Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 15
Af erlendum vettvangi
Laugardagur 21. desember 1991 - DAGUR - 15
Aspirin bætir
heilsu jurtanna
Það er ekki bara þegar um höfuð-
verk eða hjartakveisu er að ræða,
sem aspirín kemur að góðu
gagni, það gerir jurtagróðri líka
gott. Nú hafa vísindamenn fund-
ið hvernig á því stendur: Salicyl-
sýran, sem er hið virka efni í
aspiríni og ýmsum skyldum
lyfjum, eykur möguleika jurt-
anna til að verjast ýmsum sjúk-
dómum.
Blómavinum hefur lengi verið
það kunnugt, að afskorin blóm
halda sér lengur, ef maður leysir
upp töflu með salicylsýru og bætir
upplausninni út í vatnið í blóma-
vasanum. Margar jurtir fram-
leiða raunar sína eigin salicyl-
sýru, og nafnið á þessu efni er
enda komið af latneska nafninu á
víðisættinni, salicaceae. Til þess-
arar ættar teljast m.a. víðir og
ösp.
Hópur amerískra vísindamanna
hefur nú slegið því föstu, að jurt-
ir liafi ónæmiskerfi, sem berjist
gegn sjúkdómum á svipaðan hátt
og ónæmiskerfi mannfólksins.
Þegar sveppir, bakteríur eða vír-
usar herja á einhverja jurt, sendir
hún út efnafræðileg boð, sem
valda því, að þeir hlutar plönt-
unnar, sem enn eru ósýktir taka
til við að framleiða eggjahvítu-
efni, sem leggja til baráttu við
hinar utanaðkomandi örverur.
Þessir amerísku vísindamenn
fullyrða, að salicylsýra gegni
miklu hlutverki í ónæmiskerfi
ýmissa jurta. Með því að smita
tóbaksplöntur af tilteknum vírus
gátu þeir sýnt fram á, að salicyl-
sýrumagnið í plöntunum fimm-
faldaðist og það áður en sýkingin
var farin að valda nokkrum
skaða. Viðbragðanna varð ein-
ungis vart í plöntum, sem frá
náttúrunnar hendi höfðu í sér
mótstöðuafl gegn þessum
ákveðna vírus.
Tilraunirnar benda til þess, að
salicylsýran auki á getu jurtanna
Kókaín og áfengi
er banvæn blanda
dauðatíðni er efni, sem heitir
kokaethylen og myndast í lifr-
inni, ef kókaín og áfengi berst
þangað á sama tíma.
Þetta er niðurstaðan eftir rann-
sóknir á miklum fjölda dauðsfalla
á Flórída. Þeir dánu áttu það
sameiginlégt, að þeir höfðu neytt
bæði kókaíns og áfengis áður en
þeir létust. í flestum tilfellum var
aðeins lítið magn af kókaíni í lík-
amanum.' Kokaethylen fannst í
blóði 62 af hundraði, þeirra sem
höfðu notað bæði vímuefnin. Við
nánari rannsókn fannst efnið
einnig í heila og lifur fórnarlamb-
anna.
Rannsóknirnar sýndu, að
kokaethylen er milli 50 og 100
prósent banvænna en kókaín út
af fyrir sig.
Kenning vísindamannanna er
sú, að kókaín og kokaethylen
trufli starfsemi þess hluta heilans,
sem m.a. stjórnar hjartastarfsem-
inni og þess vegna hætti hjartað
að slá.
(Fakta 4/91. - Þ.J.)
Hvað geta fiðrildi
flogið
Skordýrafræðingar víða um heim
hafa lengi leitað svara við þessarri
spurningu. Eins og vænta mátti
hafa þeir komist að þeirri niður-
stöðu, að það er mjög mismun-
andi eftir tegundum, hvað fiðrild-
in reyna að fljúga langt og hvað
þau hafa mikinn áhuga fyrir að
flytja sig milli staða.
En fyrir nokkrum árum var
skráð met í þolflugi fiðrilda.
Amerískir vísindamenn merktu
keisarafiðrildi í nánd við Santa
Barbara í Kaliforníu. Fimm mán-
uðum síðar fannst það í fjaillendi
Chiricahua í Arizona. Loftlína
þangað frá Santa Barbara er 1062
kílómetrar.
(Bcngt Bcngtsson í Fakta 4/91. - Þ.J.)
langt?
Keisarafiðrildið getur flogið meira
en 1000 kflómetra vegalengd.
Ef maður með bilaða hjartastarf-
semi neytir kókaíns og áfengis
samtímis aukast líkurnar á að
hann falli dauður niður meira en
tuttugufalt frá því, sem er, ef
hann innbyrðir aðeins kókaín.
Það, sem veldur þessarri háu
Það getur haft örlagaríkar afleiðing-
ar, ef blandað er saman tveimur eða
fleiri vímuefnum, t.d. kókaíni og
áfengi.
Reklar á víðigrein, en salicylsýra
dregur nafn sitt af latneska nafninu
á víðisættinni, salicaceae.
til að verjast sýkingu. Það hefur
enn ekki tekist að skýra, hvernig
sýran verkar. En þrátt fyrir það,
að þessar rannsóknir séu ekki
langt á veg komnar, geta áhrif
þeirra orðið mikilvæg. Vísinda-
mennirnir hyggjast nú kanna,
hvort hægt sé að auka mótstöðu-
afl ýmissa nytjajurta með því að
græða í þær erfðavísi til fram-
leiðslu á salicylsýru.
(Fakta 4/91. - Þ.J.)
Þýskur kristall, pólskur kristall, silfurplett,
herra- og dömusnyrtisett.
Jólaskreytíngar,
liyacintu skreyttngar
Stakar hyacintur — verð frá kr. 140 stk.
Opið smmudag til ld. 22.00
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegra jóla
*
AKUR
KAUPANGIV/ MYRARVEG 602 AKUREYRI
SÍMAR 24800 & 24830 PÓSTHÓLF 498
Bláa línan: S: 12121
Þjónustusími heimilanna, fyrirtækjanna, stofnananna. Hjá okkur færðu
upplýsingarnar og við vísum þér á verktaka, iðnaðarmenn, einstaklinga og
fyrirtæki sem eru tilbúin að þjónusta þig. Við erum með símavakt allan sól-
arhringinn. Við erum þér til þjónustu. Hringdu!