Dagur - 23.12.1964, Qupperneq 16

Dagur - 23.12.1964, Qupperneq 16
16 iT N JÓLABLAÐ DAGS GUÐMUNDUR FRIMANN: Buráarl ariaunm Ii ans rpi 1 omma ÞAÐ VAKTI ekki svo litla furðu með hvaða hætti Tommi lrá Rugludal náði sér í konu. Ekki svo að skilja, að hann væri ekki alls góðs maklegur eins og hver annar, líká þe'ss að eignast konu. Tommi var bezti piltur, og stór var hann og kraftalega vaxinn. En lýtalaus var hann ekki; hann var eineygður. Trefjar af vinstra auganu höfðu orðið eftir á hnúum Kúgils-Láfa, annálaðs pörupilts og áflogaseppa. Vitaskuld höfðu þeir slegizt út af stelpu. Tomma varð dýrt spaug slagurinn sá. Ef hann hefði haft fulla sjón og ekki þetta óhreyfanlega gler í annarri augna- tóftinni, var ekkert líklegra en liann væri giftur fyrir löngu og sennilega orðinn margra barna fað ir. Hann hafði alla burðina til þess, og vafalaust skorti hann ekki viljann. En eineygður! Hvernig i dauðanum gat nokk- ur stúlka tekið honum, meðan al- sjáandi piltar voru á hverju strái? Tommi var bílstjóri hjá Norð- urleiðum, en ekki búinn að fara nema nokkrar ferðir, þegar konu- efnið varð á vegi hans. Og hann þekkti naumast leiðina, kom jafn- vel fyrir, að hann álpaðist inn á heimreið einhvers sveitabæjarins, ef hún var þá ekki öll í svaði. Qg enn sem komið var, þekkti hann varla nokkra hræðu, sem á vegi hans varð, ekki karla né kerlingar, ekki blíðmálgar og síkvabbandi heimasætur. En öll sólarmerki bentu til þess, að hann mundi fljótt kynnast og kynnast vel; Tommi var þannig. Þetta var síðvors, og manni gat ekki dottið annað í hug en árnar hefði fengið sig fullsaddar af að óskapast í giljum og gljúfrum; en það var nú eitthvað annað. Að vísu hafði verið úrkomulaust um skeið og svo virzt sem snjólaust væri orð- ið tii heiða, engir jöklar til að næra nokkra sprænu, svo yfirbragðsljós- ar voru þær orðnar. En viti menn. Aðfaranótt þessa minnisstæða dags, happadags Rugludals-Tomma, tók að rigna með þeim ókjörum, að allar lækjasitrur á heíði og í dal, hvað þá straumvötn, sem máttu sín nokkurs, idtu fram í íoráttuvexti, komust ekki nándarnærri fyrir í farvegum sínum, en ullu og sullu út um alla bakka. Og vaðallinn var óskaplegur. Hann hlaut að vita á eitthvað, svo hressilegUr gróðrar- skúr. Raunar var hann óþarfur öll- um gróðri héðan af. Túriin voru orðin græn fyrir löngu, jatnvel eng in og mýrarhagárnir virtust hafa komið græn undan vetrargaddin- um. Þrátt fyrir úrhellið, var hlýtt í

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.