Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. desember 1991 - DAGUR - 11
TJÚTT&TREG|
Ingrid Jónsdóttir, Skúli Gautason og Þórdís Arnljótsdóttir glöð á góðri stundu. Myndirnar hér á síðunni eru teknar
á æfingu. Myndir: Golli
Líf og fjör, ástir og átök, tjútt
og tregi. Já, söngleikurinn
Tjútt & tregi er að komast á
svið hjá Leikfélagi Akureyrar
og frumsýning verður föstu-
daginn 27. desember nk. Eftir-
væntingin er mikil eins og sést
best á því að tæplega hálfum
mánuði fyrir frumsýningu var
þegar orðið uppselt á þrjár
fyrstu sýningarnar og búið að
skjóta inn aukasýningu fyrir
áramót.
Valgeir Skagfjörð samdi þenn-
an leik söngva og gleði og gaf
Leikfélaginu í afmælisgjöf. Hann
leikstýrir verkinu sjálfur en tólf
leikarar, fjórir dansarar, sjö
manna hljómsveit og fleiri sjá um
að koma fjörinu til skila.
Við tökum hér forskot á sæl-
una með því að birta nokkrar
myndir sem ljósmyndari okkar
tók á æfingu. Til að kynnast anda
sjötta áratugarins, sönglögunum
og fléttunni í verkinu er þó nauð-
synlegt að fara í leikhúsið og sjá
Tjútt & trega með eigin augum.
Þá kemur hér nafnalisti, en
auk Valgeirs er eftirfarandi lista-
fólks getið:
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
leikur lykilhlutverkið, sveita-
stúlkuna Lilju. Skúli Gautason
leikur Sonní Carlsson, alias Sig-
urjón Karlsson, dægurlagasöngv-
ara í Vetrargarðinum og félags-
heimilum á landsbyggðinni. Felix
Bergsson leikur Arngrím mjólk-
urbílstjóra, vonbiðil Lilju. Aðal-
steinn Bergdal leikur athafna-
manninn Áka agent, sem á sinn
þátt í Tívolíinu og öðru skemmt-
anahaldi íslendinga eins og
hnefaleikum, dansleikjum og
bingóum. Þá koma leikkonurnar
Þórdís Arnljótsdóttir og Ingrid
Jónsdóttir mikið við sögu, fyrst
sem ungar áhugamanneskjur um
dansskemmtanir og mannlegt
eðli og síðar í dramatískum hlut-
verkum drykkfelldrar skáldkonu
í Reykjavík og ungrar stúlku sem
lendir í ógæfu. Jón Stefán Krist-
jánsson hefur fengið tilsögn í
hnefaleikum hjá Bubba Morthens
og Guðmundi Arasyni til að
túlka kraftakarlinn Villa boxara,
sem ættaður er af Ströndum.
Þráinn Karlsson leikur Valdimar
bónda í Miðhúsum og Sunna
Borg leikur Sigríði spúsu hans.
Marinó Þorsteinsson leikur
kaupmann og innflytjanda í
Reykjavík, Þórey Áðalsteins-
dóttir leikur ráðskonu á heimili
hans og Kristjana Jónsdóttir leik-
ur gengilbeinu.
Baldvin Björnsson hannar
leikmynd og búninga, en sögu-
slóðir eru margar eins og sveitin,
félagsheimilið, kaffihús, Vetrar-
garðurinn, braggahverfi, kaup-
mannsheimili, stræti, höfnin o.fl.
Ingvar Björnsson lýsir sýning-
una.
Hjörtur Howser og Jón Hlöðver
Áskelsson útsettu tónlist Val-
geirs. Jón Rafnsson stjórnar
hljómsveitinni en auk hans og
Hjartar skipa hana þeir Birgir
Karlsson, Þorsteinn Kjartansson,
Laufey Árnadóttir, Baldur
Rafnsson og Kormákur Geir-
harðsson.
Henný Hermannsdóttir hefur
samið tilbrigði við tískudansa
sjötta áratugarins á borð við
tjúttið, suður-ameríska dansa og
jafnvel rokk, en auk leikaranna
taka sporið dansararnir Haraldur
Hoe Haraldsson, Jóhann Gunnar
Andrésson, Aðalheiður Kr.
Ragnarsdóttir og María Braga-
dóttir.
Elsa Björnsdóttir hannar hár-
greiðslu og Áslaug Borg förðun.
Gunnar Sigurbjörnsson sér um
hljóðblöndun, Freygerður Magn-
úsdóttir stjórnar saumastofu og
Hallmundur Kristinsson smíða-
verkstæði en sýningar- og sviðs-
stjóri er Hreinn Skagfjörð.
Ættu þá lesendur að vera orðn-
ir margs vísari um þessa upp-
færslu Leikfélags Akureyrar. SS
,