Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 9
Tómstundir Laugardagur 21. desember 1991 - DAGUR - 9 Rafael á Húsavík: „Hef reynt að vera ekki í hljómsveit“ - segir Tóti sem ver tómstundum í æfingar og spil á böllum Oskum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs v 96-23650 • Frostagötu 6A • Akureyri VELSMIÐJA STEINDORS HF Myndir: IM trompet,“ sagði Guðni, en hann hefur stundað tónlistarnám í 3-4 ár, og leikið opinberlega á trom- Hljómsveitin stefnir að því, að sögn, að koma sér upp búningi, stuttermabolum og gúmmískóm, og þegar er eitt par af gúmmí- skóm komið á sinn stað. Þeir segjast eiga alveg nóg af græjum og nú sé stefnan tekin á þorra- blótsmarkaðinn. IM Rafael á æfíngu. Þeir sem eru í hljómsveit eru sjaldnast í vandræðum með tómstundir sínar, það eru æfíngar á kvöldin og spilað um helgar. Þeir sem hafa virkileg- an áhuga á að leika á hljóðfæri og fínna sér félaga við hæfí, eru því komnir með áhugavert tómstundagaman sem jafnvel getur fyllt hverja tómstund þeirra. Ovenju margar dans- hljómsveitir eru til staðar í Þingeyjarsýslu í vetur, í það minnsta þrjár til heimilis á Húsavík; Rafael, Gloría og Hljómsveit Illuga, og ein á Laugum; Frænka hreppsstjór- ans. Dagur leit við á æfingu hjá Rafael nýlega. Hljómsveitina skipa fimm lagvissir ungir menn, og feta þeir allir í slóð feðra sinna, bræðra eða frænda sem leikið hafa undir fótaliðkun Ping- eyinga, jafnvel áratugum saman. Þessir ungu menn eru: Þórar- inn Jónsson. Hann leikur á trommur og hefur starfað með hjómsveitinni síðan í vor. Hann hefur leikið með Hljómsveit Illuga í tvo vetur, og áður öðrum minna þekktum. Aðspurður um af hverju hann sé í hljómsveit svarar Þórainn: „Það er bara gaman að þessu. Ég hef reynt að vera ekki í hljómsveit og það gekk ekki.“ Guðni Bragason leikur á bassa. Hann kom til liðs við Rafael fyrir mánuði síðan. Hann dundaði sér, að eigin sögn, áður í hljómsveitinni Gabríel. Hann hefur einnig leikið með Stórsveit Húsavíkur, en segir miklu skemmtilegra að leika með dans- hljómsveit. Jón Ingólfsson leikur á hljóm- borð og hefur verið með Rafael frá upphafi, eða síðan í vor. Hann lék áður með hljómsveit- inni Mistök, og segir að það hafi verið algjör mistök. Hann hefur einnig leikið með Gabríel: „Ég hef gaman af þessu, þetta er bara mitt áhugamál,“ segir hann um þátttöku sína í tónlistarbransan- um. Örn Sigurðsson leikur á saxófón og er söngvari hljómsveitarinnar. Hann hefur starfað með henni frá upphafi. Hann lék ungur með Hljómsveitin Rafael. Kraftaverki og með Rómeó í fyrra. Einnig hefur hann leikið með Stórsveitinni, en finnst dans- músíkin skemmtilegri. „Ég er aðallega með ánægjunnar vegna, ætli ég sé ekki sviðssjúkur. En það er líka ágætt að fá smá auka- pening fyrir að spila því ég er í skóla,“ sagði Örn. Elvar Bragason spilar á gítar og hefur verið með hljómsveit- inni frá upphafi. Elvar hefur leik- ið með Stórsveitinni og Gabríel. „Það er mjög gaman að þessu,“ segir Elvar. Strákarnir í hljómsveitinni eru sammála um að gaman sé að vera í hljómsveit en að ekki saki að fá svolítinn pening samhliða áhuga- málinu. Aðspurðir hvort ekki sé bölvað púl að þvælast með fullt af græjum í félagsheimili út um sveitir, fram á rauðanótt og oft í brjáluðum veðrum, sögðu pilt- arnir að þetta væri spennandi. En þeir sögðu að það væri of lítið að gera og að enn væru þeir ekki nógu þekktir, yngsta hljómsveit- in á markaðnum. Aðspurðir um nafnið, Rafael, sögu þeir að það væri tilkomið vegna áhuga Þórar- ins á skjaldbökunum. Þórarinn samþykkti það nú ekki en hvern- ig sem nafnið er tilkomið, þá er það hið ágætasta. Hins vegar mun vera stórhættulegt að vera bassaleikari hjá Rafael. Helgina áður hafði Guðni misst borð ofan á tá á sér, og setið bölvandi með bassann heilt ball á sviðinu á Ýdölum, bassaleikarinn á undan honum puttabrotnaði, og var þar með úr leik í bili. „Við spilum dansmúsík, gömlu dansana, gamalt rokk og bara tónlist sem hentar fólki frá fæð- ingu til níræðs. Við spilum þá tónlist sem fólkið á hverju balli vill fá,“ sagði Örn, aðspurður um tónlistarvalið. Pantanasími hljómsveitarinnar er 42091 hjá Erni og 41753 hjá Tóta, og sögð- ust þeir félagar eiga nokkrar helgar lausar í vetur. „Ég hef allavega aldrei lært á trommur,“ sagði Þórarinn, en viðurkenndi að hafa stundað tónlistarnám í barnæsku og lært að leika á einhver önnur óskil- greind hljóðfæri. Einhver sagði blokkflautu en það staðfesti Þór- arinn ekki. „Ég hef bara lært á j a morgun ' Veríö velkomin. pet ásamt kennara sínum Norman Dennis. „Ég byrjaði að læra á kassagítar, en skipti svo yfir á rafmagnsgítar. Ég var í tónlistar- skólanum í þrjá vetur,“ sagði Elvar. „Ég hætti í tónlistarskóla eftir hálfan vetur, þá var ég full- numa,“ segir Nonni, og félagarn- ir brosa breitt yfir tónlistarnámi hans. „Ég hef lært á orgel og selló og saxófón," segir Örn sem verið hefur í tónlistarskólanum marga vetur, og neitar þeirri fullyrðingu Nonna að það sé vegna þess að honum hafi gengið svo illa. Þeir eru hressir og spaugsamir strákarnir en viðurkenna að þeir vildu gjarnan hafa meira að gera við að spila á böllum. Þó gaman sé á æfingunum sé enn meira gaman að spila uppi á sviði og horfa ofan á stelpurnar í salnum. Það sé í raun miklu meira gaman að spila á böllum, en að vera á böllum. HAGKAUP ___Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.