Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 22

Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 21. desember 1991 Bækur -gæðanna vegna Ævintýra- ejjanogÆvin- týrahöllin Iðunn hefur endurútgefið tvær fyrstu Ævintýrabækurnar eftir Enid Blyton, Ævintýraeyjuna og Ævintýrahöllina, í nýjum bún- ingi. Þessar tvær bækur komu fyrst út í íslenskri þýðingu fyrir um það bil fjörutíu árum. Ævintýrabækurnar eru tví- mælalaust vinsælasti bókaflokk- urinn sem Enid Blyton hefur skrifað, enda kannast allir við páfagaukinn Kíkf og krakkana, Jonna, Önnu, Finn og Dísu. Bækur Enid Blyton hafa skemmt íslenskum börnum í áratugi. Auk Ævintýrabókanna má nefna Fimmbækurnar, Dularfullu bækurnar, Ráðgátubækurnar og Leynifélagsbækurnar. Sigríður Thorlacius þýddi bækurnar. Snuðra og Tuðra Iðunn hefur gefið út fimm nýjar bækur um systurnar Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur rithöfund. Það er listamaðurinn Gunnar Karlsson sem mynd- skreytir. Bækurnar heita: Snuðra og Tuðra verða vinir, Snuðra og Tuðra í búðarferð, Snuðra og Tuðra fara í strætó, Snuðra og Tuðra í miðbænum og Snuðra og Tuðra missa af matnum. Systurnar fjörugu, Snuðra og Tuðra, voru einu sinni litlar og ljúfar, en síðan hefur margt breyst. Þær taka upp á alls konar prakkarastrikum og stundum eru þær ósköp óþægar. Mamma þeirra segir að þær muni læra af reynslunni - en pabba finnst stundum að það gangi ekki alveg nógu vel. Bréf til Jóns Sigurðssonar III Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur gefið út þriðja bindi af Bréfum til Jóns Sigurðssonar. Bréfritarar þess eru Guðmundur Ólafsson (1825- 89), Halldór Kr. Friðriksson (1819-1902) og Jón Pétursson (1912-96), en útgáfuna annaðist Jóhannes Halldórsson, cand. mag., forseti Hins íslenska þjóð- vinafélags. Bréf Guðmundar til Jóns forseta eru frá tímabilinu 1853-79, Halldórs 1863-76 og Jóns 1860-76. Rit þetta er úrval af bréfum til Jóns Sigurðssonar forseta (1811- 79), en tvö fyrri bindi þess komu út 1980 og 1984. Útgefandi kynn- ir þetta nýja bindi svo á kápu: „Sendibréf eru þess eðlis, að þau birta sitt af hverju sem liggur í þagnargildi meðal samtíma- manna, en bregður síðar ljósi á ýmislegt til skilnings á stórum og smáum viðburðum í sögu liðinna tíma. Þar tjá menn gjarnan skoðanir sínar á mönnum og málefnum tæpitungulaust. í þeim birtist aldarháttur fortíðar, sem vissulega á erindi til nútímans hverju sinni til aukinnar kynning- ar á lífi og kjörum forfeðra. Með þessu bindi lýkur þriggja binda úrvali bréfa til Jóns Sig- urðssonar. Nafnaskrá bindanna er birt hér í lokin. Bréfritarar eru þrír: Guðmundur Ólafsson bú- fræðingur og bóndi á Fitjum í Skorradal, Halldór Kr. Friðriks- son yfirkennari í Lærða skólan- um í Reykjavík og Jón Pétursson háyfirdómari í Reykjavík. Allir áttu þeir sæti á Alþingi.“ Bréf til Jóns Sigurðssonar III eru 254 bls. að stærð. Jóhannes Halldórsson ritar skýringar við þau, og þessu bindi fylgir nafna- skrá alls ritsins. Áfram vegiim... Út er komin bókin Áfram veginn..., saga bifreiðaviðgerða og Félags bifvélavirkja á síðari hluta aldarinnar. Höfundur bókarinnar er Ásgeir Sigurgestsson. Áfram veginn... er hluti af verkinu „Safn til iðn- sögu Islands", en ritstjóri þess er Jón Böðvarsson. Bókin er 2. bindið um bifreiða- viðgerðir hérlendis. Fyrra bindið, Brotin drif og bílamenn, sem út kom 1988, greinir frá upphafi og framvindu í bifvélavirkjun fram að síðari heimsstyrjöld. Þá var iðngreinin orðin rótföst og Félag bifvélavirkja hafði náð fótfestu sem stéttarfélag. í nýju bókinni segir frá hvernig haldið var Áfram veginn... til nútíma. Ritverkið allt er einstæð heim- ild um hvernig iðngrein verður til, vex og dafnar. Rakin er þróun verkfæra og vinnubragða, gerð grein fyrir menntunarmálum og lýst látlausri baráttu fyrir kaupi og kjörum. Brautryðjendur í þessari ungu atvinnugrein hafa veitt höfundi upplýsingar sem hvergi finnast annars staðar í rit- uðu máli. Úr verður nýstárlegt sagnfræðirit á lipru máli, kryddað kímnisögu. Á annað hundrað mynda, flestar frá fyrri árum og áður óbirtar, auka gildi frásagn- arinnar. Bækurnar Brotin drif og bíla- menn og Áfram veginn fást bæði stakar og saman í veglegri gjafa- öskju. Gert hefur verið myndband tengt efni bókanna. Það sýnir hvernig bílaviðgerðir hafa breyst frá komu fyrsta bílsins til okkar dags. Myndin er unnin af Þor- steini Jónssyni kvikmyndagerðar- manni í samvinnu við Ásgeir Sig- urgestsson o.fl. Beraiudabrosið Út er komin hjá Bridgesambandi íslands bókin Bermudabrosið - þegar íslendingar urðu heims- meistarar í bridds. í frétt frá Bridgesambandi íslands segir m.a.: „Guðmundur Sv. Hermanns- son, varaforseti Bridgesambands íslands og blaðamaður Morgún- blaðsins var í Yokohama í októ- ber þegar íslendingar urðu heimsmeistarar í bridds. í þessari bók lýsir hann atburðarásinni í Yokohama og upplýsir meðal annars hvernig eitt beittasta vopn íslendinga, brosbragðið, varð til. Frásögnin er með þeim hætti að allir þeir sem fylgdust með mót- inu í gegnum fjölmiðla á íslandi ættu að geta haft gaman af, einn- ig þeir sem kunna ekki bridds. Inn í frásögnina er fléttað við- burðarríkum spilum sem tengjast meginmálinu. í seinni hluta bókarinnar tekur einn heimsmeistaranna, Guð- mundur Páll Arnarson, saman eftirminnileg spil frá úrslita- keppninni. Guðmundur Páll rek- ur sagnir og gang spilanna á ein- földu og skýru máli.“ Bókin er prýdd fjölda mynda frá undirbúningi landsliðsins og keppninni. Bermudabrosið verð- ur til sölu í bókabúðum, hjá Bridgesambandi íslands og Bridgefélögunum víðs vegar um landið. Prentvillupúkinn: Ó-i ofauMð í við- taJi við Vilhjálm Inga Ámason Prentvillupúkinn fitnaði dálítið í viðtali við Vilhjálm Inga Árna- son í blaðinu í fyrradag þar sem einu ó-i var ofaukið. í viðtalinu átti að standa. Ef könnunin væri unnin á hlutdrægan hátt og ein- göngu hafðar með þær vörur sem fást í KEA-Nettó og öðrum vör- um sleppt sem ekki fást þar yrði verðstuðull verslanana á þá leið að Hagkaup yrði um 2% dýrara en KEA-Nettó. í blaðinu í gær slæddist umrætt ó fyrir framan orðið dýrara og gerbreytti merk- ingu málsgreinarinnar og eru hlutaðeigandi aðilar beðnir vel- virðingar á því. Jólapakki vdðiinamisiiis Verðáður Verðnú P akkl 1 silungastöng m/opnu hjóli kr. 4.945 3.956 P akki 2 alhliða kaststöng m/opnu hjóli kr. 11.065 8.852 P akki 3 vönduð kaststöng m/rulluhjóli kr. 17.700 14.160 P akkl 4 góð einhendu flugustöng m/hjóliogflugulínu kr. 17.210 13.768 Því ekkl að gefa veiðimaniiinum veiðivörur í jólagjöf J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.