Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 25

Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ DAGS i 25 séð tvo hesta á fjallinu austan Jökulsár, stutt frá Stórahvammi. Þóttust menn nú vissir um, að þarna væru strokuhestarnir frá Mosfelli. En þessari frétt trúði ég tæplega, þar sem ég var, ásamt fé- lögum mínum, búinn að leita allt fjallasvæðið vestur að Jökli, suður austan Laugafells. Stakk ég upp á því að sendur yrði maður til Akur- eyrar til þess að síma suður og vita hvers gangnamenn að sunnan hefðu orðið áskynja, því þeirra leið liggur upp að Arnarfelli og eru göngur um sama leyti norðan fjalla og sunnan. En ekki varð neinum skynsamlegum rökum við komið. Árni Hólm trúði gangna- mönnum Skagfirðinga og bað mig að bregða fljótt við og fara og leita hestanna. Hann hafði þá þegar fengið tvo menn mér til fylgdar og skyldi lagt af stað næsta dag. Þeir, sem með mér fóru voru: Ásbjörn Árnason bóndi í Torfum og Sigurðúr Stefánsson í Stóradal, báðir harðduglegir ferðamenn. Við lögðum af stað og höfðum allir tvo til reiðar og vorum vel búnir að nesti. Ferðin gekk vel suður. Við gátum leitað nokkuð eftir Langa- hlíðarbrúnunum. Og sama dag Fossárdal og Hörknárdalsdrög. En næsta dag tók veður að versna, kominn snjór en kyrrt veður. Við tókum daginn snemma, leituðum fram Potta og upp með Hnjúka- kvísl, alla leið að Laugafelli. Þá var komin mjög dimm logndrífa, svo maður sá ekki nema nokkra faðma frá sér. Rjúpurnar voru þarna í stórhóp- unr. Ég man að Sigurður sagði: Nú hefði þurft að vera komin byssa. Hann var góð skytta og stundaði mikið rjúpnaveiðar. En nú var úr vöndu að ráða. Ef hann færi að hvessa, yrði blindbyl- ur. Ég átti eftir að leita syðra Geld- ingsárdragið. Spurði ég félaga mína hvort þeir vildu fara með mér beina leið frá Laugafellinu í botninn á Geldingsárdraginu. Sig- urður kvað já við því, en Ásbjörn sagðist ekki vita hvað ég væri góð- ur að rata og myndi ég bezt vita jrað sjálfur. Eg tók nú upp kompásinn og miðaði leiðina, stigum við síðan á bak og héldum af stað. Veðrið var hið sama, blæjalogn og mikil hríð. Við fórum í halarófu og höfðum dálítið bil á milli okkar. Sá, sem síðastur fór, átti að gera aðvart ef beygt væri af leið. Þegar við vorum að fara yíir Lambalækjardiagið stanza ég. Fórum við allir af baki. Tók ég nú upp kompásinn góða og hélt á honum í lófa mínum, Vísaði hann nú allt aðra stefnu en ég vildi vera láta. Þótti mér þetta óskiljan- legt fyrirbæri. En af því ég var þarna kunnugur, mundi ég eftir litlum hól, sem átti að vera þarna í draginu. Bað ég félaga mína að bíða. Þurftu þeir ekki lengi að bíða því fljótt sá ég hólinn. Þegar ég kom til félaga minna tók ég átta- vitann í lófa minn, og vísaði hánn þá rétt. Ástæðan til skekkju hans áður var sú, að Ásbjörn stóð fram- an við mig og hafði í vasa sínum hníf með segulmögnuðu blaði. Þetta prófuðum við á staðnum og saunfærðumst um, að hnííurinn átti sökina. Af þessu varð ofurlítil töf og nú var farið að gola. Eftir klukkutíma komum við í botninn á Geldings- árdraginu. Var þá lítið eitt bjart- ara suður að sjá. Þetta var síðasta leitarsvæðið og leitin bar ekki ár- angur. Við hröðuðum okkur svo sem við gátum því nú var hann að skella á með blindbyl. Náðum við í skímu út í Stórahvamm, en þar var leitarkofi með þaki yfir. Við sprettum af hestunum og heftum þá í ágætum haga, stutt frá kofan- um. Kofinn var snjólaus og rúmaði þrjá menn. Fengum við okkur nú matarbita, en engin voru hitunar- tækin. Við skeggræddhm hvernig morgundagurinn yrði. Ásbjörn spurði lrvað ég myndi gera í fyrra- málið, ef það yrði stórhríð. Ég kvaðst mundu halda heimleiðis ef enginn óhugur væri í þeim. Sig- urður sagði að sig langaði ekki að vera hér marga daga án þess að geta hitað sér kaffi. Eftir fjörugt spjall í kofanum bað ég Sigurð að líta eftir hestunum. Var hann góða stund í burtu. Þegar hann kom, sagði hann, að hestar Ásbjarnar, tveir gráir stólpagripir, væru farn- ir. Sagðist hann háfa rakið slóðir þeirra suður og upp úr hvammin- um. Báðir voru hestarnir í hafti. Við Ásbjörn brugðum skjótt við, tókum tvo hesta, en Sigurður átti að gæta hinna hestanna, sem urðu órólegir. Það var öskubylur þegar við Ásbjörn lögðum af stað. Rökt- um við slóðirnar gangandi, upp á brúnina, en jjar hurfu þær. Þá var farið á bak og riðið greitt. Þegar austur undir Hörknárdalsdrög kom, kom einhver óhugur f Ás- björn. Hann stanzaði á melhæð og kallaði á mig. Spurði hann mig hvort ég rataði til baka. Ég kom til hans. Segir hann mér jrá, að harin hafi séð stóran stein, er ögn hafi rofað til, og hafi sér sýnzt eitthvað kvikt við’steininn. En jafnskjótt hafi skollið sainan á ný og ekki ver- ið meira að sjá. Riðum við nú eftir ábendingu Ásbjarnar. Já, þarna stóðu hestarn- ir. Við urðum heldur glaðir. Þegar við komum í hvamminn til Sigurð- ar, gekk hann þar f'ram og aftur hjá hestunum. Nú heftum við liest- ana og töldum, að óhætt væri að fara lieim í kofann. Hrossin sýnd- ust mjög róleg og ólíklegt að þau legðu í að strjúka frá okkur öðru sinni. En eftir klukkutíma lögðu sömu hestarnir aftur af stað. Þá stakk Ásbjörn upp á ]wí að hefta hestana á aftnrfótunum og tók ég vel í Jrað. Þetta var gert og biðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.