Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 8

Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 21. desember 1991 Matarkrókur Fjórar uppskriftir frá húsfrejjunni að Dlugastöðum Hlíf Guðmundsdóttir, hús- freyja að Illugastöðum í Fnjóskadal er í matarkrók helgarinnar, en hún tók við áskorun Elínar Eydal, hús- freyju að Þverá í Dalsmynni. „Það sem ég ber á borð fyrir lesendur Dags eru tveir réttir, kjötréttur og fiskréttur sem og hrásalat og eplakaka, sem hafa reynst vel á mínu heimili. í öllu jólaumstanginu þykir mér rétt að birta uppskriftir sem gott er að grípa til í byrj- un nýs árs þegar veisluborðin hœtta að svigna“. Krepinettur 700 g nautahakk 80 g hveiti 1 egg pipar og salt eða annað krydd eftir smekk brauðrasp og smjörlíki Nautahakkið, hveitið, krydd- ið og eggið sett í skál og hnoðað saman. Þunnar kökur mótaðar og þeim velt upp úr raspi. Allt brúnað á pönnu. Er því er lokið er krepinettunum komið fyrir á pönnunni aftur og þær látnar malla á minnsta straum í 20 til 25 mínútur. Borið fram með kartöflustöppu, grænmeti og rabbarbarasultu. Fiskur í eplum og karrí 2-3 epli 1 teskeið karrí 25 g smjörlíki 1 stórt fiskflak salt eftir smekk Rífið eplin í rifjárni og bland- ið karrí samanvið. Hitað á pönnu í smjörlíki. Smyrjið eld- fast mót og setjið maukið í. Raðið nú fiskstykkjunum í mót- ið og setjið lok yfir. Þá er eld- fasta mótið sett í ofninn og rétt- urinn bakaður við 200 gráðu hita í 20 mínútur. Borið fram með kartöflum og hrásalati. Hrásalat Tvö lauf af kínakáli 4 stk. kíví 150 g gulrœtur 4 hringir ananas Gulræturnar rifnar í rifjárni. Kínakál, kíví og ananas brytjað. Allt sett í skál og anan- assafa hellt yfir. Hrœrð eplakaka 250 g smjörlíki 250 g sykur 2 stk egg 250 gr. hveiti 1 tsk. lyftiduft 75 g rúsínur 3 epli kanelsykur Hrærið saman smjörlíki og sykri. Eggin sett út í sem og þurrefnin. Helmingur deigsins sett í mót. Eplin eru rifin í rif- járni og látin á deigið ásamt rúsínum og kanelsykri. Því næst er afgangur deigsins settur yfir. Gott er að bleyta skeiðina í vatni þegar deiginu er smurt. Kakan er bökuð við 200 gráðu hita neðst í ofninum í 35-40 mínútur. „Þessi kaka svíkur engan“. Hlíf skorar á bróður sinn Júlíus Guðmundsson, útibús- stjóra Kaupfélags Eyfirðinga í Sunnuhlíð, og hann verður í matarkrók að hálfum mánuði liðnum. ój Stjörnuspá „Árt ábyraðar“ T ■H 21. mars - 19. apríl Kmbbi 21. júní - 22. júlí Eitthvað er fjölskyldan að ergja þig í dag og á morgun svo að þú hefur allt á hornum þér en upp úr hádegi á Þorláksmessu fer skap- ið að batna og allt fram á jóladagskvöld verður þú í þínu allra besta formi, uppábú- in(n) að hrekkja og skemmta fjölskyldunni og að hjálpa og stríða ungum sem öldnum, frænkum og frændum. Gleðileg jól. 7\)aut 20. april - 20. mai Það verður líf og fjör í kringum þig í dag, á morgun og fram að hádegi á Þorláks- messu við jólaundirbúninginn með fjöl- skyldunni. Upp úr hádegi á Þorláksmessu færist hins vegar yfir þig einhver drungi, e.t.v. hefurðu ofreynt þig, svo að jólin fara einhvern veginn framhjá þér. Það er fyrst að morgni annars í jólum að þú kemst í jólaskapið. Gleðileg jól. Xvíbur*at* 21. maí - 20. júní Klukknahljóm, klukknahljóm! Nú leikur lífið við þig. í dag, á morgun og fram að hádegi á Þorláksmessu ægir öllu saman; hangi- keti, músastigum, námsfólki í jólafrfi, greni, kertum, vandlega földum jólagjöfum, jóla- kortum og laufabrauði. Gott ef frænkurnar frá Gimli eru ekki sestar í gamla hornsóf- ann með hornspangargleraugun og pipar- kökurnar. Og kötturinn Brandur fær rjóma. Eftir friðsæla jólahátíð kemstu í óvenju skemmtileg jólaboð á annan. Gleðileg jól. J_jóu 23. júlí - 22. ágúst Frá hádegi á Þorláksmessu og fram á jóladagskvöld verður þú miðpunktur allrar athygli. Gott ef jólatréð fer ekki eins og hjá sér við hliðina á þér í nýju jólafötunum. Þú bókstaflega geislar af lífsgleði hvar sem þú ferð þessa jóladaga. Gleðileg jól. W ]\i\e.yja 23. ágúst - 22. september Snemma á Þorláksmessumorgun léttir af þér ákveðnum þunga sem hvílt hefur á þér síðan um miðjan nóvember. Og þó að erfiðleikum þínum Ijúki ekki fyrr en um miðjan janúar má segja að nú sé heilsan ekki lengur í hættu. Frá hádegi á Þorláks- messu og fram á jóladagskvöld verður þú í þínu allra besta jólaskapi. Gleðileg jól. Á Þorláksmessumorgun léttir af þér ákveðnu fargi og þótt erfiðleikum þínum sé ekki lokið má segja að nú fari að rofa til. Frá hádegi í dag og fram að hádegi á Þorláksmessu verður þú á kafi í jólaundir- búningi með fjölskyldunni. Eftir friðsæl jól færðu óvæntan jólabónus á annan. Gleði- leg jól. fyrir vikuna 21.- Sigfús E. Arnþórsson 27. desember 1991 Vog 23. september - 22. október Htemgeit 22. desember- 19.janúar Þú hefur verið í óvenju miklu stuði undan- farnar vikur en frá og með Þorláksmessu þarftu að fara að huga að heilsunni. Eitt- hvað er fjölskyldan að ergja þig í dag og á morgun en upp úr hádegi á Þorláksmessu fer að létta til og þú verður í þínu fínasta jólaskapi fram á jóladagskvöld. Gleðileg jól. Það gengur allt á afturfótunum hjá þér fram að hádegi á Þorláksmessu. Jólaser- ían virkar ekki. Músastigarnir hrynja hver af öðrum o.s.frv. Eftir þessar hremmingar verða jólin sjálf friðsæl og annar í jólum verður sérstaklega eftirminnilegur. Gleði- leg jól. .SpoKðcKeki 23. október - 21. nóvember VatiAsbeH 20. janúar- 18. febrúar í dag og á morgun verður þú í þínu besta jólaskapi við undirbúning hátíðarinnar með fjölskyldunni. Upp úr hádegi á Þor- láksmessu feröu að missa áhugann og jólin sjálf fara einhvern veginn framhjá þér. Á annan í jólum hrekkurðu svo aftur í jólaskapið. Gleðileg jól. lEóogmachAÞ 22. nóvember-21. desember Eitthvað fara jólin óvenju mikið í taugarnar á þér þetta árið. Allt þetta prjál og glingur. Jólaguðspjöllin minnast hvergi á Fabuland, Fisher Price eða Lego, ekki Pierre Cardin heldur. Flví erum við þá að eyða peningum í svona vitleysu? Nær væri að gefa þetta fá- tækum o.s.frv. Þú mætir jólasteikinni með fýlusvip og neitar að mæta í fjölskylduboðið á jóladag. Þetta lagast á annan. Gleðileg jól. Piskar 19. febrúar-20. mars Þú kemst í jólaskapið upp úr hádegi á Þor- láksmessu og blómstrar fram á jóladags- kvöld. Þessi jólin færðu senda bláa fugla frá Zambíu sem þú matreiðir sjálf(ur) að fornum hætti Zúlúmanna, fjölskyldunni til óblandinnar gleði. Jólabækur þínar heita nöfnum eins og: „Jólasiðir Azteka", „Þróun- arsaga heimilisiðnaðar í Grúsíu" eða „Sancta-Claus in outer space“. Gleðileg jól. Undanfarnar vikur hafa verið erfiðar hjá fiskum en núna á Þorláksmessu byrjar að rofa til. Frá hádegi í dag og fram á hádegi á Þorláksmessu verður þú í þínu fínasta jólaskapi við undirbúning hátíðarinnar. Jólin sjálf verða friðsæl en farðu varlega á annan. Gleðileg jól.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.