Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 19

Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ DAGS 19 an bílsins væri ein hlustunarfjöl- skylda, að undanskildum þeim tveim í fremsta sætinu, — fjöl- skylda, sem ætti aðeins eitt áhuga- mál, eina sjón, eina heyrn. Var jrað ekki einnig forboði þess, er síðar kom fram? Trúlega. Um síðir tók heiðin enda. Að réttu lagi hefði allt átt að færast í rétt og eðlilegt horf í bílnum. Og hvers végna? Vegna jress, að nú færi Finna ekki lengra. Þarna er bærinn, þarna á ég nú heima, sagði hún og benti til vinstri handar, en hvítur og mýkt- arlegur handleggur hennar blind- aði um sinn þetta eina auga hans Tomma, svo nærri, svo háska- lega nærri var hann. Þessi? Nei, góði maður, bærinn, sem er fjær, handan við ána. Nú hann. . . . það er. . . . það er úr leið. Eins og eg geti gert að því, sagði Finna. En veðrið? sagði Tommi. Allt í lagi með veðrið; hvað er svo sem að veðrinu? Það er ekki hundi út sigandi. En mér? hló Finna. Ekki þér heldur. Jæja, nú erum við komin; þetta er heimreiðin, hleyptu mér nú út. Bíllinn nam andartak staðar á vegamótunum og Tommi kross- lagði arrnana fram á stýrið, eins og hann væri að hugsa ráð sitt og hugs aði fast. Þá tengdi hann að nýja og sveigði bílinn inn á heimreiðina. Drottinn minn, hvað ertu að fara, drengur? sagði Finna. Eg skil þig ekki eftir í þessu svaði, eg ek þér fyrir það fyrsta að ánni. En vitleysan; það er ekkert að veðrinu. Víst er að veðrinu. Ffvað segir fólkið? Fólkið? Það segir ekkert; þetta a: *; Q (er svo sem en§inn krókur. Og fólkið sagði ekkert fyrst í stað. En — það var dálítið gaman að sjá framan í þessa Norðurleiða- fjölskyldu. ílafi hún ekki verið fullkomlega samhuga fram að þéssu, varð% hún það á þeirri stundu, er Tommi jók hraðann þvert úr leið, eftir heimreiðinni að Djúpá. Og furðidegt var það. Það var engu líkara en að hann hefði margoft ekið þessa vegleysu - og mundi héðan í frá aka hana á hverj um degi; svo heimfús virtist bíll- inn vera'; og gusugangurinn lengst út í móa. Svo sannarlega var þessi ökuferð fyrirboði stórtíðinda. En konan með refinn? Hafði hún ekki áttað sig á, hvað var að gerast? Ojú; á rniðri leið rauf hún skyndilega samstöðu Norðurleiða- fjölskyldunnar og heyrðist nöldra gremjulega: Þetta er ekki hægt; hvað meinar maðurinn? Nú gat eg ekki orða bundizt: O, hann meinar bara jrað, að stelpan sé of falleg og í of þunn- um sokkum og á of góðum skóm, til að hægt sé að skilja hana eftir í þessurn vaðli, sagði eg án þess að líta við; það væri synd, kona góð. Ekki veit eg, hvað kom mér til að bera þannig blak af Tomma. Eg kæri hann, þegar eg kem suð ur, sagði konan. Enginn svaraði. Við ána, sem ég ltefi fyrir satt, að sé mesta meinleysisspræna, ef engin æsirigning verður til að umturna henni, nam bíllinn staðar. Tomma virtist vera drumbs um að opna hurðina. En Einna stóð upp og kastaði glaðlegri kveðju aftur í bíl- inn, sem við strákarnir tókum und ir einum munni: Bless-bless. Og mér fyrir mitt leyti fannst hún hafa fríkkað að mun þessa stund, sem hún sat við hliðina á Tomma; og þurfti hún þess þó ekki með; hún var alveg nægilega falleg. Þetta er ekki hægt, nöldraði kon an með refinn öðru sinni; eg kæri hann fyrir Birgi, þegar eg kem suð- ur. Gerir ekkert, sagði Tomrni, sem heyrði vel þótt hann væri eineygð- ur. Kannski fer eg að hætta þessu hvort sem er. Það er ekki fyrir hvíta menn að'stjana við einhverj7 ar nöldurskjóður eins og. . . . eins og . . . Jæja, Finna, láttu mig hjálpa þér út. ... Ef.eg mætti flytja þig; suður og norður heiði alla ævina^ væri öðru máli að gegna. Það veit heilpg hamingjan, að þig vil eg ílytjaj en ekki þessar. . . . Komdu. Þetta sagði Tommi og bjóst til að taka Finnu í fangið, þegar hún stykki út. Sem og varð. Og hann ætlaði aldrei að sleppa henni. Ó,, hvað eg held, að við strákarnir höf, um allir skilið hann vel, hann Rugludals-Tomma. , Þau voru í þann veginn að kveðj ast eins og bílstjóri á langleiðum og farþegi hans, þegar Finna hróp-i aði upp yfir sig: Brúin! á Hvaða herrans brú? sagði, Tommi. Brúin á ánni; hún er farin. Ja liver fjandinn, sagði TommL Áin hefur tekið hana. Nú er það dökkt í álinn, sagði Tommi og klóraði sér bak við eyrtl að, og hann rýndi niður í straurn- kastið með auganu sínu eina. Hvað> gerirðu riú? Hvað gerum við nú?,, Ég veð ána. ,-.;t Ertu kolsjóðandi brjáluð, stúlka? • Áin er ófær, vitaófær. . . . búin að rífa með sér brúna; heldurðu. . . . heldurðu Jrá að Jrér sé stætt í henni? Kannski ekki. Áreiðanlega ekki. Kannski pabbi sjái til mín og komi, sagði Finna. Hann pabbi þinn.... sjái til þín? Sá gerir slag í Jrví. Ekki sér hann í gegnum holt og hæðir; er ekki bærinn Jrarna bak við hólinn?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.