Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 21. desember 1991
Fréttir
Fjárhagsáætlun héraðsnefndar Austur-Húnavatnssýslu:
Sömu heildargreiðslur og í ár
Héraðnefnd A-Húnavatns-
sýslu lagði fram fjárhagsáætlun
fyrir árið 1992 á fundi sínum í
vikunni. I henni kemur m.a.
fram að greiðslur sveitarfélaga
vegna nefndarinnar og starf-
tónlistin eykur sinn hlut
semi á hennar vegum, hækka
lítið sem ekkert milli ára, þó
hækka framlög til starfsemi
tónlistarskóla sýslunnar um 2,4
milljónir króna.
Fjárhagsáætlun héraðsnefnd-
Kristnesspítali:
Sveitarstjóm Eyjafjarðar-
sveitar lýsir áhuga á þátt-
töku í rekstri spítalans
- óvissa um framkvæmd vegna hug-
mynda um tekjuskerðingu sveitarfélaga
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveit-
ar samþykkti á fundi sínum
síðastliðinn fimmtudag að
taka upp viðræður við heil-
brigðisráðherra um hlutdeild
sveitarfélagsins í rekstri Krist-
Dalvík:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarróð hefur samþykkt
samhljóða að útsvarsprósenta
1992 verði óbreytt frá 1991,
eða 7,5%.
■ Bæjarráð hefur óskað eftir
breytingu á 1. gr. 14. tölulið
þannig að Dalvík heyri í fram-
tíðinni undir umdæmi bæjar-
fógetans í Ólafsfirði. Jafn-
framt óskar bæjarráð eftir við-
ræðum við dómsmálaráðu-
neytiö um nánari útfærslu á
þessari breytingu og um þá
þjónustu sem embætti sýslu-
mannsins veitti á Dalvík. Pær
umræður miði að því að skapa
styrkara embætti sýslumanns-
ins í Ólafsfirði og gefi íbúum
svæðisins möguleika á betri
þjónustu en veitt er í dag.
■ Bæjarráði hefur borist bréf
frá Eimskip, þar sem óskað er
heimildar til að gera uppfyll-
ingu á hluta lóðar þeirrar sem
félaginu var úthlutað við höfn-
ina. Bæjarráð samþykkir
erindi félagsins að því til-
skyldu að gengið verði frá lóö-
arsamningi.
■ Bæjarráði hefur borist
erindi frá Hilmari Guðmunds-
syni, þar sem hann óskar eftir
að verða leystur frá starfi í
íþrótta- og æskulýðsráði.
■ Á fundi ferðamálanefndar
nýlega, lá fyrir erindi frá
Júlíusi Snorrasyni, um hugs-
anlega hlutdeild bæjarsins f
auglýsingaátaki í samvinnu við
Flugleiðir um að gera Dalvík
að vetrarparadís. Ferðamála-
nefnd beinir því til bæjarráðs
að við yfirstandandi vinnu á
fjárhagsáætlun verði tekið já-
kvætt á málinu.
■ Á fundi ferðamálanefndar
lá einnig fyrir kostnaðaráætlun
vegna fyrirhugaðrar Upplýs-
ingamiðstöðvar á Akureyri.
Áætlaður rekstrarkostnaður
nemur kr. 4.950.000.- og er
gert ráð fyrir að héraðsnefnd
og Ferðamálaráð skipti rekstr-
arkostnaði jafnt á milli sín.
Nefndin telur brýnt að slíkri
miðstöð verði komið á fót sem
fyrst.
nesspítala. Jafnframt kom
fram í umræðum á fundinum
að fyrirhuguð breyting á tekj-
um sveitarfélaga, sem nú er til
meðferðar á alþingi, geri sveit-
arstjórninni erfiðara fyrir að
segja til um að hve miklu leyti
hún treystir sér til þátttöku í
rekstri spítalans eða hvort af
henni geti orðið.
Á fundinum var samþykkt að
senda heilbrigðisráðherra bréf
vegna þeirra umræðna sem átt
hafa sér stað um að Kristnes-
spítali verði gerður að sjálfstæð-
um spítala. Sveitarstjórnin lýsti
sig reiðubúna til viðræðna við
heilbrigðisráðuneytið um hugs-
anlega aðild Eyjafjarðarsveitar
að frekari uppbyggingu spítalans
ásamt ríkinu auk þátttöku í
stjórn stofnunarinnar.
Pétur Jónasson, sveitarstjóri í
Eyjafjarðarsveit, sagði að fundin-
um loknum að menn hefðu mik-
inn áhuga á þessu verkefni en
væru jafnframt uggandi vegna
þeirra hugmynda um tekjuskerð-
ingu sveitarfélaga sem nú væru til
umfjöllunar í ríkisstjórn og á
alþingi. Ófyrirsjáanlegt væri
hvaða áhrif hún myndi hafa á
framkvæmdamöguleika sveitar-
félaga og færi hugsanleg þátttaka
Eyjafjarðarsveitar í rekstri Krist-
nesspítala mikið eftir því hver
geta sveitarfélagsins yrði komi
umrædd tekjuskerðingin til fram-
kvæmda. f>I
arinnar er í mörgum emingum,
séráætlun fyrir hverja tegund
starfseminnar. Heildargreiðslur
sveitarfélaganna í verkefni hér-
aðsnefndarinnar eru áætlaðar
rúmlega 23 milljónir króna fyrir
næsta ár, en voru á áætlun þessa
árs tæpar 23 milljónir. Ástæðuna
fyrir þessari litlu breytingu segir
Valgarður Hilmarsson, oddviti
nefndarinnar, vera þá, að reikn-
að er með mikið lægri fjárveit-
ingu til viðbyggingar við Héraðs-
sjúkrahúsið á Blönduósi á næsta
ári. Á móti kemur síðan að fram-
lög vegna tónlistarskólans hækka
úr 6,9 milljónum í 9,3 milljónir
króna og er það mesta hækkunin
á einstökum lið milli ára.
„Aðsókn að tónlistarskólanum
er það mikil að laun og launa-
tengd gjöld hafa vaxið stórlega.
Skýringin á þessari miklu aðsókn
er sennilega sú að sveitarfélögin á
Blönduósi og Skagaströnd
keyptu hljóðfæri fyrir lúðrasveitir
og þau nýtast deildum tónlistar-
skólans. Nú eru tæplega 140
nemendur í þeim þremur deild-
um sem skólinn starfar í og sú
tala fer hækkandi,“ segir Val-
garður.
Nýr liður í fjárhagsáætluninni
er styrkveiting til safnamála og
að sögn Valgarðs er þar um að
ræða 400 þús. sem veitt verður til
ýmissa verkefna í safnamálum í
héraðinu. SBG
Gréta Sigfúsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir á vélsieðanum sem þær unnu
á miða nr. 1 í happdrætti HSÞ.
Snjósleðahappdrætti HSÞ:
Prentaramir unnu á miða nr. 1
„Ef við getum selt sleðann
ætlum við að borga skuldir og
kaupa okkur svo karamellur
fyrir afganginn. Okkur var
ekki orðið kalt þegar myndin
var tekin,“ sögðu Sigrún Ingv-
arsdóttir og Gréta Sigfúsdótt-
ir, sem unnu Polaris Indi Trail
Deluxe í snjósleðahappdrætti
HSÞ. Blaðamaður Dags hafði
lýst yfir furðu sinni á að þær
ætluðu að selja sleðann, eins
og þær virtust vera ánægðar
með hann á myndinni, og svo
eru þessar konur ekki þekkt-
ar fyrir að fara troðnar slóðir.
Sigrún og Gréta eru eigendur
að Órk, offsetstofu á Húsavík.
Þær unnu snjósleðann sinn á
miða nr. 1 í happdrættinu. Þær
prentuðu happdrættismiðana
fyrir HSÞ og þegar forsvars-
menn happdrættisins sóttu
bunkann keyptu þær fyrsta
miðann. Dregið var úr númer-
um seldra miða hjá sýslumanns-
embættinu á Húsavík, og þar
mun hafa verið gengið úr
skugga um að dregið hafi verið
úr fleiri númerum en því fyrsta,
eins og gárungarnir keppast nú
við að halda fram. IM
Ekki alls staðar lélegur aíli í nóvember:
Heildaraflinn á Akureyri
hefur aukist milli ára
- aukningin þúsund tonn í nóvember og 9 þús. á árinu
Þótt aflabrögð hafi verið Fiskiskip og bátar komu með
afskaplega léleg í nóvember og 4.027 tonn til Akureyrar í
mun minni afli borist á land á nóvembermánuði sl. á móti 3.170
verstöðvum norðanlands mið-
að við sama mánuði í fyrra
gildir ekki það sama um Akur-
eyri. Þangað barst meiri afli en
árið áður og Akureyri er einn
af örfáum útgerðarbæjum á
landinum sem státar af tölu-
verðri aflaaukningu milli ára.
tonnum í nóvember á síðasta ári.
Og heildaraflinn fyrstu 11 mán-
uði ársins er 44.988 tonn á móti
36.010 á sama tímabili í fyrra.
Það eru aðeins Hafnarfjörður og
nokkrir staðir á Vestfjörðum sem
fylgja þessari þróun á Akureyri
eftir.
Mun minna hefur veiðst af
Mikið að gera hjá Flugleiðum, Flugfélagi Norðurlands og íslandsflugi:
Átján ferðir fyrirhugaðar í dag
Flugleiðir ráðgera átján ferðir í
dag, á morgun, þorláksmessu
og aðfangadag milli Reykja-
víkur og Akureyrar. Flestar
ferðir verða í dag og sömu
sögu er að segja úr herbúðum
Flugfélags Norðurlands og
íslandsflugs.
í dag verða Flugleiðir með sex
ferðir milli Reykjavíkur og
Akureyrar, þar af er ein þotu-
ferð. A morgun og þorláksmessu
eru ráðgerðar fimm ferðir og
tvær á aðfangadag. Síðasta brott-
för frá Akureyri verður kl. 14.20.
Flugleiðir verða ekki með flug
til Húsavíkur og Sauðárkróks í
dag, en á morgun, þorláksmessu
og aðfangadag verður ein ferð til
beggja þessara staða.
Hjá Flugfélagi Norðurlands
fengust þær upplýsingar að í dag
yrðu aukaferðir á alla áfangastaði
félagsins. Til dæmis verða fjórar
ferðir á flugleiðinni Húsavík-
Reykjavík og sömuleiðis á leið-
inni Ákureyri-Egilsstaðir og auk
þess verður flogið til Siglufjarð-
ar, ísafjarðar, Grímseyjar,
Kópaskers, Þórshafnar, Raufar-
hafnar og Vopnafjarðar. Á
Þorláksmessu verður síðan flogið
samkvæmt útgefinni áætlun.
Á morgun, sunnudag, verður
flogið til allra áfangastaða nema
Siglufjarðar.
íslandsflug fer aukaferð í dag á
leiðinni Reykjavík-Siglufjörður
Á morgun og á þorláksmessu
verða tvær ferðir til Siglufjarðar
og Blönduóss og ein ferð til sömu
staða á aðfangadag. óþh
loðnu á þessu ári miðað við árið
1990 og kemur það víða fram í
tölum yfir heildarafla. Áhrifin á
Akureyri eru hins vegar öfug
vegna brunans í Krossanesverk-
smiðjunni. Þangað komu aðeins
565 tonn fyrstu 11 mánuði ársins
1990 en 4.268 á sama tímabili í
ár. Þar með er búið að gera grein
fyrir nær helmingi aflaaukningar-
innar.
Þorskaflinn á Akureyri hefur
dregist saman um 1.000 tonn
milli ára og ýsan stendur í stað.
Það eru hins vegar ufsinn,
karfinn, grálúðan og rækjan sem
ásamt loðnunni eru ábyrg fyrir
auknum heildarafla. Akureyring-
ar fengu 5.007 tonn af ufsa frá
janúar til nóvemberloka á móti
4.226 í fyrra, 8.012 tonn af karfa
á móti 6.786, 6.450 tonn af grá-
lúðu á móti 4.567 og 2.390 tonn
af rækju á móti 697 á sama tíma-
bili í fyrra. SS
Hitaveita Akureyrar:
Gruggugt vatn í Þorpinu
í gærmorgun var heita vatnið
borið sandi á afmörkuðu svæði
í Glerárhverfi.
Að sögn Frans Árnasonar, hita-
veitustjóra, settu starfsmenn
Hitaveitunnar dælustöð í gang
sem er til húsa í Glerárskóla. Við
gangsetninguna fór salli af stað
sem alltaf situr í stofnlögnunum.
„Heita vatnið á Akureyri er
mjög hreint. Engu að síður safn-
ast fyrir ögn af sandi eða salla í
stofnlögnum. Alltaf þegar vatnið
er tekið af og því hleypt á að nýju
koma fram óhreinindi. Þegar við
settum dælustöðina á breytti um
straumátt í nokkrum stofnlögn-
um sem veldur þessum óhrein-
indum í Sunnuhlíðinni og víðar.
Þegar húsráðendur hafa hreinsað
síur á inntaki húsa sinna verður
vatnið hreint að nýju,“ sagði
Frans Árnason. ój