Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 5

Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ D AGS 5 á fætur, mun ég fagna þér við dyrn- ar. Ég bjóst síðan um til nætursetu þarna á stallinum, lagði frakkann minn yfir herðar mér, hallaði mér upp að grasbrekkunni og starði upp í gluggann hennar, í ástmildri stemningu. Það leið á nóttina. Dauðakyrrð var yfir öllu fram yfir lágnættið. Mig fór að sifja og þrátt fyrir góð an ásetning hefði ég líklega verið í þann veginn að festa blund. En þeg ar fór að elda aftur, fóru þrestirnir á kreik og byrjuðu að kvaka, fyrst með hægð og rnildi, en síðan dátt og dillandi. Það voru þá reyndar fleiri en ég, sem festu yndi í þessum garði. Mér fannst þetta vera skynsamir fuglar og smekkvísir í vali sínu. Ég fór að liugsa um að ekki gæti ég hugsað mér neitt dásamlegra en mega vera þröstur í garðinum þeim arna. Þá skyldi nú vera sungið af tilfinningu. Eg skildi fljúga upp á gluggabríkina og heilla hana gullin kollu með þeim yndislegasta og ást- ríðufyllsta söng, sem nokkurn tíma liefði heyrst frá ástföngnum þresti. En nú mátti ég gera mér að góðu að vera jarðbundinn og láta sitja við að yrkja minn óð að mennsk- um hætti. Ég þrái að vera þrösturinn í v þínum garði þá skyldi ég syngja sætur sönginn um þig daga og nætur. Ég raulaði þessar hendingar fyrir munni mér, aftur og aftur. Þrastakliðurinn var farinn að ldjóma samfellt og tilbreytingalítið, og aftur og aftur fór að síga á mig svefnhöfgi. Allt í einu gerðist stórkostlegt, óskiljanlegt undur. Snögglega fannst mér eins og ég lirapaði langt niður á við, án þess að þetta líktist þó falli eða raun- verulegri byltu. Umhverfið gjörbreyttist í einni svipan. Trjákrónurnar gnæfðu allt í einu langt fyrir ofan mig, í svinr- andi hæð. Og húsið var orðið feiknamikið lráhýsi, sem svara mundi tuttugu lræðunr, en hafði ekki skipt um útlit að öðru leyti. Rétt l'raman við andlitið á mér sá ég einhvers konar rá eða mjótt prik á hreyfingu og virtist svífa í lausu lofti. Túlipanarnir á stallinum þar sem ég sat, mændu nú yfir mig og virt- ust nú hafa náð svipaðri hæð og trén höfðu áður. Mér varð litið niður fyrir mig. Og lrvað sá ég. Bringan á mér var öll klædd grábrúnu fiðri og ég stóð á smáum fuglsfótum f hávöxnu grasinu. Það leið góð stund áður en ég hafði áttað mig á því sem gerzt hafði. Loks skildist mér þó að ég hafði haft hamskipti og var orðinn að þresti. Ég hafði hitt á töfrastund Jónsmessunætui innar, þá sem lætur óskir rætast. Og þetta prik, sem ég sá riða þarna framundan mér, það var nú ckki annað en nefið á sjálfum mér. Ég hallaði því til á ýmsa vegu og síðast opnaði ég það og reyndi að gefa frá rnér hljóð. Jú, það tókst og fram úr nefinu á mér gall við þrastakvak, hvellt og skært og ekki með minnsta viðvan- ingsbrag. Og ég sem aldrei hafði getað sung ið. Það var ekki um að villast; ég var orðinn ósvikinn þröstirr og meira en það, því að ég var einnig gæddur mannlegum tilfinningum og háþroskuðu sálarlífi, eftir sem áður. Og ég þandi út vængina og lyiti mér upp á stallinn, þar sem ég hafði áður setið. Þetta var ótrú- lega auðvelt stökk, hugsaði ég. Svo áttaði ég mig betur á tilver- unni. Þetta var flug. Eg gat flogið. Vitanlega. Annars hefði ég ekki verið þröstur. Og nú þandi ég vængina á ný og þaut upp í loftið, létt og auðveld- lega. • Það var heillandi tilfinning, sem fylgdi því að geta flogið. Ég sveif hærra og hærra og naut útsýnis yfir borg og byggð. Eg fann til vorkunsemi gagnvart öllum þeim, sem máttu gera sér að góðu að dragnast niður við jörðu. Síðan skaut ég mér niður á við, næsturn lóðrétt, og tyllti mér á eina trjákrónuna í garðinum, rétt á móti glugganum hennar. Ég sá vel inn í herbergið. Það var var mynd á veggnum beint á móti glugganum; tvö lítil börn að feta yfir brúarskrifli yfir djúpu gljúfri, og á bak við þau bráðfallegur eng- ill, senr varnaði þeim að álpast útaf. Ég skaut mér yfir á gluggabrík- ina og nú sá ég inn í herbergið, al- veg hornanna milli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.