Dagur - 09.12.1989, Síða 15

Dagur - 09.12.1989, Síða 15
af erlendum vetfvangi Laugardagur 9. desember 1989 - DAGUR - 15 l Geta dýr forðast skyldleikaræktun? Meðal villtra dýra er það yfirleitt ekkert vandamál að komast hjá skyldleikaræktun, enda þótt dýr þekki sjaldnast nánustu ættingja sína frá öðrum. En einstakling- arnir dreifast frá hreiðrinu eða búinu, er þeir komast á legg. Þeir blandast einstaklingum annars staðar að, og líkur á að þeir velji sér ættingja fyrir maka verða miklu minni en líkurnar á að óskylt dýr verði fyrir valinu. Þá er það svo, að mjög er mis- jafnt hve dýr eru viðkvæm fyrir skyldleikarækt. Þúsundir manna um allan hnöttinn eiga hið alkunna gæludýr, sem gullhamst- ur nefnist. Allir þessir dekurhamstrar eru afkomendur aðeins sjö dýra. En þrátt fyrir það, að allir heimsins gullhamstrar séu þetta skyldir, þá hafa ekki komið fram hjá þeim nein merki skyldleikaræktunar. Aftur á móti getur skyldleika- ræktun orðið meiriháttar vanda- mál hjá ýmsum dýrum, sem veru- lega hefur fækkað vegna aðgerða mannanna. Þau dýr, sem eftir eru, lifa þá aðeins á mjög tak- mörkuðum landssvæðum. Ein- staklingarnir eru fáir og líkur fyr- ir mökun ættingja mjög miklar. Þessháttar skyldleikaræktun get- ur haft í för með sér margvíslegar aukaverkanir. Það dregur mjög mikið úr frjósemi afkomcnd- anna, meðfæddir sjúkdómar verða algengari og vansköpuðum einstaklingum fjölgar. Meðfæddir líkamsgallar stafa af galla í litningum fóstursins, en þann galla hefur það fengið í arf frá foreldrunum vegna gallaðra litninga í kynfrumum þeirra. Það eru mismunandi margir litn- ingar í frumum hinna einstöku dýrategunda. Litningarnar skipt- ast í ákveðna tölu para. Annar helmingur litningaparanna kem- ur frá móðurinni, hinn helming- urinn frá föðurnum. Flestir hinna arfgengu galla eru sagðir víkjandi, sem þýðir að sjúkdóms eða vansköpunar verð- ur því aðeins vart, að samá gall- ann sé að finna í báðum litning- um einhvers litningaparsins. Dýr, sem aðeins hefur einn litning gallaðan, sýnist heilbrigt, en afkomendur þess erfa gallaða litninginn. Afkomendurnir verða líka aðeins með einn gallaðan litning, en fari svo að þeir maki sig saman eða með öðru hvoru foreldranna, þá fá sumir afkomendurnir gallaðan litning frá hvoru foreldranna fyrir sig. Og þá verða þeir sjúkir eða vanskapaðir. Kannski geta þeir ekki eðlað sig og kannski lifa þeir heldur ekki svo lengi, að til mökunar komi. Afleiðingin verður sú, að það dregur úr endurnýjunarhæfni tegundarinnar. Þegar stofninn minnkar verða svo líkurnar á skyldleikaræktun enn meiri, og þannig koll af kolli. Þetta verður vítahringur, sem dýrin geta því aðeins losnað úr, að maðurinn komi til hjálpar með ræktunarskipulagningu eða „nýju blóði" annars staðar frá. Við allt húsdýraeldi gæta menn þess að jafnaði mjög vel, að ekki komi til skyldleikaræktunar, vegna þeirra óheppilegu auka- verkana sem hér hefur verið getið. (Lars Thomas dýrafræöingur í lll. Viden- skab 2/89. - Þ.J.) Pandan er dæmi um dýr, sem er ■ hættu vegna skyldleikaræktunar af því hvað stofninn telur orðið fáa einstaklinga. Tímgun þeirra gengur mjög illa vegna arfgengs galla í sæði karldýranna. H nœrð til Spánar íyrir I9J hrónur* Það er varla til sá íslendingur, sem ekki gleðst yfir símtali að heiman þegar hann er erlendis. Þegar þú hringir til vina og œttingja erlendis fœrðu án efa að heyra hvað veðrið er gott þarna líti, veitingahúsin frábœr og nœturlífið eldfjörugt. Mundu bara hvað það getur verið áncegjulegt fyrir þá að heyra hljóðið í gamla landanum og nýjustu fiskisögurnar að heiman. Fjölskyldan getur skiþst á að tala og fyrr en varir hafa allir ferðast til útlanda á mun ódýrari hátt en með þessum hefðbundnu leiðum. Þá er ekki úr vegi að látaþað fylgja með að það sé góður siður, þegar maður ferðast út fyrir landsteinanna, að hringja reglulega heim og láta vita af sér. • Miðað við3 mín. símtal. (Háð breytingum ág/aldskrá) Dœtni um verð á símtölum til útlanda. Verð á mín. Norðurlöndin (að frátöldu Finnlandi) kr. 54 Finnland og Holiand kr. 59 Bretland kr. 65 Frakkland, Spánn og V.-Þýskaland kr. 65 Grikkland, ítalía og Sovétríkin kr. 85 Bandaríkin kr. 103 POSTUR OG SIMI Við spörutn þér sporin ** Breytist samkvœmt gjaldskrá § o u. fc o o

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.