Dagur - 23.12.1964, Page 21

Dagur - 23.12.1964, Page 21
JÓLABLAÐ DAGS 21 Sföasta förukonan Þið hefðuð átt að sjá framan í dr.enginn. Eitt einasta sólskinsbros, sigurbros. Ég efast um að ég hafi nokkru sinni séð jafnhamingjusam- an Norðurleiðabílstjóra. Það var með ólíkindum, hve dátt hann lék við hvern sinn fingur, hundvotur upp í klof og átti eftir að aka svo klukkustundum skipti. Eitthvað hlaut að hafa gerzt þarna bak við hólinn, eitthvað stórkostlegt, eitt- livað yndislegt. Hvað færðu í burðarlaun, Torami? spurði ég af rælni og án þess, að mér kæmi það vitund við. Burðarlaun? sagði Tommi og hagræddi sér makráður og ham- ingjusamur í sætinu. Burðarlaun spyrðu. Þau geta nú verið með ýmsu móti, skal ég segja þér, ef þér kæmi betur að vita það. Ójú, ekki gat ég neitað því. Ég skal segja þér eins og er, að ég er búinn að fá þau greidd að nokkru leyti. Greiðir pabbinn, eftirstöðvarnar? spurði ég. Það vil ég ekki scgja. En bæri honum að borga og stæði hann ekki í skilum, gerði það ekki hætis- hót; ég hef tryggingu í Finnu. Það er og, sagði ég. Já, það er og, sagði Tommi. Og með það ræsti hann bílinn. Eftir margar tilraunir og miklar sviftingar tókst honum að snúa honum við í svaðinu. Það var eins og bíllinn væri sama sinnis og bíl- stjórinn, ætti bágt með að hafa sig í að snúa við. En burt var haldið frá ánni og Finnu. Það virtist liggja í augum uppi, að þarna hafði konuefnið hans Rugludals-Tomma verið á ferð. Segi menn svo, að það breyti nokkru verulegu til né frá, hvort piltar eru eineygðir eða ekki, þegár þeir eru á höttum eftir kvonfangi. Ég hefði sagt, að það breytti fjandi litlu. ÞEGAR haustar að og vetur karl nálgast kemur árviss gestur í byggð- ir Svarfdæla. Það er kona ein aldur- hnigin og eigi stórvaxin. Það er síðasta förukonan, Kristín Jónsdótt- ir, af sumum kölluð Stutta-Stína. Hún kemur úr sinni sumarlöngu reisu um innsveitir Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu vestanverða. Hún kemur fyrirvaralaust með pokana sína og töskur. Og þeir eru gletti- lega nrargir jrokarnir Jiennar. Það veit sá er fengið hefur að selflytja Kristínu og farangurinn milli bæja. En þess er líka að gæta, að í þeirn er geymd öll búslóð gömlu konunn- ar, rúmföt, klæðnaður, bækur, vekj- araklukka, næturgagn og fjöldinn allur af bögglum sem ætlaðir eru til gjafa á liinum ýmsu bæjum sem ferðaáætlun liennar nær til. Þegar Kristín liefur hreiðrað um sig á þeirn stað, sem henni er ætlað- ur meðan hún stendur við, livort sem það er aðeins um nætursakir eða nokkrar vikur, þá líður sjaldan langur tími áður en luin gerir Jroð eftir Iieimilisfólki einu af öðru, húsbónda fyrst, þá húsfreyju og síð- an börnunum. Þá er kominn tími til að aflienda fyrstu gjafir, Jrví gamla konan kann því betur að geta greitt fyrir sig í einltverri mynt og lielzt fyrirfram. Húsbóndinn fær gjarnan ullarleista eða vettlinga, lnisfreyjan kaffi, sykur eða Jrúðings- pakka og lúessuð börnin kex og kandís. Sjálf ljómar Kristín af gleði gefandans og fínnur að nú á liún inni fyrir heitum kaffisojra. Þetta er svipmynd úr árbók konu sem nú orðið á sér ekki marga líka, þótt áður fyrr væru slíkar á hverju strái. Þessi sena, sem ltefur endurtekið sig ár eftir ár og áratug eftir áratug á fjölmörgum Jræjum í þeim sveit- um, sem Kristín liefur íarið um á sinni löngu og ströngu ævi. Nú er þrek liennar tekið að dvína, limir að stirðna og lieyrnin að dofna. En minnið er í góðu lagi og ennþá lief- ur hún yndi af léttu skapi og tví- ræðum svörum og enn á lrún sér kjark til að halda áfram göngu sinni ein síns liðs og vill ekki heyra minnzt á ellilieimili.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.