Dagur - 09.12.1989, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 9. desember 1989
Góðan daginn, ágætu lesendur.
Fyrst vildu allir fá varaflugvöll
og nú vilja allir álver. Þetta er
dæmigert fyrir múgsefjunina á
íslandi. Ef einn byrjar að klóra
sér þá logar allt í ofsakláða inn-
an tíðar. Þannig var það með
loðdýrabúskapinn og fiskeldið.
Múgsefjun og stjórnleysi. Akur-
eyringar vilja nú ekkert annað
en álver í jólagjöf og væla máli
sínu til stuðnings um eitthvert
munnlegt gaspur fyrir áratug. A
þeim tíma vildu Akureyringar
samt ekki fá álver í Eyjafjörð-
inn, sérstaklega ekki svokallaðir
vinstri menn. Þeir hafa nú smit-
ast af múgsefjuninni.
Atvinnuástandið er ekkert
allt of gott á Akureyri og því
grípa menn til örþrifaráða. Ein-
hverjum framámanninum datt
skyndilega í hug að heimta álver
og þá var eins og lýðurinn yröi
gjörsamlega trylltur. Álverskór-
inn hefur ekki þagnað síðan og
það er engu líkara en að bæjar-
yfirvöld þckki ekkert annað ráð
til að efla atvinnulífið á Akur-
eyri en fá erlenda auðhringa til
að reisa reykspúandi stóriðju í
Eyjafirði. Þetta kalla ég
uppgjöf.
Afstaða stjórnvalda er þó
skýr í þessu máli, þótt Akurcyr-
ingar vilji ekki viðurkenna það.
Álviðræðurnar hafa ætíð miðast
við frekari uppbyggingu í
Straumsvík, annað hvort með
stækkun álversins sem þar er
fyrir eða byggingu nýs. Hag-
kvæmniathuganir taka mið af
Straumsvík, viðræður við erlend
álfyrirtæki taka mið af Straums-
vík og í rauninni er Straumsvík
eini kosturinn.
Ég vil skora á Akureyringa að
láta af þessunt draumórum um
álver og líta raunsæjum augum
á málið. Það verður ekki reist
álver í Eyjafirði næstu tvo ára-
tugina og sennilcga aldrei -
sanniði til. Það er tilgangslaust
að eyða meiri tíma í þetta mark-
lausa hjal og ég vona aö álvcrs-
draugarnir verði horfnir fyrir
jólin.
Konan mín hefur löngunt ver-
ið áhugamanneskja um nýsköp-
un í atvinnulífinu og mér finnst
sjálfsagt að koma skoðunum
hennar á framfæri. Líkt og fleiri
konur af hcnnar sauðahúsi er
hún afar veik fyrir lífefnaiönaði
og öllu sem kallast ensím eða
hvatar. Framtíðarmöguleikar
Akureyrar liggja í þessum iön-
aði en ekki stóriðju, segir hún.
Smáiðnaður af ýmsu tagi er
hennar hjartans mál, ekki síst
litlar saumastofur, hönnunar-
stofur, hugvitsfyrirtæki og
nytjalistastofur. Hún vill efla
atvinnuþátttöku kvenna og hún
telur að mjúku málin verði
haldbetri þcgar upp er staðið.
Nóg um það.
Eg hef líka ýmsar hugmyndir
til bjargar atvinnulífinu á Akur-
eyri. Vegna tímaskorts hef ég
ekki sent þær í hugmyndasam-
Hallfreður
Örgumleiðason:
matarkrókur l
Hallfreður setur fram athyglisverða hugmynd um smíði dvergkafbáta til að leyfa ferðamönnuin að skoða dýralífið
í Pollinum.
keppni atvinnumálanefndar en
ég skal koma nokkrum þeirra á
framfæri hér án frekari skuld-
bindinga. Ansi yrði samt gaman
að fá fálkaorðu. Nú skiptir ekki
máli, hvimleitt vesen, gúlp!
Lítum t.d. á ferðaþjónust-
una. Ótæmandi möguleikar. Ég
gæti hugsað mér lítið fyrirtæki
sem framlciddi dvergkafbáta.
Þessa báta væri hægt að nota til
að selja túristum neðansjávar-
fcrðir og að sjálfsögðu yrði að
hanna þá með stórum gluggum.
Hugsið ykkur bara ævintýraferð
um undirdjúp Eyjafjarðar þar
sem allt iðar af lífi og framandi
hlutum. Stórgróði.
Annað dæmi sem bæjarfélag-
ið mætti skoða er stofnun alvöru
næturklúbbs, jafnt fyrir inn-
lenda sem erlenda gleðimenn.
Með réttu framboði og skipu-
lagi gæti þetta orðið stórgróða-
fyrirtæki fyrir bæinn og laðað að
fólk til búsetu.
Mýmargar hugmyndir gæti ég
viðrað til .viðbótar en rýmið er
orðið knappt. Nú eru blessuð
jólin að nálgast og vertið frarn-
undan hjá þeim sem leika jóla-
sveina í atvinnuskyni. Þau mál
mætti vissulega skoða, t.d.
hvers vegna jólasveinar borga
ekki skatta. En ég er að reyna
að komast í jólaskap og það
kemur í Ijós í næsta pistli hvern-
ig til hefur tekist. Takk fyrir að
sinni.
Smákökur og jólakaka
Pá er komið að jólabakstrin-
um og þóttfyrr hefði verið. í
dag verða smákökurnar í
öndvegi en þegar nœr dregur
jólum œtlum við að snúa
okkur að konfekti og öðru
góðgæti. En hér koma smá-
kökur, einnig fyrir sykur-
sjúka, og ein hreinrœktuð
ávaxtajólakaka.
Lindukökur
150 g möndlur
3 msk. kókosmjöl
3 egg
225 g sykur
rifinn börkur af 1 appelsínu
300 g hveiti
V/2 tsk. lyftiduft
Egg og sykur hrært saman.
Möndlurnar eru malaðar og þeim
blandað saman við kókosmjöl og
appelsínubörk. Sett ásamt hveiti
og lyftidufti út í eggjahræruna.
Síðan er deigið sett með teskeið á
bökunarplötu með góðu millibili
og kökurnar bakaðar í u.þ.b. 10
mínútur.
Fínar smákökur
200 g hveiti
125 g hrísmjöl
75 g sykur
200 g smjör eða smjörlíki
kokteilber
Blandið mjöltegundunum. og
sykri saman. Smjörið er skorið í
sneiðar og deigið hnoðað fljótt.
Rúllað í lengjur og geymt í kæli-
skáp í 2 klst. Skorið í þunnar
sneiðar sem settar eru á smurða
plötu. Hálft kokteilber lagt ofan
á hverja köku. Bakað í um 8
mínútur.
Ávaxtajólakaka
200 g smjörlíki
m dl sykur
3 egg
4 dl hveiti
1 tsk. lyftiduft
V2 dl appelsínumarmelaði
1 dl rúsínur
1 dl kúrennur
1 dl hnetur
1 dl súkkat
1 dl saxaðar döðlur
V/2 dl kokteilber
Smjörlíki og sykur hrært vel
saman. Eggjunum hrært út í einu
í senn. Blandið ávöxtunum í
hveitið svo þeir setjist ekki á
botninn. Þessu er hrært varlega
saman við ásamt marmelaðinu.
Sett í 2 fremur lítil form. Bakað
við vægan hita (150-160 gráður) í
u.þ.b. 1 klst. Kakan geymist
mjög vel pökkuð í álpappír og
hún er bæði fjarskalega góð og
jólaleg.
Hneturkransar
(f. sykursjúka)
200 g heslihnetur
3 dl hveiti
5 msk. strásœta fyrir sykursjúka
200 g smjörlíki
2 eggjahvítur
Hneturnar eru malaðar, hveiti
og strásætu blandað í og hrært
saman við smjörlíkið. Hvíturnar
stífþeyttar og blandað í deigið.
Sett í sprautupoka og hringir
mótaðir úr deiginu. Betra er að
hafa bökunarpappír á plötunni.
Bakað í miðjum ofni í u.þ.b. 12
mínútur.
Hafrakökur
(f sykursjúka)
200 g smjörlíki
4 msk. strásœta f. sykursjúka
V/2 dl hafragrjón
3 dl hveiti
Smjörlíki og strásætu hrært
Kokteilberin setja fallegan svip á kökurnar sem kallast hér einfaldlega Fínar
smákökur.
saman. Haframjöli og hveiti bætt
í og deigið hnoðað. Búnar til kúl-
ur og þrýst ofan á þær með gaffli
svo þær verði rifflaðar. Bakað í
miðjum ofni í u.þ.b. 10 mínútur.
SS