Dagur - 23.12.1964, Side 30

Dagur - 23.12.1964, Side 30
30 JÓLABLAÐ DAGS Jóhann Sigvaldason. sennilega orðið föður mínum til lífs, því hann gat smeygt sér í næstá bás og þaðan fram að dyrum, en hafði þó hug á að reyna meira við Dreyra, en Magnús og bílstjórinn munu hafa komið í veg fyrir það. Hlupu þeir nú allir út en boli sendi þeim kveðju sína, ófagra og færð- ist í aukana, en lét þó útihurðina í friði. Jóhann bílstjóri fór með pabba í bíl sínum til Akureyrar þar sem hann lagðist á sjúkrahús, mjög mar inn, með mikið sár á læri og rif- brotinn. Eins og fyrr segir magnaðist nú ofsinn í nautinu að miklum mun og heyrðust öskrin í ]jví t.d. út fyrir Stórholt sem er um 400 metra norð an við Skriðuland, og bílstjórar sem óku um veginn fyrir neðan heyrðu óhljóðin. I þann mun sem bíllinn rann af stað með pabba, kom Hermann á Kambhóli. Ákvað hann að ná sam an stjórn nautgriparækarfélagsins. Fékk hann sér bíl fram í Dunhaga þar sem formaður félagsins, Jón Jónsson bjó. Fóru þeir síðan í Möðruvelli því Davíð Eggertsson bóndi þar var einnig í stjórn félags ins. En þriðji stjórnarmaður var fyrrnefndur Hermann. Ók nú stjórnin að Skriðulandi, og hafði þá ekkert sljákkað í tarfinum. Og ekki minkuðu lætin, þó yfirboðar ar hans kæmu allir á staðinn. Naut- ið steig ógurlegan stríðsdans, með feiknlegum öskrum sem trylltum nautum mun einum vera gefin. Sagt er að margar hugmyndir hafi fæðst hjá hinum og þessum þennan dag þess efnis, hvernig yfir vinna mætti slíka skepnu. Ein var sú, að búa til fallgryl ju framan við fjósdyrnar og opna síðan og láta nautið dúndra niður í. Önnur var sú að setja troll við dyrnar og flækja nautið í því. Einhver sagði að það ætti bara að setja nýjan hring í bola, og var tillögumaður beðinn um að framkvæma verkið en ekki leizt honum á það þegar til kastana kom. „Og livað skyldi Páll segja“ er haft eftir einum bónda úr sveitinni, (Páll heitinn Zóphónías- son var þá nautgriparæktarráðu- nautur) „ef boli verður drepinn". En hvað sem þessu líður kom mönnum saman um Jaað að eina lausnin væri að lóga nautinu. Eftir nokkrar bollaleggingar, var niður- staðan sú að rjúfa gat á þekjuna, rétt fyrir ofan fjósvegginn, og freysta þess að boli leitaði Jrar út- göngu, og skjóta hann þar. Þó und arlegt sé rótaði nautið aldrei við fjóshurðinni, en í gegnum hana hefði verið greiður gangur út. Held ur hamaðist |jað á veggjunum og tætti þá niður. — Var nú tekið til við að gera gatið, og hafði Her- mann byssuna nærtæka. Það fór eins og menn grunaði. Boli rudd- ist að gatinu og stakk hausnum þar út. En um leið var brugðið snöru um háls honum Voru komnir þai'na milli 10 og 20 menn á stað- inn og skiptu Jjeir nú liði og héldu í sinn hvorn enda á móti nautinu. Rykkti nautið heldur óþyrmilega í spottann og náði nú að komast með framfæturnar upp á fjósvegginn Jjví hann var lágur. Var boli ógurleg- ur ásýndum, útataður af mold, og blautur af svita sem af sundi dreg inn. Stóð gufumökkurinn upp af honum, froðan vall um kjaft hans og augun voru eins og blóðkúlur. Gátu sjónarvottar vart hugsað sér ferlegra húsdýr. Neyttu menn nú allra krafta við að halda nautinu í gatinu svo liægt væri að komast í skotfæri við það. Nötraði fjósið af átökunum, en þá kvað við skot úr byssu Hermanns á Kambhóli og hin mikla skepna féll inn í fjósið með Jjungum dynk. Öllum létti, því ekki rnáti miklu muna, að naut ið slyppi út um gatið. En þannig endar þessi saga, sem mörgum er minnisstæð. Mun klukkan þá hafa verið á sjötta tímanum, og nautið búið að vera laust í fjósinu um sjö klukkustundir. Af föður mínum er Jjað að segja að hann lá um tíma á sjúkrahúsinu en var óvinnufær nær allt sumarið og óvíst hvort hann hefir nokkurn tíma náð sér að fullu eftir þetta slys. Heimilisfólkið sem flutti sig á næsta bæ, kom heim um kvöldið. Ná nærri geta að ekki hefir því lið ið vel þann daginn, að bíða þar í óvissu og kvíða. Þóroddur Jóhannsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.