Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 21. desember 1991
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
UMSJÓNARMAUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARS-
SON (Sauöárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Sveiflur og
svartagallsraus
íslendingar eru þjóða bjart-
sýnastir, ef marka má nið-
urstöður alþjóðlegra skoð-
anakannana á undanförn-
um árum. Þeir hafa óbilandi
trú á sjálfum sér og þjóð
sinni. Bjartsýni er vissulega
af því góða og getur stund-
um flutt fjöll eins og þar
stendur. Þó má ef til vill
segja að hún sé best í hófi.
Of mikil bjartsýni kann ekki
góðru lukku að stýra eins
og reynslan hefur sýnt. Það
er til dæmis ekki vænlegt til
árangurs að byggja nýjar
atvinnugreinar á bjartsýn-
inni einni saman eins og við
íslendingar höfum þó gert
oftar en einu sinni. Nægir í
því sambandi að nefna loð-
dýraræktina og fiskeldið,
þar sem óhófleg bjartsýni
og óbilandi trú á framtíð-
armöguleika viðkomandi
greina var allsráðandi, á
kostnað jarðbundinnar og
raunhæfrar áætlanagerðar
og hóflegra fjárfestinga.
Skipbrot þessara atvinnu-
greina, loðdýraræktar og
fiskeldis, verða ráðamönn-
um þjóðarinnar vonandi
holl áminning um að fara
sér hægar í framtíðinni.
Ástæðulaust er þó að „um-
pólast“ algerlega, eins og
stjórnmálamenn og helstu
ráðgjafar þeirra virðast
hafa gert síðustu mánuði.
Boðskapur þeirra nú er all-
ur á einn veg: Allt er á helj-
arþröm og um það bil að
fara til fjandans. Meðal
þess sem ráðamennirnir
hamra á daginn út og inn
um þessar mundir er ríkis-
sjóðshalli, viðskiptahalli,
aflasamdráttur, taprekstur
flestra atvinnugreina, vaxta-
fár, atvinnuleysi, niður-
skurður opinberra fram-
kvæmda og þjónustu,
skattahækkanir og nýir
skattar.
Það er oft skammt öfg-
anna á milli. Svo virðist sem
stjórnmálamennirnir geti
ekki verið sæmilega jarð-
bundnir en þurfi ýmist að
vera of lágstemmdir eða
hástemmdir. Boðskapur
þeirra hefur óneitanlega
mikil áhrif á allt þjóðlíf.
Svartgallsraus þeirra nú
dregur máttinn úr mörgum
og gerir lægðina dýpri en
hún þyrfti að vera. Sífellt tal
um að kreppan mikla sé
upprisin gerir einungis illt
verra. Allt hið góða og já-
kvæða í lífinu vill gleymast.
Ráðamönnum þjóðarinn-
ar er hollt að hafa í huga að
íslenska þjóðin er ekki á
flæðiskeri stödd. Vegna
einhæfni atvinnulífsins
hafa íslendingar ávallt mátt
þola miklar sveiflur í þjóðar-
búskapnum. Þannig mun
það verða um ókomin ár og
við verðum að læra að haga
okkur í samræmi við það.
BB.
lAKÞANKAR
Kristinn G. Jóhannsson
Um barrheldni jólatrjáa
Eins og ég hefi stundum sagt
ykkur áöur er mér ýmislegt hús-
legt gefið að starfa fyrir jólin og
þyki, ykkur að segja, býsna lið-
tækur og er nánast sama á
hvaða sviði það er. Ég er nokk-
uð jafnvígur í rafmagni, tré-
smíði eða málaravinnu. Því er
heidur ekki að neita að ég hefi
oftar en einu sinni á þessu ári
sett ryksugu í samband en ég
er ekki mjög tíður gestur við
eldavélina.
Það er meðal annars í verka-
hring mínum að koma jólatrénu
á fætur og halda því við sæmi-
lega fótavist fram yfir jól. Svona
tré hafa löngum verið talsverðir
gallagripir einkum hvað varðar
þetta græna, þ.e. barrið, sem á
samkvæmt kenningunni að
loða við greinarnar. Ymis konar
húsráð eru gefin til þess að efla
þessa viðloðun og viðhalda
heimilisfriðnum. Fæst eru þessi
ráð mjög haldgóð. Það síðasta
sem að mér er haldið í þeim til-
gangi að halda barrinu föstu á
trénu er að niðursjóða neðri
hlutann á trénu. Ég hefi meira
að segja einu sinni stungið
stofninum ofan í hraðsuðuketil-
inn í þessum tilgangi. Ekki var
auðséð hver var meira undr-
andi, blessað tréð, ketillinn eða
frú Guðbjörg þegar hún gekk
fram á þessar aðfarir á eldhús-
gólfinu. Það þarf svo ekki að
orðlengja það að þessir aðilar
urðu þar að auki allir fyrir von-
brigðum með árangurinn og ég
eiginlega líka. Ég lét hins vegar
ekki á neinu bera og taldi að ég
hefði farið í einu og öllu eftir
reseptinu og gladdist yfir hverj-
um morgni sem upp rann og
sýnilegt var að tréð bar sitt barr
enn að hluta þótt græna slikjan
undir því yrði æ grænni eftir því
sem nær dró Þrettándanum. Ég
var því farinn að gera mér að
venju að fara fram á undan öðr-
um á morgnana og verka upp
stærsta hauginn svo að barrfall-
ið yrði ekki jafn áberandi öðrum
á heimilinu. Ég hefi hins vegar
komið mér upp afar handhægri
aðferð við að koma trénu út úr
húsinu í fyllingu tímans og þeg-
ar það hefur gegnt hlutverki
sínu. Þá er þrátt fyrir allt enn tals-
verður tætingur af barri eftir á
því og þess vegna þarf að gera
þetta með mikilli varúð. Ég ætla
nú að segja ykkur í hverju gald-
urinn er fólginn enda ekki sann-
gjarnt að ég sitji einn að þess-
um vísindum.
Ég gríp öruggum höndum um
fótinn á trénu og held því
láréttu. Oftast vill svo til að vatn
og ríkisstjóma
er enn f fætinum svo það hellist
þá strax niður á stofugólfið og
er þar með úr sögunni utan
blettur sem á sér enga sérstaka
framtíð. Síðan bakka ég í áttina
að næstu dyrum og held trénu
stöðugu nema ég hrasi um
eitthvað á leiðinni sem oft kem-
ur fyrir og þá þarf ekkert að fara
varlega eftir það með allsnakiö
tréð. Stundum kemst ég hins
vegar í dyrnar eins og ráðgert
var og þá er um að gera að
bakka út um þær. Ég fer sem
sagt á undan, síðan kemur jóla-
trésfóturinn og síðan tréð. í
þessu er galdurinn fólginn að
hafa þetta einmitt í þessari röð.
Mér gengur yfirleitt vel að kom-
ast út og fætinum líka en sama
verður ekki sagt um tréð sem er
í öllum tilfellum breiðara en dyra-
gatið. Þar stendur allt dálítið
fast. Þá er kúnstin sem ég við-
hef sú að kippa snöggt í og
bregst þá ekki að ég stend sigri
hrósandi utan dyra með tréð
barrlaust í höndunum en innan
við dyrnar og út um allt yfirleitt
er allt það barr sem tréð hafði
borið er útgangan hófst. Þar
sem mitt hlutverk í þessum hild-
arleik er eingöngu að koma
trénu út en annarra að sjá um
það sem inni verður eftir finnst
mér mínu þar með lokið og læt
sem ég sjái ekki allt það upp-
nám sem inni verður að mínum
þætti loknum.
Þessa aðferð hefi ég kosið að
kalla vinstristjórnaraðferðina.
Líkingin helgast af því að það
hefur verið nokkurt einkenni á
vinstri stjórnum okkar fram-
sóknarmanna undanfarna ára-
tugi að þegar stjórnin hefur
hrökklast út með alsbert tréð í
höndunum hefur yfirleitt allt ver-
ið í uppnámi og fallið barrið
sem eftir hefur orðið hefur beð-
ið annarra sem á eftir komu að
hreinsa upp. Það stendur ein-
mitt núna yfir ein svona hrein-
gerningin en úti fyrir stöndum
við framsóknarmenn að vísu
ekki með pálmann í höndunum
heldur barrlausar greinar þeirr-
ar stjórnarstefnu sem við fylgd-
um í tíð fyrri stjórnar. Við kom-
umst að sönnu út en eins og
venjulega er það ekki okkar
hlutverk að hreinsa upp slóðina
sem við skildum eftir okkur. Og
læt ég nú útrætt um húsráð er
varða jólatré.
Það kemur æði oft fyrir að ég
sit verklaus við vinnustofu-
gluggann minn við torgið og
gleymi mér við að horfa á ysinn
úti fyrir. Ekki hefur þetta síst átt
við nú um jólaföstuna að ég hefi
svikist frá málverkinu en
umferðin, fólkið á þönum og
Ijósadýrðin verður oftar en ætti
að vera tilefni til tafa frá því sem
mér er gert að starfa. Úr glugg-
anum mínum blasir við sá hluti
undirbúnings jólanna sem fram
fer um stræti og torg. Ég sé hins
vegar ekki það hugarþel sem
knýr fólkið í þessar árlegu
annir, né greini ég heldur hvers
fólk væntir af komu jólanna.
Yfirbragð jólaundirbúningsins
breytist ekki ýkja mikið frá ári til
árs. Jólabókaflóðið er þó ekki
alveg það sama og í fyrra og
það sem okkur er sagt að sé
aldeilis nauðsynlegt til að halda
jól er ofurlítið breytilegt.
Það sem hins vegar er ekki
auglýst né er til sölu er þó það
sem allt þetta snýst um. Það
ætlar þó að standast rót þess-
ara órólegu tíma þar sem fátt
virðist heilagt utan það sem
hefur hæst og helst á öllum rás-
um samtímis. Ég held að þrátt
fyrir að við erum stundum hálf
úrill vegna þess sem hlaðist
hefur utan á jólaundirbúninginn
finnum við þrátt fyrir allt enn
kjarna jólanna hver hjá sér sem
er og verður fagnaðarboðskap-
urinn sjálfur, fæðingarhátíðin,
Ijós heimsins og von.
Gleðileg jól.
Kr. G. Jóh.