Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 13
t'
Rœkjuiðnaðurinn í landinu
hefur verið töluvert mikið í
kastljósi fjölmiðla að und-
anförnu, sem því miður hef-
ur ekki komið til af góðu.
Þessi mikilvœga atvinnu-
grein stendur höllum fœti og
nokkur rœkjuvinnslufyrirtœki
berjast fyrir lífi sínu. í helgar-
viðtali í dag rœðir Pétur
Bjarnason, sjóvarútvegsfrœð-
ingur ó Akureyri og nýróðinn
framkvœmdastjóri Félags
rœkju- og hörpudiskframleið-
enda, um vanda rœkjuiðnaðar-
ins. Hann segir líka fró sjólfum
sér, skoðun sinni ó fiskveiðistefn-
unni, viðhorfi til stöðu lands-
byggðarinnar og mörgu öðru. En
til að byrja með var Pétur spurður
um í hverju vandi rœkjuiðnaðar-
ins í landinu fœlist.
12 - DAGUR - Laugardagur 21. desember 1991
„Ég vísa því alfarið á bug að ég sé
Reykvíkingur. Ég vil frekar telja
mig Vestmanneying. Mér líkaði
afskaplega vel í Eyjum og á þaðan
góðar minningar. Vestmanneying-
ar eru skemmtilegir og lifa fyrir
líðandi stund, kunna að skemmta
sér og eiga að mörgu leyti sér-
stæða menningu.“
„Vandinn liggur fyrst og fremst í því aö
það hefur orðið gífurlegt verðfall á afurð-
um á undanförnum tæpum tveim árum og
verksmiðjurnar voru illa í stakk búnar að
mæta því. Þær hafa verið að byggjast upp
og rækjuiðnaðurinn hefur breyst úr lítiili
grein innan sjávarútvegsins í stóra úr-
vinnslugrein. Til marks um það er rækja
nú um 8% af útflutningsverðmæti sjávar-
afurða. Forsvarsmenn rækjuiðnaðarins
telja að rangt hafi verið staðið að uppbygg-
ingu hans. Strax árið 1975 voru sett lög um
samræmingu veiða og vinnslu þar sem rík-
ið í raun tók að sér að stýra uppbyggingu
iðnaðarins. Sú stýring hefur brugðist á
þann máta að það eru alltof margar og
smáar einingar í bæði vinnslu og veiði
rækju. Annað dæmi um hvernig stjórnunin
hefur brugðist er það þegar loðnuflotinn
lenti í erfiðleikum vegna aflabrests, þá var
honum úthlutaður rækjukvóti, smáslatti á
hvert skip. Það sem kom í hlut hvers skips
var svo lítið að í stað þess að fara á rækju-
veiðar völdu mörg loðnuskipanna þann
kost að selja rækjuvinnslustöðvum
kvótann. Þannig voru þessir erfiðleikar
loðnuflotans leystir á kostnað rækjuvinnsl-
unnar.
Það hefur líka verið bent á að hráefn-
isverð hefur ekki lækkað í sama takti og
afurðaverð. Ríkisvaldið hefur stuðlað að
of háu verði í gegnum oddamann sinn í
Verðlagsráði," segir Pétur og bætir við.
„Rækjuiðnaður í landinu er miklu .stærri
atvinnugrein, en menn almennt átta sig á,
en hins vegar nýtur hann ekki jafn góðrar
þjónustu og aðrar atvinnugreinar. Það
kom til dæmis fram á ráðstefnu, sem hald-
in var í síðasta mánuði um stöðu rækjuiðn-
aðarins og framtíðarhorfur, að Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins hefur ekki snúið
sér að rannsóknum í þágu rækjuiðnaðarins
að neinu verulegu leyti og miklu minna en
rækjuiðnaðurinn á kröfu til. Einnig kom
fram að alltof litlu fé hafi verið varið til
rannsókna á rækjustofnum hér við land.
Til dæmis er mjög lítið vitað um rækju hér
í Eyjafirði og víða fyrir austan.“
Rækjuiðnaðurinn mikilvægur
fyrir þjóðarbúið
Pétur segir að alltaf sé auðvelt að vera vit-
ur eftir á og óhætt sé að fullyrða að of
mörg leyfi til rækjuveiða og -vinnslu hafi
verið gefin út. Þá segir hann að uppbygg-
ingin hafi verið of hröð og of geyst farið í
fjárfestingar á of stuttum tíma. „Við telj-
um líka að það hafi verið afdrifarík mistök
að láta kvótann fylgja skipunum. Það
leiddi til meiri samkeppni milli vinnslu-
stöðvanna, en æskilegt og eðlilegt gat
talist, sem aftur þýddi að menn yfirbuðu
hvern annan.“
Rækjuvinnslur eru víða burðarásar í
atvinnulífi og gleggstu dæmin um það eru
einmitt af Norðurlandi, t.d. Árver hf. á
Árskógsströnd sem nú hefur verið lýst
gjaldþrota, og Meleyri hf. á Hvamms-
tanga. Pétur segir að vissulega sé rækju-
iðnaðurinn víða mikilvægur fyrir hinar
dreifðu byggðir, en hins vegar sé hann
ekki talsmaður þess að hjálpa fjárhagslega
illa stöddum fyrirtækjum, á þeirri forsendu
einni að byggð á viðkomandi stað velti á
þeim.
„Ég tel að menn verði að skapa þessari
atvinnugrein almenn skilyrði til þess að
lifa, en ekki bara til þess að halda uppi
byggð á ákveðnum stöðum. En það verður
ekki framhjá því horft að langflestar
rækjuvinnslur eru á stöðum sem eru mjög
veikburða og í mikilli varnarstöðu. Og því
má ekki gleyma að rækjuiðnaðurinn er
þjóðarbúinu mikilvægur. Við þurfum á
þeim krónum að halda sem hann skapar.“
Hörð samkeppni við
hlýsjávarrækjuna
Ómögulegt er að segja til um verðþróun á
rækju á næsta ári. Menn höfðu búist við að
verðið færi upp á við síðari hluta þessa árs,
en þær vonir brugðust. „Það sem veldur
verðfalli á rækju er annars vegar offram-
boð á kaldsjávarrækju, sem við framleið-
um, og hins vegar samkeppni frá hlýsjáv-
ar- og eldisrækju. Til þess að sporna við
þessu er rætt um að þær þjóðir, sem veiða
og selja kaldsjávarrækju, geri markaðs-
átak og reyni að marka henni sérstakan
sess í hugum neytenda. Menn binda vonir
við að hægt sé að marka kaldsjávarrækj-
unni þá sérstöðu að neytendur velji hana
frekar en hlýsjávarrækjuna og jafnframt
dragi úr samkeppninni við hlýsjávarrækj-
una.“
Norðmenn eru stærstu framleiðendur
kaldsjávarrækju og þar á eftir koma
Grænlendingar og íslendingar. Bretland er
langstærsta markaðsland okkar fyrir rækj-
una, en einnig fer töluvert á Norðurlönd-
in, Þýskaland og önnur Evrópulönd.
Neysla á rækju er mun minni í Evrópu,
en t.d. í Japan og Bandaríkjunum og segir
Pétur að menn bindi vonir við að hægt sé
að auka neysluna þar, sem gæti þokað
verðinu upp á við.
Sölumálin eru í ólestri
Skipulag sölu á rækju berst í tal og segir
Pétur það vera afar slæmt, breski markað-
urinn ráði rækjuverðinu í nánast allri
...
Laugardagur 21. desember 1991 - DAGUR - 13
Evrópu. „Rækjukaupendur í Bretlandi
eru tiltölulega fáir og stórir og því í góðri
aðstöðu til þess að semja gott verð fyrir
sig. Hér á landi eru að jafnaði ekki nema
rétt rúmlega tvær verksmiðjur á hvert
rækjuútflutningsfyrirtæki. Það fyrirkomu-
lag er líka rækjukaupendum ytra til góðs.
Þess vegna er mjög brýnt að sölumálin
verði tekin til endurskoðunar, menn vinni
betur saman til þess að skapa sér sterkari
stöðu út á við.“
Pétur segir engan vafa á því að staða
margra rækjuverksmiðja sé svo slæm að
þeim eigi eftir að fækka enn frekar á næstu
misserum. „Gjaldþrotahrinan er hafin og
ef ekki verður gripið innan skamms til rót-
tækra aðgerða, þá sigla fleiri verksmiðjur í
strand. Það er greinilegt að embættismenn
í t.d. sjávarútvegsráðuneytinu, sem ég
vinn mikið með fyrir hönd Félags rækju-
og hörpudiskframleiðenda, hafa opnað
augun fyrir þessum vanda. Hins vegar hef-
ur forsætisráðherra látið orð falla um
rækjuiðnaðinn, sem benda ekki til að
stjórnvöld séu mjög vinveitt þessari
atvinnugrein."
Fjölbreytt starf
Pétur tók við starfi framkvæmdastjóra
Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda
þann 1. nóvember sl. af Lárusi Jónssyni,
fyrrverandi alþingismanni, sem færði sig
yfir í framkvæmdastjórastól í Lánasjóði
íslenskra námsmanna. Hvernig lýsir Pétur
þessu nýja starfi?
„Félag rækju- og hörpudiskframleið-
enda er hagsmunafélag fyrir þennan iðnað
og vinnur að hagsmunamálum hans gagn-
vart stjórnvöldum. Það fær til umsagnar
ýmis mál sem varða rækjuiðnaðinn og
miðlar upplýsingum til rækjuvinnslufyrir-
tækja um markaðsmál og annað. Á næst-
unni má ætla að norrænt samstarf í mark-
aðsmálum, sem ég hef áður nefnt, verði
vaxandi þáttur í starfseminni."
Telur sig Vestmanneying
Pétur Bjarnason er fæddur í Reykjavík
árið 1951 og ólst upp í Vesturbænum.
Fimmtán ára gamall flutti hann með for-
eldrum sínum, Herði Bjarnasyni og
Bryndísi Bjarnadóttur, til Vestmannaeyja.
Faðir hans tók við símstöðvarstjórastarf-
inu af Magnúsi H. Magnússyni, sem færði
sig yfir í stól bæjarstjóra í Eyjum. „Ég vísa
því alfarið á bug að ég sé Reykvíkingur.
Ég vil frekar telja mig Vestmanneying,"
hæfingin í náminu og ég valdi að fjalla um
laxeldi á íslandi."
Náminu lauk Pétur árið 1980 og flutti,
heim það sama ár. Til að byrja með réðist
hann til starfa hjá Framleiðslueftirliti sjáv-
arafurða, en haustið 1980 var hann ráðinn
framkvæmdastjóri Hólalax hf. í Hjaltadal.
Að ári liðnu hóf hann síðan kennslu við
Bændaskólann á Hólum og tók m.a. að sér
að móta nám á fiskeldisbraut. Árið 1983
færði Pétur sig alveg yfir til Bændaskólans
og kenndi næstu tvö árin.
Á þessum árum kynntist hann eiginkonu
sinni, Herdísi Gunnlaugsdóttur og eignuð-
ust þau eldri dótturina á Hóla-árunum.
Gott að búa á Hólum í Hjaltadal
Pétur minnist fimm ára dvalar á Hólum
með hlýju. „Hólar eru mjög sérstakt sam-
félag og ég hygg að allir sem þar hafi verið
beri hlýjan hug til staðarins. Hólar eru
stemmningarstaður. Þar er mjög fallegt,
einkum á veturna og sagan er við hvert
fótmál.
Þegar ég kom að Hólum var staðurinn á
sínu lægsta þrepi í langan tíma. Skólahald
hafði verið lagt af og ekki farið fram eðli-
leg endurnýjun og uppbygging húsa. En
fljótlega upp úr 1980 ákváðu stjórnvöld að
byggja staðinn upp að nýju og síöan hefur
verið mikil uppbygging á Hólum og unnið
mikið og gott starf,“ segir Pétur.
Á dögunum kom út bók um Hólastað,
sem Gísli Pálsson, bóndi á Hofi í
Vatnsdal, gefur út. I bókinni eru margar
gullfaliegar myndir teknar af Jóni Frið-
björnssyni og Pétur á heiðurinn af textan-
um. Hvernig kom þessi bókaútgáfa til?
„Jón bjó í rúm 30 ár á Hólum og tók á
þeim tíma mikinn fjölda skemmtilegra
mynda. Ég fékk þá hugmynd einhverntím-
ann þegar ég var að skoða þær, að vert
væri að gefa út einskonar myndabók um
Hóla. Gísli Pálsson á Hofi, sem var m.a.
stjórnarformaður Hólalax hf., hætti
búskap í kjölfarið á riðuniðurskurði og
snéri sér að bókaútgáfu. Ég nefndi það við
Gísla fyrir um tveim árum hvort hann væri
tilbúinn að gefa bókina út. Hann gleypti
hugmyndina svo hressilega að stuttu
seinna var ég byrjaður að skrifa bókina, en
það var ekki fyrr en í sumar sem við fórum
á fullt við þessa vinnu og nú er bókin loks
komin út.“
Og síðan lá leiðin til Akureyrar
Árið 1985 flutti Pétur með fjölskylduna til
Akureyrar. Fóðurverksmiðjan Istess hf.
var þá að hefja rekstur og Pétri var boðið
„kratalínunni“ í stjórnun fiskveiða.
„Kratalínan“ er kannski eina fullmótaða
stefnan varðandi fiskveiðistjórnun," segir
sjávarútvegsfræðingurinn og brosir.
„Við stjórnum fiskveiðunum til þess að
auka afrakstur sjávar. Mér þótti ekki
óeðlilegt að taka upp svokallað skrapdaga-
kerfi á sínum tíma, en það kerfi gaf ekki
góða raun og var að mínu mati gjörsam-
lega óviðunandi. Einnig var kvótaút-
hlutunin á sínum tíma ekki óeðlilegt skref,
en ég tel að einskonar veiðileyfagjald sé
eina rökrétta framhaldið af núverandi
kerfi og það á sér bæði efnahagslegar og
siðferðilegar forsendur eins og Jóhann
Antonsson útskýrði ágætlega í helgarvið-
tali við Dag fyrir skömmu. Ég á erfitt með
að skilja hversu fálega útgerðarmenn hafa
tekið í hugmyndina um veiðileyfagjald.
Þeir hafa að vísu fengið gífurleg verðmæti
úthlutað ókeypis og kannski von að þeir
vilji verja þá eign með kjafti og klóm, en
til frambúðar er þeim miklu meira virði sá
stöðugleiki og friður sem skapast gæti með
réttlátu veiðileyfagjaldi, en er óhugsandi
með óbreyttri stefnu.
Stöðugleiki er sjávarútveginum mjög
mikilvægur, en ég held að þegar menn eru
með kerfi, sem er svo óréttlátt og ekki
næst sátt um, þá næst ekki nauösynlegur
stöðugleiki. Menn verða því að finna kerfi
sem er meiri friður um og ein þeirra leiða
er að mínu mati veiðileyfagjald, sem felur
í sér að útgerðirnar greiði fyrir aðgang að
auðlindum sjávar. Með því væri t.d. hægt
að lækka virðisaukaskatt og um leið yrði
öðrum útflutningsgreinum gert auðveldara
að reka sig,“ segir Pétur.
Hæpið að binda veiðileyfi við skip
Útvegsmenn hafa bent á, og sjávarútvegs-
ráðherra hefur tekið undir það, að sjávar-
útvegurinn sé svo illa staddur fjárhagslega
að hann hafi ekki efni á að greiða krónu í
veiðileyfagjald. Pétur telur að þessi rök
haldi ekki. „Tekjur sjávarútvegsins eru
skammtaðar í gegnum gengið og mörg
undanfarin ár hefur það verið stefnan að
setja greinina á núll. Gengið er skráð
þannig að greinin hafi nákvæmlega tekjur
fyrir útgjöldum. Þetta er stillingaratriði.
Það er stjórnvalda á hverjum tíma að
ákveða hvort gengið sé fimm prósentum
hærra eða lægra að þeim forsendum gefn-
um að gengið haldi miðað við það sem að
baki því stendur. Við gengisbreytingu
er unnt að auka tekjur umfram gjöld.
Sjávarútvegurinn er jafnfær um að greiða
þá tekjuaukningu í veiðileyfagjald og
Texti: Óskar Þór
Halldórsson
Mynd: Golli
löngu gengin sér til húðar.
Að mínu mati ber að leggja áherslu á
tvær leiðir til þess að viðhalda byggð víðar
en í Reykjavík. Annars vegar að bæta
samgöngur og stækka atvinnusvæðin og
hins vegar að færa starfsemi ríkisins í
auknum mæli út um land. Menn mega ekki
gleyma því að fimmta hvert starf í landinu
er á vegum hins opinbera. Hingað til hefur
það verið stefnan, kannski ómeðvitað, að
nánast öll þessi störf eigi að vera í Reykja-
vík. Þessi stefna er stórhættuleg og þarna
hafa landsbyggðarþingmenn brugðist, því
að þeir hafa eingöngu horft á sína heima-
byggð og Reykjavík sem annan valkost.
Að mínu mati eru margir landsbyggðar-
þingmenn stórhættulegir landsbyggðinni.
Ég tel mjög mikilvægt að menn komi sér
saman um fjóra til fimm staði á landinu
þar sem byggð verði upp opinber þjónusta
og í framhaldi af því verði hún flutt mark-
visst út á land. Þetta tel ég að eigi að gera
óháð því hvað starfsmenn viðkomandi
stofnana segi. Ég minnist þess að Gísli
Bragi Hjartarson flutti tillögu um það í
bæjarstjórn Akureyrar á sl. vetri að Ákur-
eyrarbær taki frumkvæði í að samræma
stefnu stærstu þéttbýlisstaða utan höfuð-
borgarsvæðisins í þessu máli. Ég hef ekki
orðið var við að þessari hugmynd hafi ver-
ið fylgt eftir. Það tel ég miður, því að mínu
mati er fullreynt að óheillaþróun í byggða-
málum verður ekki snúið við í sölum
Alþingis, heldur verða sveitarstjórnir að
axla þær byrðar.“
Ríkið flytji stjórnsýslu í
sjávarútvegi til Akureyrar
„Ég hef verið talsmaður þess að ríkið flytji
opinbera stjórnsýslu í sjávarútvegi til
Akureyrar og hún verði í tengslum við
Háskólann. Þetta mál er í umræðunni, en
ég er í sjálfu sér ekkert bjartsýnn á það.
Þegar sjávarútvegsdeild Háskólans á
Akureyri var sett á stofn, þá vonaði ég að
hún yrði miðstöð kennslu og rannsókna í
sjávarútvegsfræðum. En hvað gerðist?
Nokkrum vikum síðar var ákveðið að setja
á stofn Sjávarútvegsstofnun Háskóla
íslands. Mér hefði að sjálfsögðu þótt eðli-
legast að sú starfsemi, sem fer fram í
Háskóla íslands á þessu sviði, hefði verið
flutt til Háskólans á Akureyri.
Margir landsbyggðarþingmenn
eru stórhœttulegir landsbyggðinni
- segir Pétur Bjarnason, sjávarútvegsfrœöingur á Akureyri
segir Pétur og hlær. „Mér líkaði afskap-
lega vel í Eyjum og á þaðan góðar
minningar. Vestmanneyingar eru
skemmtilegir og lifa fyrir líðandi stund,
kunna að skemmta sér og eiga að mörgu
leyti sérstæða menningu. Mér er alltaf
hlýtt til Vestmannaeyja.“
Stúdentsprófi lauk Pétur frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1971 og innrit-
aðist um haustið í lyfjafræði lyfsala í
Háskóla íslands, en lauk aðeins einum
vetri í því námi. Þá lá leiðin aftur til Eyja
í vinnu hjá útibúi Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins. Öll menntaskóla- og
háskólaárin var hann á síld og loðnu á
ísleifi VE.
I sjávarútvegsfræði til Noregs
En þrátt fyrir góða daga í Vestmannaeyj-
um vildi Pétur víkka út sjóndeildarhring-
inn og horfði í því sambandi mest til
Noregs. „Áhuginn beindist strax í fiskiátt,
ef svo má segja, og mér kom til hugar að
sækja nám í matvælatæknifræði í Þránd-
heimi í Noregi. Mál æxluðust þó þannig að
ég sótti um sjávarútvegsfræði í Tromsö og
sé ekki eftir því. Námið byggðist á fiski-
fræði, matvæla- og efnafræði, rekstrar-
fræði, tæknifræði og veiðarfæra- og skipa-
tækni. í raun var lokaverkefnið eina sér-
þar starf. Herdísi konu hans var jafnframt
boðin þýskukennsla í Menntaskólanum á
Akureyri, þar sem hún kennir enn.
Fyrir utan hið daglega amstur segist Pét-
ur gera sitt lítið af hverju. Taflmennskan
hefur lengi heillað, þó svo að hann hafi lít-
ið teflt á síðustu misserum. Þá spilar hann
badminton og syndir töluvert. Einnig hafa
félagsstörfin tekið sinn tíma og til dæmis
hefur hann setið í stjórn Útgerðarfélags
Akureyringa hf. undanfarin fimm ár og
var um skeið stjórnarformaður. Þá segist
hann hafa varið miklum tíma í nefndar-
störf vegna uppbygggingar Háskólans á
Akureyri.
Háskólinn er Pétri greinilega hugleikinn
og hann er þess fullviss að skólinn sé einn
mikilvægasti vaxtarbroddur í atvinnulífi á
Akureyri í framtíðínni.
Er talsmaður veiðileyfagjalds
Pétur hefur lítillega haft afskipti af pólitík,
þó svo að sjálfur geri hann ekki mikið úr
því. Hann var á lista Alþýðuflokksins fyrir
síðustu bæjarstjórnarkosningar á Akureyri
og var á sínum tíma kjörinn fyrir krata í
stjórn ÚA.
Pétur var skipaður til setu í nefnd til að
endurskoða þá fiskveiðistefnu sem fylgt
hefur verið á síðustu misserum. Hann seg-
ist að sumu leyti fallast á að hann fylgi
önnur gjöld, en með því væri skapaður
grundvöllur fyrir aðrar útflutningsgreinar.
Ég tel hæpið að binda veiðileyfi við skip
eins og gert er í dag. Það kerfi færir
útgerðarmönnum og reyndar einnig sjó-
mönnum gífurlegt vald yfir ráðstöfun afl-
ans og það skapar þeim mjög sterka samn-
ingsstöðu. í núgildandi kerfi er fiskvinnsl-
unni í mörgum tilfellum stillt upp við vegg
og landverkafólk hefur ekkert um það að
segja hvernig aflanum er ráðstafað. Því
finnst mér að í núgildandi kerfi sé gengið
mest á hlut landverkafólksins.
Ég hef ekki trú á öðru en veiðileyfagjald
verði að lokum ofan á, en ég fullyrði ekk-
ert um hvort menn nái saman um það í
þeirri nefnd, sem vinnur að því að endur-
skoða gildandi fiskveiðistefnu," segir
Pétur.
Stórhættuleg byggðapólitík
Málefni landsbyggðarinnar eru Pétri hug-
leikin og hann leggur ríka áherslu á að
landsbyggðin standi fast í ístöðin gagnvart
höfuðborgarsvæðinu. „Við erum í hættu-
legri stöðu,“ segir hann og leggur áherslu á
orð sín. „Annaðhvort tekst okkur að snúa
þessari öfugþróun við núna, eða okkur
tekst það alls ekki. Ég er hins vegar sam-
rnála því að sú stefna að sletta fjármagni
annað slagið til illra staddra fyrirtækja, er
Mér liggur við að segja að eina raun-
verulega byggðastefnan af hálfu hins opin-
bera hafi falist í gífurlegri uppbyggingu í
Reykjavík. Höfuðborgin hefur fengið
langhæst framlög til byggðamála á íslandi,
þótt þau hafi verið nefnd einhverjum öðr-
um nöfnum.“
Akurey ri-Rey kj avík-Akurey ri...
Vegna nýja starfsins er Pétur stöðugt á far-
aldsfæti milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Skrifstofa Félags rækju- og hörpudisk-
framleiðenda er í Reykjavík og því er Pét-
ur með ríflega annan fótinn syðra. Hann
er þó ekkert á því að flytja suður og segist
vonast til að fá því framgengt að skrifstofa
félagsins verði flutt norður á Akureyri.
„Spurning um þetta kom upp á rækjuráð-
stefnunni á Akureyri í nóvember sl. og því
var beint til stjórnar félagsins að láta
athuga kosti þess og galla að flytja skrif-
stofuna út á land. Þeir sem tóku til máls
um þetta atriði voru á þeirri skoðun að rétt
væri að flytja skrifstofuna frá Reykjavík.
Ég er því mjög bjartsýnn á að við þurfum
ekki að flytja suður. Við viljum vera á
Akureyri, enda kunnum við vel við okkur
hér. Ef við þyrftum að flytja, myndi ég síst
vilja flytja til Reykjavíkur. Ég hef verið og
verð alltaf landsbyggðarmaður í mér,“
segir Pétur Bjarnason.