Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 21. desember 1991
Dansleikur
Kveðjum gamla árið með harmonikudans-
leik í Lóni við Hrísalund, föstudaginn 27.
desember frá kl. 22.00-03.00.
Hr Allir velkomnir!
Stjórnin.
Aku rey rarmót
í frjálsum
Ungmennaféiag Akureyrar heldur Akureyrarmót í
fjálsum íþróttum innanhúss laugardaginn 28. des. nk.
í íþróttahöllinni.
Keppt verður í öllum aldursflokkum og hefst skráning
kl. 12 á staðnum en keppni hefst kl. 13.00.
Stjórn U.F.A.
I
Restatarant
st aðurimi á toppnum
(
■nTI
Matseðill ýlismánaðar
FOKRúniR
Kjúklingapaté á rií'sljcijalilaupi
Glóðarstciktir humarhalar í skel
Ilvítlauksristaðir sniglar í ijómaspínati
Shcrrybætt hmnarsúpa með ijómatopp
Rjómalöguð kjörsveppasúpa
AÐALRÉri'IR
Blandaður sjávarkabarcttdiskur Fiðlarans
Piparsteik mcð ristuðum sveppum og ijómapiparsósu
nreindýrasteik með villisósu og Waldorfsalati
Timiankiy ddað lambafllet með hvítvínssósu
FiiiRRirrnR
Blábeijaostaterta með kafflnu
Ilnetu og klrsubeijaís með Sherry brandy
Eldsteiktar pönnukökur með ís
Jólaglögg og piparköltur
Lokað gamlárskvöld
Einkasamkvæim nýársdag
Líf og fjör
Dansleikur laugardagiiin 28. des.
Gleðileg jól!
Athugið
Fiðlarinn 4. hæð. Salir fyrir 10-200 manns.
Eruni ikrnir að taka niðnr pantanir fyrir
árshátíðir og hvers konar samkomur.
Tryggið ykkur rétta daginn í ííma.
íiðlarinn staðurinn á toppnmn
Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, Akureyri
Sími 27100.
ÍÞRÓTTIR
Handknattleikur, 1. deild:
Köflótt hjá KA-mönnum en
þó sigur á meistunmum
leiks og staðan í hléi var 14:10.
í seinni hálfleik saxaði Valur
smátt og smátt á forskotið og eft-
ir 10 mínútur var staðan orðin
jöfn, 17:17. Geysileg barátta var
í leiknum eftir það og hitnaði vel
í kolunum. Valsmaðurinn Þórður
Sigurðsson ærðist þegar eitthvað
fór framhjá fremur slökum dóm-
urunum og linnti ekki látum fyrr
en hann var búinn að sýna öðrum
þeirra fingur og hljóta rauða
spjaldið að launum. Valsmenn
höfðu síðan undirtökin þar til
staðan var 22:24 en með ágætum
endaspretti tókst KA-mönnum
að merja sigur.
„Ég er auðvitað ánægður með
að vinna en ekki hvernig við spil-
uðum. Þetta var rosalega köflótt
hjá okkur, við spiluðum frábær-
lega á köflum en duttum niður
þess á milli. Vörnin var óöguð
hjá okkur og við fórum illa með
ein 8-10 dauðafæri en liðið sýndi
karakter með því að rífa sig aftur
upp í lokin og vinna. Næsti leikur
gegn FH verður mjög erfiður en
við mætum vel undirbúnir því við
leikum við jafningja FH, Þórs-
ara, 5. janúar,“ sagði Alfreð
Gíslason, þjálfari KA.
Hjá KA lék Guðmundur
Guðmundsson geysilega vel í
fyrri hálfleik, fékk úr miklu að
moða og nýtti það vel en brást
alloft bogalistin í dauðfærum í
seinni hálfleik. Þá gerðu bæði
Alfreð og Stefán skemmtilega
hluti og Erlingur fór á kostum í
lokin.
Hjá Val var Guðmundur í
miklu stuði í markinu, Júlíus
Gunnarsson átti mjög góðan leik
og Brynar sýndi mikið öryggi í
vítaköstunum. JHB
Mörk KA: Guðmundur Guðmundsson 6,
Erlingur Kristjánsson 6, Stefán Kristjáns-
son 4, Alfreð Gíslason 4/3, Sigurpáll
Árni Aðalsteinsson 3/1, Jóhann Jóhanns-
son 2, Pétur Bjarnason 2. Axel Stefáns-
son varði 8 skot og Birgir Friðriksson 3/2.
Mörk Vals: Brynjar Harðarson 7/7,
Júlíus Gunnarsson 5, Dagur Sigurðsson
4, Valdimar Grímsson 3, Ingi R. Jónsson
3, Pórður Sigurðsson 2, Sveinn Sigfinns-
son 1. Guðmundur Hrafnkelsson varði
13 skot.
Dómarar: Guðmundur Sigurbjörnsson
og Jón Hermannsson. Dæmdu þokkalega
í fyrri hálfleik en misstu flest tök þegar á
leið.
Alfreð Gíslason skorar citt að fjórum mörkum sínum í leiknum. Brynjar
Harðarson sýnir varnartilburði en Valdimar Grímsson virðist hafa ákveðið
að „lúta í gras.“ Mynd: Golli
Handknattleikslið KA hefur
heldur betur tekið sig saman í
andlitinu í síðustu leikjum og í
fyrrakvöld vann liðið sinn
fjórða sigur í röð, að þessu
sinni á Islandsmeisturum Vals,
27:25. Sigurinn var þó naumur
því 15 mínútum fyrir leikslok
komust Valsmenn yfír í fyrsta
sinn í leiknum og höfðu foryst-
una þegar fímm mínútur voru
til leiksloka. En með góðum
endaspretti tókst KA að
tryggja sér sigurinn og var það
að stórum hluta Erlingi Krist-
jánssyni að þakka sem hrökk í
gang á elleftu stundu og skor-
aði fjögur síðustu mörk KA.
KA-menn byrjuðu með „stæi“
og allt virtist stefna í stórsigur.
Þeir fóru á kostum fyrstu mínút-
urnar á meðan Valsmenn voru
algerlega heillum horfnir og fljót-
lega var staðan orðin 6:1. Þá virt-
ust KA-menn telja leikinn unn-
inn og hreinlega hættu. 10 mínút-
um síðar var staðan orðin 8:7 en
KA reif sig upp í lok fyrri hálf-
Úrvalsdeildin í körfuknattieik:
Tindastóll í kröppum
dansi í Borgamesi
Tindastóll lenti í kröppum
dansi gegn Skallagrími í Borg-
arnesi á fímmtudagskvöldið.
Stólarnir komust yfír í byrjun
og höfðu forystuna fram í
seinni hálfleik en þá komust
heimamenn yfír og höfðu 8
stiga forystu þremur og hálfri
mínútu fyrir leikslok. En þá
tóku Skagfírðingar við sér og
tryggðu sér nauman sigur í
lokin, 91:94.
„Við mættum ekki með réttu
hugarfari í þennan leik. Við eig-
um að vera með sterkara lið og
ég held að menn hafi gert þau
mistök að vanmeta Borgnesing-
ana. Það má ekki hleypa þeim
svona inn í leikinn eins og við
gerðum því þá getur allt gerst.
Það hefði verið hrikalegt að fara í
jólafrí eftir ósigur í þessum leik,“
sagði Valur Ingimundarson,
þjálfari Tindastóls.
Tindastóll lék þokkalega í fyrri
hálfleik og hafði allan tímann
forystuna. Staðan í hléi var
42:47. En Borgnesingar léku
skínandi vel í seinni hálfleik og
höfðu átta stiga forystu skömmu
fyrir leikslok eins og fyrr segir.
En þá settu Stólarnir í gang í
vörninni og það dugði þótt naumt
væri.
Tindastólsliðið var nokkuð
jafnt í þessum leik en spilaði ekki
eins og það best getur. Skalla-
grímsliðið spilaði vel, sérstaklega
Birgir, Elvar og Kropachev, sem
allir voru „sjóðheitir. “ JHB
Stig Skallagríms: Elvar Pórólfsson 27,
Birgir Mikaelsson 24, Maxim Kropachev
21, Jón Bender 8, Þórður Jónsson 6, Haf-
steinn Þórisson 3, Þóröur Helgason 3.
Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 28,
Pétur Guðmundsson 18, Ivan Jonas 16,
Einar Einarsson 15, Haraldur Leifsson
10, Björn Sigtryggsson 5, Kristinn
Baldvinsson 2.
Handknattleikur:
Leikirnir við
HKN í janúar
í blaðinu í gær var sagt frá leikj-
um Völsungs og Þórs við HKN í
2. deildinni í handknattleik.
Þetta var að sjálfsögðu ekki rétt
því leikirnir við HKN fara ekki
fram fyrr en 10. og 11. janúar. Er
beðist velvirðingar á þessu.