Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 24
Norðurland:
Hið besta vetrarveður
og hvít jól
Ef fram vindur sem horfir
verða jólin hvít um allt
Norðurland.
„Veðrið í dag verður ágætt á
Norðurlandi. Snjókoman er dott-
in niður jafnt til sjávar sem
sveita. Bjart er og frost töluvert.
Á sunnudag verður norðaustan
kæla og éljagangur, en á Þorláks-
messu verður allt orðið rólegt að
nýju með björtu köldu veðri.
Frostið verður á bilinu 13 til 15
gráður. Eftir það stefnir í suðlæg-
ar áttir sem eru hagstæðar Norð-
lendingum og frostið verður
minna,“ sagði Magnús Jónsson,
veðurfræðingur á Veðurstofu
íslands. ój
Sjómannadeild Verkalýðsfélags Húsavíkur:
Skerðingu sjó-
mannaafsláttar
harðlega mótmælt
„Það er efst á blaði hjá okkur
að olíuverðsviðmiðunin falli
burt,“ sagði Jakob Hjaltalín,
formaður Sjómannadeildar
Verkalýðsfélags Húsavíkur.
Deildin heldur aðalfund sinn
28. des. nk. og verða kjaramál-
in krufín þar til mergjar, enda
samningar lausir. Jakob sagð-
ist vona að vel yrði mætt á
fundinn þar sem sjómenn yrðu
allir í landi á þessum tíma.
Um 30 sjómenn mættu á
almennan fund hjá Sjómanna-
deildinni á fimmtudagskvöldið.
Þar var samhljóða samþykkt
eftirfarandi ályktun: „Fundurinn
mótmælir harðlega öllum hug-
myndum um skerðingu sjó-
mannaafsláttarins. Fundurinn
átelur harðlega þau vinnubrögð
ríkisstjórnarinnar, að skerða enn
meira kjör sjómanna með þess-
um hætti en nú þegar er orðið,
vegna aflasamdráttar á yfirstand-
andi fiskveiðaári. Fundurinn
beinir því til stjórnvalda að hætta
nú þegar við allar hugmyndir um
skerðingu afsláttarins. Þá lýsir
fundurinn því yfir að ef til skerð-
ingar á sjómannaafslættinum
kemur væri eðlilegra að kostnað-
ur þess vegna félli á útgeröina í
stað sjómanna. í þessu sambandi
minnir fundurinn á yfirlýsingu
fjármálaráðherra, þess efnis að
sjómannaafslátturinn sé í raun
niðurgreiðsla á launakostnaði
útgerðar." IM
Beðið eftir jólunum.
Mynd: Golli
Lagfæringar á nýjum togara ÚA breyta miklu fyrir Slippstöðina:
GMstöku uppsagna iðnaðar-
manna seinkað um mánuð
Ákveðið hefur verið að upp-
sagnir iðnaðarmanna í Slipp-
stöðinni sem taka áttu gildi 1.
febrúar næstkomandi taki gildi
mánuði síðar. Ástæða þessa er
bætt verkefnastaða á fyrstu
tveimur mánuðum næsta árs,
fyrst og fremst vegna vinnu við
nýjan togara Utgerðarfélags
Akureyringa. Jafnframt hefur
verið hafnað þeim hugmynd-
um starfsmanna að jafna niður
þeirri vinnu sem verður í Slipp-
Mjólkurfræðingadeilan:
Saiiiumgaiimleitanir sigldu í strand
Fundur stóð til fjögur í fyrri-
nótt hjá ríkissáttasemjara
vegna samningaumleitana
Mjólkurfræðingafélags íslands
og viðsemjenda þeirra Vinnu-
veitendasambands íslands.
Upp úr viðræðum slitnaði og
nýr fundur hefur ekki verið
boðaður.
„Við ákváðum að hefja strax
viðræður eftir að við drógum til
baka verkfallsboðunina. Fundur-
inn varð árangurslaus að kalla.
Eftir stendur allt er varðar aldurs-
flokkahækkanir. Næsta skref er
að samninganefnd og trúnaðar-
mannaráð koma saman. Aðkall-
andi er að við ræðum málin ofaní
kjölinn og næstu skref ákveðin,“
sagði Kristján Larsen, formaður
Mjólkurfræðingafélags íslands í
samtali við Dag í gær. ój
stöðinni þannig að ekki þurfi
að koma til uppsagna starfs-
fólks.
Starfsmenn í Slippstöðinni
lögðu á dögunum fyrir stjórnend-
ur stöðvarinnar þá hugmynd að
þeir starfsmenn stöðvarinnar sem
ekki hafa fengið uppsagnabréf
minnki við sig vinnu til að eftir-
láta þeim starfsmönnum sem hef-
ur verið sagt upp. Með því móti
verði komist hjá uppsögnum.
Sigurður Ringsted, forstjóri Slipp-
stöðvarinnar, segir þetta ekki
framkvæmanlegt vegna verkefna-
leysis og því hafi þessum hug-
myndum verið hafnað.
„En við erum komnir með
ágætis verkefni í janúar og febrú-
ar og við sögðum því við þá iðn-
aðarmenn sem eru með uppsagn-
arbréf að þeir sem vildu fái vinnu
í febrúar. Jafnframt erum við að
segja að í janúar skoðum við
stöðuna því með þessu styttist
bilið sem þarf að brúa fram á
sumarið,“ segir Sigurður.
Slippstöðin hefur fengið nokk-
ur verkefni að undanförnu en
þau sem skipta mestu máli eru
breyting á Þórunni Sveinsdóttur
VE í frystiskip og lagfæringar
sem þarf að gera á Árbaki EA,
hinum nýja togara Útgerðarfé-
lags Akureyringa.
Eins og fram hefur komið er
stefnt að miklum endurbótum á
Flarðbak EA, einum togara Út-
gerðarfélags Akureyringa næsta
sumar, og hugmyndir hafa verið
uppi um að forvinna fyrir þetta
verk geti farið fram síðla vetrar
til að bæta verkefnastöðuna hjá
Slippstöðinni. Sigurður vildi ekk-
ert tjá sig um það mál en sagði
samkomulag við ÚA um að tekn-
ar verði upp viðræður strax eftir
áramót um þetta viðgerðarverk-
efni í heild.
Starfsmenn Slippstöðvarinnar
fóru í jólafrí í gær og koma aftur
til vinnu 6. janúar. JÓH
Sala á bókum og plötum á Norðurlandi í þessari viku:
Árni víkur hvergi úr efsta sætinu
Bóksalar á Norðurlandi segja
að bóksala hafi tekið veru-
lega við sér síðustu daga og
þeir búast við að það „verði
allt vitlaust að gera“ í dag og
á þorláksmessu. Frá því í síð-
ustu viku hafa orðið töluverð-
ar sviptingar á bókalistanum.
„Erró“ og „Bláskjár“ hafa
vikið, en í þeirra stað er Vil-
hjálmur Hjálmarsson kominn
með endurminningar sínar og
á listanum er einnig að finna
bók Ingibjargar Sólrúnar,
„Þegar sálin fer á kreik“.
En listinn lítur annars svo út:
1. Lífróður Árna Tryggvasonar -
Ingólfur Margeirsson.
2. Fyrirgefning syndanna -
Ólafur Jóhann Ólafsson.
3. Hernámsárin á Akureyri og Eyja-
firði - Jón Hjaltason.
4. Mitt er þitt-Þorgrímur Þráinsson.
5. Kristján Eldjárn/ævisaga -
Gylfi Gröndal.
6. Hann er sagður bóndi -
Vilhjálmur Hjálmarsson.
7. Bestu vinir - Andrés Indriðason.
8. Lífsháski Jónasar Jónassonar -
Svanhildur Konráðsdóttir.
9. Þegar sálin fer á kreik -
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
10. Akureyri, bærinn við fjörðinn -
Pálmi Guðmundss./Rafn Kjartanss.
Skammt undan koma síðan
,,Á slóð kolkrabbans“ eftir
Örnólf Árnason, „Bláskjár"
eftir Franz Hoffmann og „Guð-
irnir eru geggjaðir" eftir Stefán
Jón Hafstein.
Á plötulistanum hafa þær
breytingar gerst að Geirmundur
er nú einn í öðru sæti og hefur
nálgast Sálina. Minningar,
Todmobile og Rokklingarnir
bæta við sig en Ný dönsk, Bubbi
og Sléttuúlfar færast neðar á
listann. Yfirleitt eru sömu
hljómplötur á metsölulistum
verslananna í könnuninni, þótt
röðin sé misjöfn, en athygli
vakti að plötur með Queen selj-
ast nú vel í Hljómdeild KEA og
í Hljómveri er KK ofarlega á
lista svo og Tina Turner.
En söluhæstu plöturnar á
Norðurlandi fyrir þessi jól sam-
kvæmt Dags-listanum koma hér
á eftir:
1. Sálin hans Jóns míns -
Sálin hans Jóns míns.
2. Geirmundur Valtýsson -
Á fullri ferð.
3. Ýmsir flytjendur - Minningar.
4. Ný dönsk - De luxe.
5. Rokklingarnir -
Það er svo undarlegt.
6. Todmobile - Ópera.
7. Sléttuúlfarnir - Undir bláum mána.
8. Dengsi og félagar -
Jólaball með Dengsa og félögum.
9. Bubbi Morthens - Ég er.
10. Savannatríóið - Eins og þá.
Skammt á eftir Savannatríó-
inu koma Stóru börnin leika
sér, Tina Turner, Egill Ólafs-
son, KK, Bryan Adams, Michael
Jackson og Queen. En íslensku
plöturnar hafa greinilega yfir-
burði. óþh/SS