Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 21.12.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. desember 1991 - DAGUR - 7 Ný alíslensk fyndni Fyrir fáum árum kom út bókin „Alíslensk fyndni'* en hún hafði að geyma ýmsar gaman- sögur úr íslensku nútímasam- félagi og skondnar blaðaúr- klippur sem Magnús Oskars- son borgarlögmaður hafði safnað. Bókin hlaut mjög góð- ar viðtökur og seldist upp á skömmum tíma. Nú hefur Magnús sent frá sér aðra bók í sama dúr og nefnist hún „Ný alíslcnsk fyndni“. Hér á eftir birtum við, með leyfi út- gefanda, nokkrar sögur og úrklippur úr bókinni. 0, Súsanna! Eitthvað vildi sú sanna sem hrópaði út til manna: „Ég er bókmenntabrýni og berst móti gríni. Ég er sú sanna Súsanna." Skúli heitinn Helgason frá Akur- eyri var afurða námsmaður og læknir góður. Áhugi hans beind- ist þó fremur að rannsóknum á sviði læknisfræðinnar en beinum samskiptum við sjúklinga. Eitt sinn leysti hann af Lúðvík Norðdal, héraðslækni á Selfossi, sem vanur var að sinna öllu kvabbi sjúklinga sinna, smáu sem stóru. Kvöld eitt hringdi kona í Skúla og bað hann að koma undir eins því barnið hennar hefði gleypt töskulykil. Lét Skúli kon- una lýsa atvikum nákvæmlega, þar á meðal aldri barnsins og gerð lykilsins. Kom í ljós að þetta var stórt og myndarlegt barn sem kveinkaði sér hvergi, en lykillinn örsmár og þunnur. Útskýrði Skúli fyrir konunni að hann gæti ekkert gert til að ná lyklinum til baka og yrði hún bara að bíða róleg og fylgjast með þegar hann kæmi í koppinn. Lauk svo sam- talinu en eftir skamma stund hringdi konan og vildi endilega fá lækninn til að koma og líta á barnið. Skúli spurði hvort nokk- uð hefði breytzt og þegar svo reyndist ekki vera, tókst honum að róa konuna í annað sinn og lofaði hún að bíða átekta eftir lyklinum. Pað stóð ekki lengi, því skömmu síðar hringdi konan í þriðja sinn, en þá var Skúla nóg boðið og hann sagði: „Ósköp liggur þér á, kona, er þetta kannski eini lykillinn að tösk- unni?“ í kringum 1980 birtust í sjónvarpi óvenjulegar auglýsingar frá inn- heimtudeild Ríkisútvarpsins. í einni þeirra var það aðalatriði, að miklu magni af peningaseðlum var þyrlað upp í loftið og á bak við heyrðist rödd þylja í síbylju: „Velkominn! velkominn! vel- kominn!“ Átti þetta að minna menn á að greiða afnotagjöldin. Vegna efnisins og mikillar endur- tekningar fór auglýsing þessi óskaplega í taugarnar á mörgum. Einn þeirra var Sæmundur Ósk- arsson, stýrimaður og stórkaup- maður. Dag nokkurn birtist hann í afgreiðslu innheimtudeildarinn- ar, sneri sér að gjaldkera og sagð- ist vilja borga afnotagjaldið og fá kvittun. Um leið og gjaldkerinn rétti kvittunina yfir borðið, opn- aði Sæmundur skjalatösku sína stóra. Var hún troðfull af gömlu seðlunum, sem þá voru í gildi en orðnir lítils virði. Sveiflaði Sæmundur töskunni svo seðlarnir þyrluðust upp í loftið og hjálpaði dragsúgur frá útidyrum til. Þegar skæðadrífan stóð sem hæst sneri hann sér kurteislega að gjaldker- anum og sagði: „Er ég ekki vel- kominn?“ Þegar Þorsteinn Pálsson, þáver- andi forsætisráðherra, varð fertug- ur kom mikill mannfjöldi í boð er hann hélt að Hótel Loft- leiðum. Myndaðist örtröð í and- dyrinu og töfðust gestir við að komast að til að skrifa nöfn sín á blöð sem lágu þar á borðum. Einn gestanna, sem orðinn var þreyttur á biðinni og óþolinmóð- ur að komast í veizluna, skrifaði þegar röðin kom að honum, efst á eitt blaðið: „Við mótmælum matarskattinum,“ og nafn sitt undir. Er veizlunni lauk hugaði hann að blaði þessu á leiðinni út, fann það á borði og sá að það var þéttskrifað og höfðu þar ritað nöfn sín margir þjóðkunnir menn. Kona nokkur hafði verið lengi veik og kom heimilislæknirinn i ótal heimsóknir til hennar, en heilsa hennar breyttist ekkert. Eftir eina heimsóknina tók eig- inmaðurinn lækninn afsíðis oj hvíslaði í eyra hans: „Geturði ekki gefið henni eitthvað sen krassar, á annan hvorn veginn?1' Færeyingur, sem hér var í vinnu, reykti óskaplega mikið og gekk alveg frant af vinnufélögum sínum. Fóru þeir að predika yfir honum um það hvað þetta væri hættulegt og lásu fyrir hann aðvörun frá landlækni á sígarettu- pakka urn að svo og svo margir Islendignar létust á ári hverju af völdum sígarettureykinga. „Já, já,“ sagði Færeyingurinn, „en það er allt í lagi með mig, ég er sko Færeyingur." Hún vildi alls ekki hátta og honum fannst erfitt að átta sig á svona vanda en sá þá í anda Samtökin 78. Þegar Friðrik Ólafsson, skák- meistari, var upp á sitt bezta fylgdist öll þjóðin með skákurn hans. Hann átti vanda til að lenda í tímahraki og var spennan í kringum það oft útlistuð nákvæmlega af fréttamönnum. Gömul kona, sem dáði Friðrik og hafði fylgzt með þessu, sagðist ekki skilja í honunt Friðrik sínum að lenda í þessu tímahraki æ ofan í æ og bætti svo við: „Ég vildi að hann færi nú að sjá að sér og byrja svolítið fyrr.“ Undrandi rödd spyr: „Er klukk- an virkilega orðin þrjú?“ Önnur rödd svarar: „Já, hún er það alltaf um þetta leytið.“ Þegar Jón Baldvin Hannibalsson var einu sinni sem oftar á funda- ferðalagi um landið, var lesin svohljóðandi auglýsing í Ríkis- útvarpinu: „Hver á ísland? Jón Baldvin á Höfn í Hornafirði.“ Þótt eftirfarandi saga, sem til er í ýmsum útgáfum, sé nokkuð vel þekkt, ekki sízt meðal lögfræð- inga, ætti að vera óhætt að rifja hana upp: Embættispróf í lögfræði hefur alltaf verið erfitt og því fylgt inikil alvara fyrir þá sem undir það ganga. Átti það ekki sízt við um munnlegu prófin hér áður fyrr, þegar kandidatsefnin urðu að klæðast í kjól og hvítt og standa skil á þekkingu sinni frammi fyrir þremur þjóðkunn- um öldungum og fræðimönnum á sviði lögfræðinnar. Var þá lítið um það að prófmenn leyfðu sér að slá á léttari strengi. Við þessar aðstæður var prófmaður að því spurður hvað sá ætti til bragðs að taka, sem greiða ætti peninga- skuld á tilteknum degi, ef viðtak- andi neitaði að taka við pening- unum. Þessu svaraði stúdentinn þannig, að leggja bæri peningana á sérstakan reikning á nafni við- takanda í Landsbankanunt. „Rétt,“ sagði prófessorinn, „en livað á maðurinn að gera, ef greiðslan, sem hann á að inna af hendi, er eitthvað annað en pen- ingar, ef hún er t.d. kýr?“ Örlítið hik kont á prófmanninn, en síðan svaraði hann: „Ætli það væri ekki reynandi að fara með hana í Bún- aðarbankann.“ Stundum flækjast menn óvart inn í atburðarás sem fer versnandi stig af stigi, án þess að tækifæri finnist til að brjótast út úr henni. Þetta kom fyrir sómakæran sveit- arstjórnarmann, sem ekki mátti vamrn sitt vita og ævinlega gætti virðingar sinnar. Alveg sérstak- lega vandaði hann framkomu sína þá sjaldan það kom fyrir að hann fór yfir strikið í áfengis- neyzlu. Það varð honum eitt sinni á í veizlu mikilli eftir ráðstefnu á Akureyri. Engu að síður tókst honunt að komast suður á flug- völl með fullri sæmd og út í vél. Ákvað liann að hafa hægt urn sig á leiðinni suður og tala ekki við nokkurn mann svo ekki bæri á neinu. Gekk það vel en því mið- ur var þessi vél ekki á leið til Reykjavíkur, eins og maðurinn hugði, heldur til Egilsstaða. Dimmt var orðið er vélin lenti þar og tók það hann nokkra stund að átta sig á því að hann væri ekki í Reykjavík. Ekki hvarflaði að honum að gera sig að því fífli að spyrja ltvar hann væri staddur, heldur gekk hann svo virðulega sem hann gat með hinu fólkinu. inn í rútu og fékk sér sæti. All- löng þótti honum leiðin enda var ekið niður á firði. Á leiðarenda gerði hann upp við sig að eftir svo langt ferðalag kæmi ekki til álita að spyrja hvert hann hefði farið. Frekar en að afhjúpa sig vék hann sér að manni og spurði hvar hótelið væri. Ekki gekk það vel því ekkert hótel var á staðnum. Maðurinn benti honum hins veg- ar á hús rétt hjá, þar sem byggi ekkja, er stundum tæki menn í gistingu. Svaf hann þar um nótt- ina. Morguninn eftir er hann var að drekka kaffi hjá ekkjunni, fór hún að spjalla við hann og spurði meðal annars hvað maðurinn væri að erinda. Var hann þá veik- ur af timburmönnum og úrræða- laus og þar sem hann gat ómögu- lega sagt sannleikann og datt ekkert skárra í hug, stundi hann því upp að hann væri eiginlega að leita að vinnu. Spurði konan hvort það væri til lengri tíma en þá reyndi hann að draga í land og sagði að það væri bara í nokkra daga. Konan kvaðst þá eiga hálf- an bát, sem hún hefði erft eftir ntann sinn, og stæði einmitt þannig á að þar vantaði háseta í forföllum. Þannig bar það til að sveitarstjórnarmaðurinn að sunn- an reri í þrjá daga á bát frá Aust- fjörðum meðan hann var að safna kröftum til að fara suður að horfa framan í eiginkonuna og afleiðingar þessa ferðalags að öðru leyti. BAUER skautar COOPER kylfur og hjálmar Skíöaþjónustan Fjölnisgötu 4 b, sími 21713. Ættbók^ og ^ ISLENZKA HESTSINS Á 20. ÖLD VII bindi eftir Gunnar Bjarnason. Þetta er lokabindið í hinu mikla ritverki um íslenska hestinn á 20. öld og einnig síðasti hluti starfssögu Gunnars. Lýsing á öllum stóðhestum og hryss- um sýndum 1990 og 1991. BOHflFORLflGSB * Omissandi bók fyrir alla hestamenn. Sidney Sheldon Samsæri Þúsundir íslendinga bíða spenntir eftir nýrri skáld- sögu frá Sidney Sheldon og hér kemur Samsærið. Robert Bellamy fær það hlutverk að leita uppi sjónarvotta að brot- lendingu „veðurathugunarbelgs“ í svissnesku Ölpunum. Öll vitni þurfa að finnast. SIDNEY SHELDON er meistari í að koma lesandanum á óvart.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.