Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 23

Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 23
„Þunginn og hráleikinn eru svo heillandi“ - segja Baldvin og Jóhann úr thrash/dauðarokkssveitinni Exit Mörgum til mikillar hrellingar hef- ur svokallað thrash/death þunga- rokk skotið djúpum rótum hér á íslandi líkt og víða annars staðar í heiminum og á það ekki hvað síst við um byggðir hér norðan heiða. Mörgum til hrellingar segir maður, því vægast sagt eru nei- kvæðar raddir í garð þessarar tónlistar háværar og spara henni ekki kveðjurnar. En það er nú einu sinni svo að það eru tvær hliðar á öllum mál- um og það sem einum kann að mislíka það líkar öðrum. Því miður hefur sú staðreynd hins vegar ekki verið viðurkennd af þeim sem horn hafa í síðu thrash/death þungarokks og þungarokks yfir höfuð, því mál- flutningur þeirra er oftast ein- hliða, fullur af fordómum og skiln- ingsleysi. Þarf ekki annað en að nefna dæmalausar kenningar ýmissa „trúarhópa" um að rokk- arar séu handbendi djöfulsins, sem bruggi sinn illa seið til að hremma saklausar sálir, hneppa þær í viðjar þunglyndis, eiturlyfja og sjálfsmorðshugleiðinga. Er þessi málflutningur jafn sannfær- andi eins og að halda því fram að ástin, göfugasta tilfinning mannsins, væri í raun bölvun vegna allra sjálfsmorðanna sem beint eða óbeint tengjast henni. En burtséð frá heimspekileg- um vangaveltum, þá leitaði Poppskrifari Dags til einnar af efnilegri thrash/death sveitum Akureyrar, Exit, í þeim tilgangi m.a. að heyra þeirra hlið á mál- inu og að fræðast um hvað sé svo heillandi við tónlistina. Exit er skipuð þeim Baldvin Ringsted gítarleikara, Jóhanni Elvar Tryggvasyni söngvara, Magnúsi Magnússyni trommur, Aðalsteini Jóhannssyni bassa og Þormóði Aðalbjörnssyni söngur. Hitti Popþskrifari þá tvo fyrst- nefndu og tjáðu þeir honum í upphafi að Exit hafi orðið alvöru hljómsveit fyrir rösku ári. Komu þeir fyrst fram á minningartón- leikunum um Steinþór Stefáns- son 12. nóvember í fyrra og var þá aðeins liðin vika frá því þeir sömdu fyrsta lagið sitt. Eru þeir allir úr Glerárskóla nema Þor- móður, sem kom seinna í hljóm- sveitina og varð Exit til þar innan dyra. Nafnið fengu þeir af skilti einu sem skein skært þegar Ijós- in voru slökkt í kjallara skólans. Reyndar segjast þeir hafa hug á því nú að breyta nafninu, þar sem þeim finnst það ekki passa alveg við tónlistina. Aðspurðir um hvers vegna þungarokk eða thrash/death rokk sé þeirra uppáhaldstónlist, en ekki einhver önnur tónlist, segja þeir að það sé einfaldlega vegna þess að meiri kraftur og þungi í bland við hráleika sé meira spennandi en annað og að í thrash/death sé svo mikið um kaflaskipti sem eru svo heillandi. Er þeir Baldvin og Jóhann (eða Balli og Jói) voru inntir eftir hljóm- sveitum semþeir hafa mest dálæti á svöruðu þeir að þær væru margar, allt frá Ozzy Osbourne, Dio og Iron Maiden til Metallica, Megadeth, Pestilence, Paradise lost og Death. Næst spjölluðum við vítt og breitt um fordómana sem Poppskrifara var tíðrætt um hér í upphafi. Voru þeir Balli og Jói sammála um að fordómarnir væru byggðir á sandi og að mikils misskilnings gætti hjá þeim sem gagnrýndu Thrash/ deathrokk. Að vísu væru einhverjar hljómsveitir erlendis sem meintu það þegar þær syngja um að dýrka Satan og þess háttar, en hjá nær öllum hafi þeta verið eingöngu til að vekja á sér athygli og storka fólki. Hins vegar sé það nú orðið úrelt að þeirra mati að vera með slíka texta og þeim dytti aldrei í hug að semja slíka, hvað þá að vera með einhver dulin skilaboð í þeim um einhverja vitleysu eins og haldið er fram úti. Þá segir Jói ennfremur að ef allar íslensku thrash/death sveit- irnar semdu íslenska texta við lögin eins og þeir í Exit gera, myndu fordómarnir örugglega vera minni. (Það kom nefnilega fram hjá þeim félögum að flestar ef ekki allar aðrar sveitir á borð við Exit eru eingöngu með enska texta.) Þá bentu þeir félagar á það, sem er örugglega rétt, að þeir sem mest gagnrýndu, hefðu minnst hlustað og því væri gagn- rýnin léttvæg. Það er því ekki úr vegi að hvetja alla sem þetta íesa til að kynna sér thrash/death rokk áður en skoðun er mynduð á því, þ.e.a.s. ef menn á annað borð hafa áhuga á að mynda sér skoðun, því það er nefnilega betra að hafa enga skoðun heldur en einhverja sem byggð er á fordómum og vanþekkingu. Að lokum skal þess getið að Exit er á meðal 22 annarra hljóm- sveita á spólu sem kallast SNARL 3. Heitir lagið þeirra á spólunni Spilafíkn og er hún fáanleg í KEA. Exit: Frá vinstri, Jón Elvar, Baldvin, Magnús, Aðalsteinn og Þormóður. Laugardagur 21. desember 1991 - DAGUR - 23 !|f{? Frostrásin FM 98,7 Útvarp á Noröurlandi með aösetur á Akureyri. Góð tónlist allan sólarhringinn ★ Getraunir ★ Auglýs- ingar ★ Fréttapunktar ★ og ótalmargt skemmtilegt. Frostrásin FM 98,7 Sími 11657 * Útvarp með sál. Veaia fiölda áskorana kernur I Jón Hiattason aftur oj; arita bókina sína Hernámsánn a Akureyri og Eyjafirðr í dag kl.10.00-21.00 TÖI iKVAL Yfirvélstjóra vantar á Aron ÞH 105 frá 1. janúar 1992. Upplýsingar í símum 96-42015 og 96-41492. Sjúkraliðar! Sjúkraliða vantar að sjúkra- og eilideild Horn- brekku Ólafsfirði. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 1992. Nánari upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri eöa for- stöðumaöur í síma 96-62480. AKUREYRARBÆR Sundlaug Akureyrar Laust er til umsóknar starf sundlaugarstjóra við Sundlaug Akureyrar. Starfiö er fólgið í yfirumsjón meö daglegum rekstri, verkstjórn, mannaráðningum, fjármálum og fl. Æskilegt er aö umsaekjandi hafi reynslu í stjórnun og rekstri fyrirtækja. Einnig er laust til umsóknar starf kvenbað- varðar við Sundlaugina. Ráöið veröur í störfin frá 1. febrúar 1992. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar um störfin gefa íþrótta- og tóm- stundafulltrúi í síma 22722 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. Umsóknarfrestur er til 7. janúar 1992. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar Geislagötu 9. Starfsmannastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.