Dagur - 23.12.1964, Side 31

Dagur - 23.12.1964, Side 31
 / jólablað dags í*AR var ylmur úr grasi. Sóleyjarn- ar og fíflarnir í hlaðbrekkunni voru bernskuvinir mínir. Við þessa vini mína var gott að lijala. Það bar aldrei neitt á milli mín og þeirra. Suður úr Iilaðinu lágu tvær göt- ur, önnur í hásuður, hin í suðvest- ur. Aldrei greri neitt gras í þeim götum. Túnið á milli þeirra var nefnt Tunga. Syðst á Tun gunni voru tvö tóftarbrot, og það þriðja rétt vestan við hana. Þau voru öll gróin. Þarna byggði ég minn ævin- týraheim. Rétt vestan við norðtir- túnið var tjörn. Þar voru skip og bátar á siglingu. Það voru seglskip. Island átti þá engin gufuskip. Á þessari tjörn sigldu mín bernsku skip. Þau hafa ef til vill strandað eða sokkið, sum þeirra. En ekki man ég eftir neinu skipbroti. Túnið heima var ekki mjög stórt. Þar voru hólar, sumir nokkuð stór- ir um sig, og svo lautir og bollar. Fast norðan við bæinn var Ullar- hóllinn og djúp laut milli hans og Húsahólsins. Ullarhóllinn var brattur að norðanverðu, þar sem lautin var. Ég klifraði þar oft upp á koll hans eða skreið, og varð mér aldrei hált á því. Hann virtist um- bera ærsl mín með stillingu og mikln jafnaðargeði. Þarna, á þess- um slóðum, sleit ég mínum fyrstu barnsskóm og meira en það. Minn andlegi sjónhringur var þá hvorki mikill né víður, en hann var undra fagur, litir allir hreinir og skærir. Þarna hafa spor mín léttust verið, á þessu túni. Þau þyngstu er ég fór neima yfir vallargarðinn og sjónhringur minn stækkaði, því hann stækkaði á kostnað fegurðarinnar og lirein- lcikans. Hér, á þessu túni, eins og fjöl- mörgum öðruin, eru spor margra kynsliiða, mörg létt eins og vor- blærinn, önnur þung eins og brim- aldan. Enginn maður getur rakið þessi spor. Það varðar lieldur eng- an um þau. Saga þessa fólks, sem á þessi ósýnilegu spor var aldrei skráð og verður aldrei skráð, ekki herna megin við móðuna miklu. Þetta fólk átti ekki völ á mörgu. En það hefur ef til vill séð drauma- landið í hillingum, fegurra land cn landið okkar er nú. Það getur verið að það hafi ekki elskað landið sitt, Hólakirkjci LÍKLEGT er talið, að kirkja liafi staðið á Hólum rnjög lengi, og að það hafi verið nánir afkomendur Þorsteins, bróður Víga-Glúms, er fyrstu kirkjuna byggðu. En afkorn- endur Helga magra bjuggu þar fram um 1400, að því er séra Benjamín Kristjánsson á Lauga- landi hefur ritað. Kirkja sú, sem þar stendur nú og mynd er af á fremstu síðu, er frá 1853. Yfirsmið- ur var Ólafur Briern timburmeist- *>1 ol nema aðeins þennan litla blett, túnið heima. Á þetta tún hafa að sjálfsögðu fallið margir svitadropar af hinum stritandi mönnum, þó ávextirnir sjáist nú lítt eða ekki af þeim svitadropum. Þó hefur starf þeirra og strit alls ekki verið einskis nýtt. Þeir héldu í horfinu, og þeim mið- aði nokkuð fram á leið þó blési oft á móti. Þeir voru góðir þegnar ætt- jarðar sinnar og gerðu hreint fyrir sínum dyrum. Þrátt fyrir rnörg von- brigði reis hið fagra draumaland úr sæ fyrir hugarsjónttm þeirra. Hinar horfnu kynslóðir skópu sér dýrlegan ævintýra- og drauma- heim. Það sem þær gátu ekki öðlast í heimi raunvertdeikans, náðu þær í heimi ævintýra og drauma. En sá sem elskar sitt föðurtún, túnið heima, elskar þáð af hjartans grunni, hann mun að lokum lljúga á vængjum morgunroðans, yfir landamærin miklu, inir í land hinna unaðslegú ævintýra, þar sem blómin anga alla daga og enginn dauði er til. Sigurður Sveinbjörnsson. ari á Grund, og kostaði hún 1063 ríkisdali. Orgel var keypt 1880, og byggt var kirkjuloft fyrir hljóðfæri og söngfólk tveirn árum síðar. Dan- íei Tryggvi Daníelsson frá Skiílds- stöðum var fyrsti kirkjuorganist- inn. — Fyrsti prestur hinnar nýju kirkju var séra Jón Thorlacius. Þegar Hólakirkja varð 100 ára var þess veglega minnzt þar í sókn- inni og sóknarbörnin bera til henn- ar hlýjan hug.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.