Dagur - 23.12.1964, Side 11

Dagur - 23.12.1964, Side 11
JÓLABLAÐ D AGS 11 förin. Móðir mín sagði mér margar sögur af svaðilförum þeirra. Eg set hér eina til gamans: Langafi minn hét Bjarni. Einu sinni var hann á heimleið úr kaup- stað. Það var að vorlagi. Þíðviðri var og mikil leysing í fjöllunum. Segir ekki af ferðum Bjarna fyrr en hann kom að á þeirri, er Purká er nefncl. Sú á kemur ofan úr fjöll- unum skammt fyrir sunnan Nausta vík, en svo hét bærinn, sem síðast fór í eyði í Víkunum. Geysilegur vöxtur var í ánni. Steyptist hún kol mórauð niður snarbrött gljúfrin, og var grjótflug í strengnum. Bjarni hafði bagga stóran á baki og annan í fyrir. Sýndist honum áin ófær með öllu, en frá vildi hann þó ekki hverfa. Verður honum það fyrir að taka af sér föggurnar og setja saman í eitt. Hann var í skinn stakk yst klæða. Klæddi hann sig úr stakknum og vafði honurn um far angurinn. Þar næst greip hann reipi, sem hann hafði meðferðis, batt öðrurn enda þess um farang- urinn, en hinurn um mitti sér. Síðan stingur Bjarni sér í flaum inn. Ekki skorti handfestu í botni árinnar, og náði Bjarni landi hin- um megin án þess, að hann hrekti nokkuð að mun. Móðir mín hafði komist að því hvert hugur minn stefndi. Henni var lítið um það gefið. Mun hafa viljað telja mér hughvarf með því að segja mér þessar og þvílíkar sög ur. En þó að undarlegt væri, þá höfðu sögurnar gagnstæð áhrif við það, sem móðir mín mun hafa ætl ast til. Fyrirhyggja mín var nú ekki á marga fiska, en }ró var mér það vel Ijóst að mér var nauðsynlegt að fá nrér einhvern í lið með mér. — Eg varð að fá mér dugnrikinn félaga. Einn gat ég ekki reist byggðir og bú þarna vestur frá. Eg átti nokkra skólafélaga. Þeir yoru allir á svipuðu reki og ég. Eg hafði sérstaklega augastað á einum þeirra. Hann var hið mesta karl- menni og íþróttamaður svo af bar. Eg var viss um það, að hann mundi bjóðast til að taka að sér erfiðustu leitarsvæðin í fjöllunum. Eg var hka viss um það að hann rnundi lyfta þyngri steini í vegg, en tveir aðrir. Eftir að skólagöngunni lauk skift umst við — þessir tveir piltar — á bréfum. í einu bréfinu mínu stakk ég upp á því, að við tækjum okkur til og reistum byggð í Náttfaravík- unr. Pilturinn svaraði mér því, að hann óttaðist að á þessum einangr aða og afskekkta stað mundu kot- ungsfjötrarnir verða okkur harla hvimleiðir. •Þannig fór það. — Eg fékk eng- an til fylgdar — engan, senr mér geðjaðist að. Draumurinn minn varð aldrei að veruleika. Það var draumur um fagra byggð í faðmi bylgjublárra fjalla. Gamall maður, gráhærður og lot- inn, hafði tekið sér ferð á hendur til æskustöðvanna. Hanir gekk nið ur að sjónum. Hann settist á berg- snös eina litla. — Hann þekkti hana vel. Hann hafði svo oft setið þar áður fyrr og horft vestur yfir fjörð inn. Reyndar var nú liðin hálf öld frá því að hann kom síðast á þenn an stað. En honum fannst, þegar hann var þarna kornin, að þessi ald arhelmingur verði allt í einu svo lítill svo agnar smár. Gamla mann- inum fannst alveg eins og hann hefði setið þarna fyrir aðeins ein- um sólarhring eða svo. Þegar gamli maðurinn hafði set- ið þarna um stund, kemur til hans maður og heilsar honum glaðlega. 'Þetta var ungur maður með vor í augum. „Hvað ert þú að gera hér gamli maður“? spyr pilturinn, og var undrunarhreimur í rómnum. „Eg er að hlusta" svaraði gamli maðurinn. — „Þei, þei,! það er ein hver að kalla yfir um fjörðinn. Það er einhver að kalla til ÞÍN ungi maður. Heyrir þú það ekki líka? , Það er, skal ég segja þér sama rödd in og hljómaði til MIN, þegar ég var á þínum aldri. Eg heyri vel orðaskil „Komdu“, er sagt. Komdti ungi maður, korndu í faðrn þessara bylgjubláu fjalla. Þú nýtur þín hvergi betur. Þú verður hvergi eins frjáls. Það er hollvottur íslands, sem kallar. Eg heyri það svo yel. Heyrir þú það ekki líka ungi maður“?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.