
leyti, og vér vitum að sönnu ekki hversu
mikill máttur kann að búa þar að baki.
Og það má kannske kalla þetta fylgju.
En það er ekki sú sem hér er átt við,
heldur hin, sem verður sýnileg, heyran-
leg og jafnvel áþreifanleg, og það í nokk-
urri fjarlægð fré viðkomandi persónu,
sem hefði orðið að vera, ef eitthvert sam
band hefur verið á milli hins nefnda
manns, sem var staddur einhvers staðar
langt úti í Vesturdal, og þess, er gerðist
samtímis fram á Þorljótsstöðum. Nei,
vér stöndum þar frammi fyrir óræðu at-
riði, gátu, sem ýmsir hafa glímt við, en
virðist liggja utan við mörk mannlegs
skilnings að leysa.
Oss nútmamönnum nægja sem sé ekki
lengur þau svör, er þjóðtrúin hafði áð-
ur fyrr oítast við þessu, þau, að hér
væru einfaldlega á ferð afturgöngur eða
uppvakningar, draugar eða djöflar, for-
ynjur eða fylgjur manna, og ýmsir aðrir
kynjagripir. Og hún vissi einnig hvernig
margt af þessu hafði orðið til. Tveir
Svartdælir í Húnaþingi gerðu Ábæjar-
skottu að því sem hún varð, þingeyskur
bóndi Þorgeirsbola.nafngleymdur galdra-
maður af Suöurnesjum Irafellsmóra o. s.
frv. Og trúin vissi enn meira: Hér var
Satan sjálfur að verki. Þessir menn, og
aðrir slikir, sem við svona framleiðslu
fengust, voru hans verkfæri og útvaldir
þjónar. Og með þessum hætti var málið
upplýst fyrir öllum þorra manna. Var
því ekki að undra, þó að þetta þættu
ekki aufúsugestir.
En þetta var á meðan galdratrúarofs-
inn geisaði um löndin, og ærði jafnt
leikmenn sem lærða, draugatrúin óð
uppi, og kenningin um myrkravöldin var
prédikuð sem sjálfsagður sannleikur. —
En nú er þessi faraldur genginn yfir með
öllum sinum ótta og ægilegu refsidóm-
um, og þjóðtrúin að þessu leyti orðin að
sagnfræðilegu ævintýri, mögnuðu myrkri
aldanna og ofsatrúarblandinni fáfræði.
En hefur þá þjóðtrúin vaðið algera
villu og reyk þarna? Var hér aðeins um
oftrú að ræða, missýningar, misheyrnir
og því um líkt. Það er sjálfsagt ekki á
voru vaídi að komast að hinu sanna þar.
En ég hygg, að fáir nútíma menn, sem
á annað borð hugsa um þessi mál af al-
vöru, fallist á að svo muni hafa verið
að öllu leyti. Eflaust hefur trúin, og
óttinn villt mörgum manni sýn þarna.
Hins vegar verður það vart í efa dregið,
að enn x dag gerist svo margt í kringum
oss, sem vér ekki fáum ráðið fram úr,
og telja verður hliðstætt sumu af því,
sem áður var, að hæpið er að hafna öllu
eldra. En flest mun það nú með mildara
svip en áður var, enda mætir að jafnaði
meiri skilningi og raunhæfari athugun.
Og nú heitir það yfirleitt dularfull fyrir-
brigði.
Ollu lengra höfum vér ekki náð enn
sem komið er, þrátt fyrir vaxandi vizku,
leit og vísindi. Ef til vill opnast mönn-
um einhvern tíma sýn yfir það svið, þar
dulmál lífsins og tilverunnar eru skýrð
og skilin, framar þvi sem nú er kostur á,
og lögmálið fyrir ættarfylgjum og öðru
slíku, verði oss opinberað — eða afsann-
að.
i,