Dagur - 23.12.1964, Qupperneq 6

Dagur - 23.12.1964, Qupperneq 6
6 rw—r— JÓLABLAÐ D AGS Þarna livíldi hún í rekkju sinni og svaf vært nreð opinn munn. sak- laus á ósnortin, (þó að ekki væri það' nú minni dyggð að þakka). Allt í einu réði ég ekki lengur við tilfinningar rnínar og hóf upp söng, fyrst lágværan og þýðan, en síðan herti ég á hljóðunum. Það var kominn dagur og nú væri henni alveg óhæfct að fara að opna blessuð augun $ín fallegu. Ég söng fullum hálsi, tónverk er ég samdi jafnótt á stundinni. Það var Jónsmessunæturaría ást- fangna þrastarins, svellandi og ást- ríðuþrungin. Ég sá að hún rumskaði við. Þá færðist ég í aukana og meira að segja hjó ég nefinu í gluggarúðuna, svo fast að mig sárkenndi til. F.n þetta dugði líka. Nú giað- vaknaði hún og leit upp í gluggann, auðsjáanlega rugluð og undrandi á þessLim fyrirgangi. Svo spratt hún fram úr rúminu og hentist rit að glugganum. — Nei, nei, hrópaði hún upp yfir sig, — livernig lætur blessaður fugl inn. Ertu kannski að vekja mig, blessuð elskan; og alveg mátulega snemma. Fjarskalega ertu sætur. Þetta átti nú við mig. Ég hopp- aði og snarsnerist í gluggakistunni, Jyfti vængjunum, vippaði stélinu á ýmsa vegu, kvakaði í ákafa og réði mér ekki fyrir fögnuði. — En hvað þú ert óhemjulega kátur, blessaður vinurinn, sagði hún og byrjaði með liægð og gætni að opna gluggann. Um leið og henni hafði tekist það, skaut ég mér inn fyrir og kom fast upp að brjósti hennar. Hún lnökklaðist lítið eitt aftur á bak, flemtruð, en kom fljótt aftur til baka. — Nú á ég engin orð. Hvað geng ur að fuglinum. Þetta Iilýtur að vera taminn fugl, hann er svo mann elskur. Og hún rétti fram hendina og strauk mér um bakið, þéttingsfast, svo ég kiknaði í hnjáliðunum. Hún gældi við mig með mörgum ástúð- legurn orðum og litla þrastarhjart- að barðist af fögnuði í brjósti mínu. Hefði hún nú bara verið svona tilkippileg í gærkveldi. Síðast laut hún niður að mér og kissti mig á hálsinn. Þá.komst ég í svo ofboðslega geðs liræringu, að ég var dauðhræddur inn að ég mundi drita í gluggakist- una. Állt í einu kallaði lnin hátt: — Mamma, sko fuglinn. Hann er svo hændur að mér, þetta yndi, að hann ætlar alveg að éta mig. Er hann ekki sætur. — Nú — þetta er bara þröstur, nöldraði sú gamla, — varaðu þig á honum. Þrestir geta verið bara svo grimmir. — Ha, hæ. Grimmur þessi litla elska, sem er ekkert nema blíðan. Sko, hann leggur höfuðið upp að brjóstinu á mér — ó — ó. — Já, hann hegðar sér einkenVii- lega, fuglsgreyið. Kannski er hann eitthvað vankaður eða hefur fliiið undan smyrli. Rlessuð láttu hann fara sína leið. Ég kæri mig ekki um hann hér inni. Hann er vís að drita allt út fyrir okkur. Ég hefi aldrei verið lyrir fugla. Þar með fór hún sína leið, gamla konan og ég varð þeirri stundu feginn. En dóttirin hélt áfram enn góða stund að strjúka mig og kjassa á ýmsar lundir. Síðan mælti hún heit um rómi: — Bíddu nú hérna, elsku yndis- legi fuglinn minn, meðan ég klæði mig, og svo skal ég ná í eitthvað gott lianda þér að borða. Hún nrannna var einmitt að tína maðk í fyrrakvöld, til að selja laxveiði- mönnum. Og síðan greip hún báðum liönd um í hálsmálið á náttkjólnum sín- um og byrjaði að draga hann upp yfir höfuð. Við þessa tilburði kom á mig því líkt fát, að ég vissi ekki hvað ég átti af mér að gera. Osjálfrátt varð mér þó að snúa mér undan og trítla út á gluggabríkina. Þaðan lyfti ég mér yfir á næstu trjágrein, settist þar og byrjaði að kvaka angurvært í lágri tóntegund. — Nei, hvað er þetta — ertu far- inn, elskulegur, heyrði ég hana kalla. Ég áræddi að líta við. Hún var aftufc' komin rit í gluggann og nú nokkurn veginn siðsamlega klædd. Hún var yndisleg. Hár hennar glóði í birtu morgunsólarinnar og augu Iiennar blikuðu eins og daggir á blómi. , — F.lsku, góði þröstur minn. Hvað varð af þér. Nú kom hún auga á mig, þar sem ég sat á greininni. Og nú hóf ég að syngja annan þátt lir Jónsméssunæturaríu ást- fangna þrastarins. Það var ósvikin tónlist, upprunaleg, ’heillandi og tær, þó að ég segi sjálfur frá. — Já, þarna situr hann, þetta hjartans yndi, hrópaði hún fagn- andi, — og hvað hann syngur dátt og dillandi. Kannski á hann nú hreiður þarna rétt á móti gluggan um mínum. Guð, hvað það væri gaman ef hann verpti nú þarna og ungaði lit. Við þessi orð varð mér eins og mér hefði verið réttur fautalegur löðrungur. Verpti — ekki nema það þó. Mér svelgdist á Jónsmessunæt- uraríunni og það lá við að ég missti fótanna og kiitveltist niður af grein inni. Hvílík vonbrigði, skönnn og háð ung. Ég hélt mig hafa unnið hug henn ar og hjarta. En hún hafði þá frá upphafi ímyndað sér að ég væri kyenfugl. Og ég — afglapinn — ég hafði snúið mér undan.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.