Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 21. desember 1991 Brot ÚR SÖGU BÆNDA Atli Vigfússon Eina nótt fengu ljósin að lifa Jólahátíðin er að ganga í garð og allir vilja gera sér glaðan dag og breyta til frá hversdagsleik- anum. Gömlu sveitajólin hafa vikið fyrir nýtískulegri jólum, en áður fyrr þurfti miklu minna til þess að gleðja fátækar sálir þessa lands og litlir voru þeir kertalogar sem þá loguðu miðað við alla þá Ijósadýrð sem nú tíðkast. Jólin voru einhver dýrðlegasta hátíð ársins og mest allra hátíða. Ef ekki var farið til kirkju var jólalesturinn lesinn er allir voru búnir að þvo sér og greiða og fara í betri fötin. Þegar lestri var lokið var farið fram og borinn inn jólamaturinn þ.e. magáll, sperðill og ýmislegt hnossgæti svo og einar 3-4 laufa- kökur en lengi var það ekki venja að skammta hangikjöt á jólanótt- ina, að minnsta kosti sumsstaðar norðan heiða, en eftir að kaffi kom til var kaffi og lummur seinna um kvöldið. Stundum var líka hnausþykkur grjónagrautur með sýrópi út á og þótti mesta sælgæti. Gömul venja mun það hafa verið að slátra kind rétt fyrir jólin til þess að hafa nýtt kjöt á hátíð- inni og var ær þessi kölluð jólaær- in. hvaða kind sem það var. Þessi siöur var aflagður á Norðurlandi fyrir löngu en hélst fram undir síðustu aldamót á Rangárvöllum og í efri hluta Ar- nessýslu. Ekki mátti spila, en Ijósin loguðu Jólanóttin sjálf var helg stund í augum almennings og hvorki mátti dansa né spila þessa nótt og því síður rífast og blóta. Kveikt voru Ijós um allan bæinn svo að hvergi bæri skugga á og létu sum- ir lifa Ijós alla nóttina og auðvitað var látið loga í baðstofunni. Víða var líka öllu fólkinu gefið kerti og var þá ekki lítið um dýrðir og öllum Ijósbjarmanum brá um húsin. Sveinn á Þremi í Eyjafirði (d. 1824) setti þrjú ljós í baðstof- una þ.e. eitt kerti sem stóð upp úr rúmslánni, lampann í rúmstafinn og fjósakoluna á ílátsbotn einn þar á gólfinu niðrundan. Þessi Ijós þýddu þrenninguna. Kvöldskatturinn Það var siður í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum að húsbændur veittu hjúum sínum eitt kvöld ótil- tekið á jólaföstunni svo mikið sæl- gæti í mat sem þeir gátu og keppt- ust jafnvel öreigar við að veita hjúum sínum þennan kvöldskatt hvað lítil sem björgin var í húsum þeirra. Allt fór þetta fram með mestu leynd og þótti mest til koma ef enginn vissi neitt fyrr en ílátin komu inn úr baðstofudyrunum. Var þá allri vinnu varpað frá sér í snatri og síðan sest að snæðingi. Ekki þótti ærlega skammtað ef menn gátu étið upp um kvöldið enda geymdu margir sér af kvöld- skattinum í marga daga til þess að fá sér bita við og við. Þar sem margt vinnufólk var gerði það sér og húsbændum sín- um þann glaðning að gefa kvöld- Jólaskemmtiferð í Skagafirði 1915 „Hinn 21. des var skólanum sagt upp í bráð og byrjaði jólafríið. Við máttum hafa Ijós á herbergj- unum og úti í skólastofu. 14 voru heima af nemendunum. A aðfangadagskvöld var fólk- inu safnað saman. Þar las Sigurð- ur skólastjóri upp hugvekju úr Kirkjublaðinu og við sungum jólasálma. Svo vorum við í her- bergjum okkar og lásum bréf að heiman og röbbuðum saman. A jóladag var messað og dans- að úti í leikfimishúsi eftir messu. A annan dag jóla lagði ég af stað með Sigurði í skemmtiferð suður í Skagafjörð. Nokkrir strákar fylgdu okkur vestur yfir Hálsinn. Fyrst komum við í Hofsstaði og var þá verið að messa þar. Sá- um við þar margt fólk úr Skaga- firði og þekktu allir Sigurð og fögnuðu honum. Þar þáðum við veitingar. Þar bjuggu þá Jóhannes Bjömsson og Kristrún Jósepsdótt- ir frá Hólum. Héldum við þaðan suður alla Blönduhlíð og var gam- an og æfintýralegt að fara þá leið í kvöldhúminu, því veður var ágætt. Vorum við fimm klukkust. í Víði- veili, en þangað var ferðinni aðal- lega heitið. Þar bjó þá um þessar mundir Gísli Sigurðsson með systrum sínum tveimur þeim Lilju og Sigurlaugu og svo var móðir þeirra þar heima líka. Þarna var okkur ákaflega vel tekið, því þetta var mikið kunningjafólk Sigurðar og hafði Gísli verið á Hólum við nám. Var þar mikið fjör og gam- an um kvöldið og var Sigurður hrókur alls fagnaðar og sá ég þá fyrst hver æringi og fjörmaður hann gat verið. Morguninn eftir var sama góð- viðrið. Lögðum við þá leið okkar vestur yfir Héraðsvötn og suður Tungusveit og fram í Brúnastaði. Þar bjó þá gamall maður Jóhann Pétursson (85 ára) og hafði hann verið hreppstjóri þar í 52 ár. Var það myndarlegur karl og hafði Sigurður mjög gaman af að tala við hann. Hann gaf þeim Gísla vín og hann hellti út í súkkulaði hjá mér, en það var í fyrsta sinn sem ég bragðaði vín og sögðu þeir Sigurður og Gísli að ég hefði orð- ið fullur af því og hlógu mikið. Þarna vorunt við um nóttina í gömlum bæ með stofum frammi. Daginn eftir fórum við til baka út Tungusveit og töfðum þá á Stapa og Steinsstöðum en þangað komu þær á móti okkur systur Gísla, Sigurlaug og Lilja og urð- um svo öll samferða heim í Víði- velli. Sagði Sigurður margt skemmtilegt á því ferðalagi. Næsta dag (29. des.) fórum við frá Víðivöllum um hádegi og töfð- um þá á Flugumýri hjá ríkum bónda sem hét Jón. Dóttir hans Marja var af og til á Hólum þenn- an vetur og var mikið um hana tal- að og ortur bragur í orðastað hennar sem hét Hólabragur og kom út í Skólapiltinum. Þaðan fórum við í Frostastaði og gistum þar hjá Magnúsi Gíslasyni hrepp- stjóra. Þar var búskapur mikill og hafði hann uni 100 hesta og 300 fjár. Þar var timburhús, en nýlega byggt fjárhús og hlaða mikil úr steinsteypu. Daginn eftir héldum við norð- ureftir. Töfðum þá á Hofsstöðum og Vatnsleysu og hittum þar Hólmjám kennara. Þaðan héld- um við út Viðvíkursveit í Brim- nes, en þar bjó þá Einar Jónsson og Margrét Símonardóttir. Þar var bæði gaman að koma, fjörugt fólk og skemmtilegt. Myndar- kona Margrét. Við spiluðum vist um kvöldið og sagði Sigurður oft „sóló" en lapaði henni oftast nær. Næsti dagur var gamlársdagur og sjötti dagurinn sem við vorum á þessu ferðalagi. Þá fórum við út í Kolkuós. Þar var verslunarhús sem Hartmann Asgrímsson átti. Var verslað við hann úr Hjaltadal og Viðvíkursveitinni og fórum við stundum þangað sleðaferðir. Þarna var þá komin frú Þóra kona Sigurðar og fengum við þarna ffn- ustu veitingar. Síðan héldutn við öll heim að Hólum um kvöldið og varð ég feginn að hitta félaga mína aftur þó ferðin hefði verið skemmtileg. Hafði Sigurður boð inni um kvöldið og var þar drukkið „púns" og glaðværð mikil - Þar með lauk árinu. (Úrdugbók Skúla Þorslcinssonar Lillu-Rcykjuni S-Þiiii>. skólapilis á Hóluni vclurinn 1915-1916.) skatt líka og lögðu þá oft tveir eða þrír saman til þess að hann gæti orðið sem myndarlegastur og urðu þannig margir kvöldskattarnir á sama heimilinu en allir urðu þeir að vera á jólaföstunni. Mörgum þótti vænt um þennan kvöldskatt og orti Árni Jónsson á Stórahamri í Eyjafirði vísur sem sýna hversu fjölbreyttur skatturinn var. Kvöldskutt fékk é,i>, kœr ot> þekk kanan i’ekk wn beina: magáls þekkja mundi ég smekk: má því ekki leyna. Langur þar lijá leggur var, laukinn bar hann yœöu: hánda skar ég bitann snar, brátt þvífura aii sntcöa. Riftö breitt mér var o,i> vcitt varla sneitt afskorti: þaö var feitt ogfleira en eitt frá er neitt ég gorti. Af barni rollu bringukoll haugs lét tolla lína á mínum bolla, mæt og Iwll mátti ég lirolli týna. Hákarls sniöiö litiföi kviö linindin iöu-glansa oft lagöi niöur á leiifatiö lá mér viö uö stansa. Efst lá kaka eins og þak sem eldsins bakan lierti; haröiö spraka meöur mak í miinninn rak og skerti. Slykki liér meÖ hryggjar er, huppsneiÖ skerast miuidi, jlot og smériö baugsól ber blossa livera Þuntli. Þakkir fáöu. þakiitgiáö þornti láöin ktcra, fyrir þáÖa þessa bráÖ og þtcgö sem náöirftcra. Heimatilbúið jólatré Liðið er á jólaföstu ot’ laufabraiiðsclagurinii rennur ttpp Deit’ið erfiatt ot> kökurnar skornar með vasaltníf á fjöl (Jm kvöldið er hituð tó/p ofi steiktar laufakökurnar bíða síðan jólanna í stöflum á kistubotni Farið er í kaupstað kontið Iteini með jólavarniiif’ Sumt er t’eynit í gestastofu ot> vekur forvitni okkar barnanna jtet>ar t>efur réttfyrir jól t>erum við okkurferð suður í hraun veljum heinvaxna birkilirfslu rífuni upp síyrœnan eini oft með bláum berjum A lu ísluna er síðan smíðaður fótur einiviði oy> sortulynpi vafið um greinarnar A aðfant>adaf> er luísið hreinsað skipt á rúniunum Menn baða sit> til skiptis í jivottaliiísinu í blikkbala Seinast er eldhúst>ólfið jiveyið gegningum er lokið og allir sparibúast nema mamma stendur enn við steikarpottinn En hátíðin gengur ekki í garð fyrr en hún er komin á upplilutinn sinn Þá er sest kringunt raflilöðuútvarpið og lilustað á aftansöng séra Bjarna Nýsvertur kolaofninn snarkar við tökum undir sönginn finnuni livernig hátíðin fyllir húsið ot> allan Iteiminn Sest er að jólaborðinu Lambasteik og flauelisgrautur með berjasaft bragðast aldrei betur Farið er í fjós að mjólka gengiðfrá í eldhúsinu Síðan tekur mamma fram jólagjafirnar Nýjar flíkiir sem Itútn hefur ýmist saumað eða kevpt Allir kaijmennirnirfá niannséttskyrtur konurnar svuntu eða kjólefni Iietta eru kœrkonmar gjafir Fjölskylduvinir hafa sent okkur smágjafir ot> kort Kortin eru nteð gylltum grenitrjám glöðum börnum og jólasveinum á sleðum eða Mariu ot> jesúbarninu íjötunni Jósef ot> fjárhirðarnir í kring og jiarna er stjarna sem vísar veg í nótt Við göngunt kringunt jólatréð nteð lifandi kertaljósum á /iví hanga epli og fléttaðir jólapokar með lieimagerðu konfekti Þá les pabbi húslestur um gleðiboðskapinn við syngjum sálma fyrir og eftir I lokin segja allir eins og vant er: Þökk fyrir lesturinn Þá er drukkið miðnœturkaffi nteð kökunum góðu sem beðið hqfa jólanna í búrinu Seinast er liáttað í gullhreinu rúmin Olíulampinn fœr að loga jiessa einu nótt á árinu Þvílíkur fögnuður að sofna og vakna í Ijósi vita að enn eru jól. (Þóra Jónsdóuir: Línur í lófa (Ijóðubók) Fjölvaúlgáfan 1991)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.