Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 3
Fréttir
Laugardagur 21. desember 1991 - DAGUR - 3
Húsaleiga presta, bæjarfógeta og
sýslumanna á Norðurlandi:
Bæjarfógeti Sigl-
firðinga greiðir mest
Sóknarprestarnir á Húsavík og Sauðárkróki greiða hæsta húsa-
leigu til ríkisins fyrir afnot af embættisbústöðum af prestum á
Norðurlandi. Þetta kemur fram í svari dóms- og kirkjumálaráð-
herra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar (G) um embættis-
bústaði. Þar kemur einnig fram að bæjarfógeti Siglfirðinga greið-
ir hæsta leigu sýslumanna og bæjarfógeta á Norðurlandi fyrir
embættisbústað sinn.
En lítum á upplýsingar dóms- og kirkjumálaráðherra.
Prestssetur Leiga Fermetrar Bygg.ár. Fast.mat
1. des. ’91 (bílageymsla 1. des. ’90
ef við á) (millj. kr.)
Prestbakki *) 0 297 1957 2.596
Melstaður 8.867 161 1983 2.890
Hvammstangi 8.473 264 1975 5.477
Blönduós**) 128 1964 3.563
Bólstaður ***) 128 1964 3.568
Skagaströnd 7.206 120 1965 3.365
Sauðárkrókur 9.915 250 1980 7.674
Glaumbær 6.405 170 1945 2.028
Mælifell 3.940 203 1923 2.653
Miklibær *) 0 172 1947 2.037
Hólar 6.953 189 1951 3.529
Hofsós **) 191 1938 3.048
Siglufjörður 6.223 237 1936 3.959
Ólafsfjörður 6.895 213 1964 5.741
Dalvík 9.787 227 1967 6.645
Hrísey 5.358 245 1955 4.059
Möðruvellir 8.204 245 1938 2.687
Laugaland 7.777 279 1926 3.796
Laufás 6.973 248 1936 3.469
Háls 4.491 176 1947 1.414
Grenjaðarstaður 7.847 223 1936 3.628
Skútustaðir **) 245 1963 4.347
Húsavík 10.129 278 1974 7.047
Skinnastaður 4.754 306 1930 3.395
Raufarhöfn 8.861 159 1980 4.522
Þórshöfn 6.897 142 1979 3.690
*) Hús þarfnast verulegra endurbóta
**) Húsaleiga presta, sem búið hafa í sama embættisbústað frá því fyrir gild-
istöku laga nr. 27/1968, skal ákvarðast á grundvelli laga um skipulag og hýs-
ingu prestssetra, nr. 38/1947. Ákvæði þeirra laga um ákvörðun og hækkun
leigu eru mjög óljós og hefur leiga þessara presta ekki verið hækkuð. Húsa-
leiga annarra presta var endurskoðuð á síðasta ári á grundvelli reglugerðar
um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins nr. 334/1982. Fallið var að hluta frá hækk-
un á húsaleigu þá vegna mótmæla Prestafélags íslands og greiða þessir prest-
ar nú leigu sem ákvörðuð var á grundvelli samkomulags milli ráðuneytisins
og Prestafélagsins.
***) Ekki leigt presti - leiga gengur upp í endurbætur á húsi. óþh
Embættisbústaðir bæjarfógeta og sýslumanna
Leiga 1. des. ’91 Fermctrar (bílageymsla ef við á) Bygg.ár. Fast.mat 1. des. ’90 (millj. kr.)
Blönduós 11 364 1953 7.850
Sauðárkrókur 9.240 132 1958 3.261
Siglufjörður 18.260 225 1986 6.190
Ólafsfjörður 17.746 327 1958 3.261
Húsavík 4.741 263 1974 7.445
óþh
Nýr sóknarprestur á Raufarhöfn:
„Hér er gott mannlíf4
- segir Jón Hagbarður Knútsson
íbúar í Raufarhafnarhreppi
fengu nýjan sóknarprest í síð-
asta mánuði. Jón Hagbarður
Knútsson, guðfræðingur, tók
við embættinu 1. nóvember sl.
og var formlega settur inn í
embættið sunnudaginn 24. nóv-
ember.
Séra Örn Friðriksson, prófast-
ur á Skútustöðum, setti Jón Hag-
barð inn í embætti í Raufarhafn-
arkirkju. Við athöfnina voru
m.a. prestarnir Gunnar Sigur-
jónsson á Bakkafirði, Ingimar
Ingimarsson á Sauðanesi, Eiríkur
Jóhannsson á Skinnastöðum og
Sighvatur Karlsson á Húsavík.
Jón Hagbarður Knútsson er
fæddur á Höfn í Hornafirði en
uppalinn í Reykjavík. Honum
líst vel á að vera kominn til Rauf-
arhafnar.
„Hér er gott mannlíf, finnst
mér, og mér hefur verið tekið
afskaplega vel,“ sagði Jón Hag-
barður.
Aðspurður sagði hann að
aðventukvöld hefði verið haldið í
Raufarhafnarkirkju og framund-
an væru jólamessur, á aðfanga-
dag, jóladag og annan í jólum og
einnig á gamlársdag. SS
Launavísitalan
í desember:
Óbreytt frá
fyrra mánuði
Hagstofan hefur reiknað launa-
vísitölu fyrir desembermánuð
1991 miðað við meðallaun í
nóvember sl. Er vísitalan 127,8
stig eða óbreytt frá fyrra mán-
uði.
Samsvarandi launavísitala sem
gildir við útreikning greiðslu-
marks fasteignaveðlána, er einnig
óbreytt og er því 2,795 stig í janú-
ar 1992.
Og þegar fernurnar eru tómar md breyta þeim í skemmtilegt jólaskraut