Dagur - 23.12.1964, Side 9

Dagur - 23.12.1964, Side 9
JÓLABLAÐDAGS 9 GUNNAR S. HAFDAL: / I minningu brautry&janda í dag — sem fyrrum — dvel ég hér í bænum. Dýrðleg útsýn Brekku frá að sænum minnir enn á gengnar stundir glaðar og gengna vini í skauti höfuðstaðar. Þeir hurfu fyrr en varði af sjónarsviði, sofa vært og hvílast nú í friði. Margar um þá minnirigarnar vakna, margs er góðs í fari þeirra að sakna. í dag er eins svo einkar gott að minnast, er auðnan leyfði mér að njóta og kynnast. Ég reyndi manninn gáfum að og gæðum, gróðri jarðar unni hann og fræðum. Til frama snemma fagur lág hans vegur. Fyrirmaður var ‘ann höfðinglegur, og hýggjuglöggur hreinn og snjall í máli hagsýnn beitti dug og viljans stáli. Bilið milli hinna lágu og háu hugðist jafna, undan sló í fáu, vinur dýra, vinur smælingjanna, vinur í raun og hjálpsamastur mannai Vildi starfa fyrir merin og málin, mestur var hann, þegar syrti í álinn. Þessum bæ hann vildi vel og skildi, að vopn í sokn er réttsýni og mildi. Hefði ’ann ráðið, hér unr sagan getur, þá hefi málum verið skipað betur, og gagnstór verkin verið fleiri unnin, valdir steinar lagðir fieiri í gninninn. Érýðisvel hann skinaði sæmdarSæti, og setti virðusvin á torg og stræti. Hann beitti ráðahæfni heild til þarfa í höfuðstað, er naut of skammt hans starfa. Á manndóms-aldri hollráðunr til hliðar honum viku ýnrsir ,,fyrirliðar“. í kvartöld meinað krafta var að njóta Kaupstaðnum til hags og sannra bóta. Engum reynist létt í vök að verjast, vanmetinn, við hleypidóma að berjast. Að njóta ei verðugs trausts á sóknarsviði, og samtíð verða því ei að fullu liði. Hann, sem hlynnti að högum snauðra manna, nreð heiðri og trúnni á ’ið rétta og sanna, sér til stuðnings kaus ei klíkuvöldin, en kom og fór með óflekkaðan skjöldinn. Brautryðjandi á blöðum sögu talinn burt er horfinn, fallinn hér í valinn. Til sæmdar honunr saga fellir dóma: Sígild virðing ber á nafn hans ljóma.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.