Dagur - 23.12.1964, Page 14

Dagur - 23.12.1964, Page 14
14 JÓLABLAÐ D AGS 7T-W75fTS?~p fullklædd vorum við áminnt að vera nú reglulega stillt þangað til kallað væri á okkur í matinn. Við áttum svo bágt með að sitja kyrrar. Við tókum það ráð að ganga um gólf og auðvitað þá að hafa aðra hendina í svuntuvasanum, og allt- af annað slagið að taka upp vasa- klútinn og skoða hann. Svo loks var kallað á fólkið í mat og allt var nú jafn gómsætt: rjúp- urnar, brúnnðu kartöflurnar og jólagrauturinn. Svo þurfti að þvo upp eftir mat- inn og allt tók þetta sinn tíma. En loks kom þó að því að við vorum öll lálin fara inn í svefnherbergi þeirra pabba og mömmu og pabbi var Jrar með okkur þegar okkur var svo sagt að gjöra svo vel og koma fram: var búið að slökkva á hengi- lampanum setja lítið borð á mitt gólf í baðstofunni og þar á stóð jóla tré með iogandi kertaljósum og stórum pokum. Dálitla stund stóð- um við hreyfingarlaus og horfðum á Jressa dýrð, svo var farið að ganga kringnm jólatréð og sungið var: Heims um ból og síðan Göngum við í kringum einiberjarunn. Þegar minnstu biirnin voru orðin lúin var sest niður og mamma fór að týna pokana af jólatrénu og þá held ég að forvitni og eftirtekt hafi verið að fullu vakin. f pokunum var sælgæti og smákökur og í hverj um poka, sem við börnin fengum var mynd undir gleri og var einn hlutur myndarinnar laus og átti að koma honum á réttan stað. Eg man að ég fékk karl sem átti að setja gleraugn á og var Jretta mesta vanda verk að mínum dómi. Kvöldið leið með þeirri rólegu og friðsælu gleði sem aðeins til- heyrir þessu eina kvöldi ársins. 'Ekki mátti leika neina hávaða- sama leiki, ekki spila á spil, okkur var sögð saga jólabarnsins og í til- efni hvers jólin væru haldin. Svo þegar búið var að drekka og við vorum háttaðar ofan í hvít og fín rúm í nýjum náttkjólum, lásum við bænirnar okkar upphátt og þökkuðum guði fyrir að gefa okk- ur jólin. Svo var svo dásamlegt að vita að í nótt átti að loga á stóra lampanum, það var svo gaman að vakna við ljós að nóttunni. Þegar byrti á jóladagsmorguninn vaknaði ég við að mamma kom og bauð okk ur gleðileg jól og færði okkur súkkulaði og kökur í rúmið. Svo áttum við að liggja róleg í rúmun- um þangað til mamma væri búin að rnjólka kýrnar. Amma passaði litla bróður. Þegar við vorum fullklædd fór- um við út á hlað og það hafði kom ið hláka um nóttina og rignt mik ið Jrá sá ég pabba og Halldór frænda standa uppi á fjósþaki og vera að rista torf of annari hlið þaksins og settu tjörupappa undir og svo torfið ofaná. Þakið hafði far ið að leka í rigningunni um nótt- ina. Ég vorkenndi piltunum alveg hræðilega að þurfa að vera að Jressu á jóladaginn og þurfa að vera í hversdagsfötunum. Eg gat ekki skil ið að vel skyldi liggja á þeim við þetta verk. Þetta mun nú ekki vera sérstök eða merkileg bernskuminning og ekki öðruvísi en margra annarra sem fæddir eru á þriðja tug þessarar afd ar, ekki 40 ára gömul minning. Ég tilheyri Jreim flokki fólks sem fæddur er og uppalinn í einum af þessum svokölluðu afdölum þessa lands. Hann hefur það bara fram yfir marga slíka að hann er ekki farinn í eyði, en það er nvt senni- lega eingöngu vegna þess að for- eldrar mínir búa Jrar ennþá, eru búin að búa þar á milli 40—50 ár. Nú bruna þar um hlað bílar með fólk sem fer sér til gagns og gam- ans að skoða vissa hluta af öræfum íslands, og það yngra fólk sem þar býr nú á nýbýli, fer á eigin bíl í kaupstað fyrir jólin. Slíkt var ekki gert í minni barnæsku, þá var keypt á haustin Jrað sem nægja skyldi til vors. F.n Jrá var fátækt fólk bæði sparsamt og nægjusamt. F.g og Jressi systkini mín sem fædd vorum þegar Jretta gerðist, erum öll gift og eigum börn á ýmsum aldri og okkar fjölskyldur láta sig ekki vanta neitt til neins. Eru Jressi nú- tímabörn eins ánægð og hamingju söm eins og við vorurn í allri fátækt inni ,sem að dórni nútímafólks væri alveg ægileg. Það fer ekki æfin lega saman auðdegð og hamingja. Skrifað á jólum 1963 fyrir mín eigin börn. Guðrún Aðalsteinsdóttir. Klausturseli.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.