Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. desember 1991 - DAGUR - 5 Efst í huga Kristján Kristjánsson Er jóiahald Islendinga komið út í öfgar? Það er ekki laust við að jólahátíðin sé manni ofarlega í huga þessa dagana, enda aðeins 3 dagar til jóla. Þá fylgist ég spenntur með því sem er að gerast á okkar háa alþingi. Þar hefur ýmislegt gengið á að undanförnu og manni sýn- ist að Davíð forsætisráðherra eigi í hinu mesta basli með bæði stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar sem og stjórn- arandstöðuna. Hann er þó hvergi banginaog segist hafa fulla stjórn á málumFEn þar sem svo skammt er til jóla, ætla ég að sleppa pólitíkinni í dag og snúa mér þess í stað að jólahaldinu. Það hefur oft verið sagt að jólahald okkar íslendinga sé komið út í hreinar öfgar, kaupæði grípi fólk og það sé í flestum tilfellum að eyða peningum sem það eigi ekki til, þó svo að til séu undantekningar frá því. Eflaust má deila um þetta atriði en víst er að allir reyna að gera jólin eins hátíðleg og ánægju- leg og frekast er kostur. íslendingar nota greiðslukort meira en nokkrir aðrir og þau eru óspart not- uð fyrir jólin. Verslanir færa greiðslu- kortatímabilið fram um viku í desem- ber, þannig að landinn geti frestað því að borga kostnaðinn við jólin fram í febrúar. — Og ef ekki eru þá til peningar fyrir úttektinni, er hægt að fá að skipta greiðslunni niður á þrjá mánuði til við- bótar hjá greiðslukortafyrirtækjum, þannig að enn er hægt að fresta því að gera upp herlegheitin. Undirbúningur jólanna hefst mörgum vikum fyrir jól hjá mörgum en aðrir taka lífinu með ró fram í miðjan desember. Sérstaklega hefur kvenfólkið miklar áhyggjur af undirbúningi jólanna en það eru nú einmitt þær sem stjórna því verki í flestum tilfellum og oftast af miklum myndarskap. Við karlmennirnir erum oftast frekar værukærir og segjum fram á síðustu stundu að nægur tími sé til stefnu. Alla vega hef ég fengið þá gagnrýni á mínu heimili en þar eins og víða annars staðar er það konan sem ber hita og þunga af öllum undirbún- ingi. Þó er ég sennilega einn allra besti smákökusmakkari sem sögur fara af. Það þarf jú að athuga hvernig tekist hefur til við baksturinn. Að síðustu vil ég nota þetta tækifæri til þess að óska lesendum Dags gleði- legra jóla og um leið þakka fyrir árið sem nú er að líða. Fjölmiðlar Þröstui Haialdsson \ Þegar auglysingarnar taka öll völd í fjölmiölum Bráöum koma blessuð jólin og þegar þau boöa komu sína nú á dögum gerist þaö fyrst meö jóla- sveinum í búöargluggum, en næst gerist það aö blööin veröa ólesandi og Ijósvakinn útbíaöur í auglýsingum. Nú veit ég aö mér ber ekki aö tala illa um auglýsingar. Það eru þær sem borga launin mín. En þótt ég hafi meö aldrinum og gráu hár- unum mildast í afstööunni til auglýsinga, já eig- inlega komiö mér upp faglegum áhuga á þeim, þá get ég samt ekki sagt aö ég hafi gaman af þeim. Og alls ekki þegar þær taka öll völd eins og gerist um þetta leyti árs. Þaö þarf ekki að lýsa þessu fyrir lesendum. Venjulegt efni dagblaöanna veröur aö láta sér nægja mjóar ræmur upp meö og utan um aug- lýsingar, bókafréttir eru helstu fréttirnar og á hverri síðu eru rauöklæddir skeggjúðar að glenna sig framan í börn og Ijósmyndara. Ekki er ástandið betra i sjónvarpinu. Þar fer stærstur hluti kvöldsins í auglýsingar og auglýst dagskrá fer öll úr skorðum. Sum kvöld finnst manni hafa fariö í eina óslitna biö eftir því aö eitthvað hefjist sem maður ætlar aö horfa á. Útvörpin eru þó aö ég held allra verst. Þar fer mest í taugarnar á mér allt jólalagaspilerfiö. Þaö liggur viö aö ekki sé leikin önnur tónlist f útvarpi í desembermánuði en sú sem hægt er að kenna viö jól. Og þvílíkt endemis bull sem sett hefur veriö á plast í nafni jólanna. Sem betur fer hefur sú regla veriö tekin upp aö hefja ekki jólalagasí- byljuna í Ríkisútvarpinu fyrr en 1. desember, en þá er líka eins og þáttagerðarmenn hafi beðið í ofvæni allt árið eftir að hella þessari framleiöslu yfir okkur saklausa hlustendur. Við þetta auglýsingaflóð í dagbiööum og Ijós- vakamiðlum bætist allur sá pappír sem troðið er inn um lúguna hjá manni óumbeöiö. Allir klúbb- ar og félög sem vettlingi geta valdiö reyna að krækja í sinn skerf af auglýsingafénu og gefa út blöö sem eru lítiö annað en auglýsingar, brand- arar og kannski ein síöa meö jólahugleiöingu eftir prestinn eöa þingmanninn. Vonandi veröur þetta til þess aö efla félagslífið í viökomandi klúbb eöa félagi, annan tilgang meö útgáfunni fæ ég ekki séö. Og þá er ég kominn aö því sem ég heföi ekki þorað aö segja fyrr i mánuðinum af ótta viö hefndaraögeröir auglýsingadeildarinnar. Ég sé nefnilega ekki aö allt þetta auglýsingaflóö þjóni nokkrum tilgangi öörum en aö borga kaupiö okkar sem vinnum á fjölmiðlunum. Það er í sjálfu sér mikið göfuglyndi, en ég held nú aö auglýsendur hafi eitthvað annaö í huga þegar þeir panta auglýsingabirtingu í fjölmiðli. Ég get séö tilganginn í því aö birta svo marg- ar auglýsingar og svo víða aö fólk beinlínis kom- ist ekki hjá því aö rekast á þær. Það er herferð sem kostar óhemju fé og ekki á færi nema fárra fyrirtækja. Afgangurinn hlýtur aö drukkna í flóö- inu þótt vafalaust megi finna dæmi þess aö litlar og ódýrar auglýsingar sem birtast sjaldan hitti í mark og selji vöruna grimmt. Kannski er ekki rétt aö setja alla miðla undir sama hatt þvi af sjálfu leiöir aö auglýsing í smærri blööunum sést betur en sú sem birtist innan um þúsund aörar á ein- hverri af hundraö síðum Moggans. Fyrir okkur sem höfum þann starfa aö fylla blöðin af efni er þetta auglýsingaflóð blendin ánægja, í þaö minnsta finnst mér desember allt- af heldur þreytandi í vinnunni. Vissulega er gott aö fá kaupiö sitt, en álagiö sem þessi aukna út- gáfa veldur á litlum ritstjórnum er mikiö. Þar við bætist sú þversögn aö þótt síðunum í blaðinu fjölgi þá er eins og aldrei sé pláss fyrir þaö efni sem blaðamenn vilja helst koma aö. Þessi aðdragandi jólanna er því heldur hvim- leiöur fyrir flesta fjölmiölamenn. Það eina sem þeir geta huggaö sig viö er aö þessu lýkur alveg örugglega á aöfangadag. Aö vlsu þarf aö aug- lýsa soldið rakettur og happdrætti milli jóla og nýárs, en það er lítilræði í samanburöi viö þaö sem tíökast fyrir jól. Þaö er því engin tilviijun aö ég er fyrir löngu farinn aö hlakka til jólanna eins og barn. Þá verður aftur hægt aö kveikja á sjónvarpi og út- varpi án þess að festast í auglýsingafarganinu. Og eftir áramót verða blöðin aftur læsileg. Vímuefnalaus áramótagleði (eins og í fyrra) Vímuefnalaus áramótagleði verður haldin mánudaginn 30. desember 1991, að Hótel KEA. Miðaverð kr. 2500. Þriggja rétta máltíð, skemmti- atriði og dans. Aðgöngumiði gildir sem happdrættis- miði og í verðlaun eru glæsilegir vinningar. Sala aðgöngumiða fer fram á Hótel KEA. Veislustjóri, Óttar Guðmundsson læknir. Munið að í fyrra komust færri að en vildu. Nefndin. SOKKABUXURNAR SEM PASSA. Fjölbreytt úrval! Örugglega eitthvað fyrir þig. Þú velur þína stærð eftir stærðatöflunni á Leggs söluhillunum. Fást í öllum kjörbúðum KEA HUNDRAÐ AR I HORNINU 3. bindi ER KOMIÐ ÚT Bókin fæst í útibúi KEA Ólafsfiröi, Bókvali á Akureyri og hjá stærri bókaverslunum á Reykjavíkur- svæöinu. Umboðsaöili í Reykjavík er Ólafs- firðingafélagið. H BÆJARSJÓÐUR 222= ÓLAFSFJARÐAR FfllBRK G. 018EÍRSS0W_ Hundrað ár r 1 Horninu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.