Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. mars 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Eins og fram kom í Degi í gær samþykktu forsvarsmenn Vegagerðarinnar að ganga til samninga við Eystein Þ. Yngvason um sjóflutninga á Eyjafirði með Árnesi, gamla flóabátnum Baldri, sem þessi mynd sýnir. Sæfari kominn á söluskrá Eyjafjarðarferjan Sæfari er komin á söluskrá hjá Ragnar Johansen & Co. í Noregi. Dagur hefur undir höndum afrit úr söluskrá þessa skipa- miðlara í Noregi sem staðfestir þetta. Þar kemur fram að söluverð skipsins er 2.250.000 norskar krónur, eða um 21 milljón króna. Dagur hefur heimildir fyrir því að sá skipamiðlari í Noregi, sem hafði milligöngu um sölu skipsins til íslands á sínum tíma, telji að hægt sé að selja Sæfara fyrir mun hærra verð í Noregi. í gærmorgun var ráðgerður fundur vegamálastjóra með Guð- mundi Bjarnasyni, fyrsta þing- manni Norðurlands eystra, um ferjumálið og trúlega verður fundur þingmanna kjördæmisins um það á mánudag. óþh Skjaldarvík: Stöðugildum verði fækkað Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar nk. þriðjudag munu málefni dvalarheimilis aldraðra í Skjaldarvík væntanlegá verða rædd, en ákveðið hefur verið að fækka stöðugildum þar úr 21,9 í 17. Töluverður halli varð á rekstri Skjaldarvíkur á liðnu ari. Fyrir liggur skýrsla rekstrar- ráðgjafa um reksturinn í Skjald- Iðntæknistofnun: Tveir nýir starfsmenn með aðsetur á Akureyri Ákveðið hefur verið að Iðn- tæknistofnun ráði tvo nýja starfsmenn, sem hafi aðsetur á Akureyri. Starfsmennirnir munu jafnframt stunda kennslu við Háskólann á Akureyri og hafa þar aðsetur. Á undanförnum árum hefur Iðntæknistofnun lagt aukna áherslu á samstarf við fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins og reynt að koma til móts við þarfir þeirra. Að sögn Emils B. Karls- sonar hjá Iðntæknistofnun hyggst Iðntæknistofnun bæta þjónustu sína við fyrirtæki á Akureyri og nágrenni með ráðningu starfs- mannanna tveggja. Starfs- mennirnir verða einkum í sam- starfi við fyrirtæki í almennum matvælaiðnaði og í fullvinnslu sjávarafurða. Einnig er þeim ætl- að að byggja upp tengsl við fyrir- tæki á öðrum sviðum, eins og málmiðnaði og efnaiðnaði. „Starfsmennirnir munu hafa takmarkaða kennsluskyldu við Háskólann á Akureyri og hafa þar starfsaðstöðu. Þeir munu kenna við rekstrardeild og sjávar- útvegsdeild skólans," segir Emil B. Karlsson. ój „Hið ímyndaða barn, hið raunverulega barn“: Málþing að Hótel KEA í dag verður haldið málþing að Hótel KEA á Akureyri er ber yfiskriftina „Hið ímyndaða barn, hið raunverulega barn“. Magnús Ólafsson, yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri, setur málþingið kl. 9.30. Olafur Ólafsson, landlæknir er fyrstur fyrirlesara og fjallar um uppeldisaðstæður barna á 20. öldinni „Nýja barnið, aukin fjölskyldu- vernd og bætt samskipti" er dag- skrárliður þar sem Karólína Stefánsdóttir, fjölskylduráðgjafi, og Hjálmar Freysteinsson, heilsugæslulæknir, eru frummæl- endur. Að afloknu kaffihléi er komið að aðalfyrirlesara málþingsins, Janna Strömberg, sem er sænsk- ur sálfræðingur og „psykoter- apeut“, sem hefur um árabil unn- ið meðferðar- og handleiðslustörf við heilsugæsluþjónustuna í Stokkhólmi. Hún hefur víða haldið fyrirlestra m.a. um með- göngusálfræði og þróun tilfinn- ingalffs hjá verðandi foreldrum. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku og ber yfirskriftina „Hið ímyndaða barn, hið raunverulega barn“. Stefnt er að því að dreifa íslenskum útdrætti í upphafi þingsins, ef mögulegt er, og umræður fara fram að fyrirlestri Strömbergs loknum. Lökaorð málþingsins eru síðan Ólafs H. Oddssonar, héraðslæknis. ój arvík þar sem eru lagðar til leiðir til hagræðingar í rekstri. Málefni Skjaldarvíkur voru rædd á fundi félagsmálaráðs 26. febrúar sl. og þar var samþykkt að fækka þurfi um 4,8 stöðugildi í Skjaldarvík, „en endurráða starfsmenn að öðru leyti til allra almennra starfa á heimilinu án skiptingar eftir verkefnum“. Fram kemur í samþykkt félags- málaráðs að það muni fá þeim starfsmönnum sem láta af störf- um í Skjaldarvík önnur störf. Þá kemur fram að félagsmálaráð sé ekki tilbúið til endurráðningar eða tilfærslu einstakra starfs- manna að sinni, en samþykkt var að fela forstöðumanni og deildar- stjóra öldrunardeildar að kanna hug starfsmanna í Skjaldarvík til tilfærslu í önnur störf. óþh Blönduvirkjun: Ekki óarðbær fjárfesting - þótt henni fylgi greiðslubyrði næstu árin Þorsteinn Hilmarsson upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar segir virkjunina ekki óarðbæra fjárfestingu, sé til langs tíma litið. Haft er eftir Magnúsi Gunnarssyni í DV nýlega að Blönduvirkjun sé ein af mörg- um óarðbærum fjárfestingum sl. 10-12 ár. í blaðinu er jafn- framt yfírlit yfír áætlaðan vaxta- og fjárfestingakostnað sl. 10-12 ár í hinum ýmsu greinum sem kallaðar eru óarðbærar í blaðinu. Þar er Blönduvirkjun dýrust með 15 milljarða, en fískeldi og sjávar- útvegur með 10 milljarða hvor grein. Þorsteinn sagði í samtali við Dag að ákvörðun um byggingu Blönduvirkjunar á sínum tíma hafi byggst á orkuspám. „Orku- spárnar eru það eina sem menn hafa í höndunum þegar ákveðið er hvenær er þörf á nýrri virkjun. Spárnar reyndust rangar, ekki bara á íslandi, heldur víðar á Vesturlöndum. Það er m.a. vegna vaxandi sparneytni í notk- un rafmagnstækja og rafhitun á landinu er minni en búist var við, m.a. vegna fólksflutninga. Þegar Blönduvirkjun var ákveðin sáu menn fram á 4-6% aukningu á , orkunýtingu á ári, en nýjasta orku- 1 spá gerir ráð fyrir 2% aukningu næsta áratuginn", sagði Þor- steinn. „í Ijósi þess hvernig orkueft- irspurn hefur þróast þá búum við við þær aðstæður að ekki er þörf fyrir afkastagetu Blönduvirkjun- ar að sinni. Það er ekkert óeðli- legt að ný vatnsaflsvirkjun nýtist ekki fyrstu árin, en eins og horf- urnar eru í dag geta þessi fyrstu ár orðið nokkuð mörg. En þetta er mannvirki sem kemur til með að skila arði og getur enst í 100 ár. Það er alltof fljótt að segja að þessi virkjun sé óarðbær fjárfest- ing.“ Þorsteinn segir það mjög hag- stætt að hafa Blönduvirkjun sem mótvægi við framleiðsluna á Suðurlandi og Blönduvirkjun styrki kerfið, sem sé öryggis- atriði, t.d. nú þegar stórfelldar viðgerðir fara fram í Búrfells- virkjun og a.m.k. ein vél af sex er alltaf úti. Blanda bæti upp fyrir samdráttinn í framleiðslu við Búrfellsvirkjun. Þorsteinn sagði að það verði að viðurkennast að það taki óeðli- lega langan tíma að fullnýta Blönduvirkjun fyrir almennan markað, en ef eitthvað gerðist í stóriðjumálum, t.d. ef reist yrði álver, þá noti það miklu meiri orku en Blönduvirkjun framleiði. Blönduvirkjun hafi að vísu verið hugsuð til rafmagnsframleiðslu fyrir almennan markað. „En því ber ekki að neita að hún skapar greiðslubyrði núna næstu árin án þess að mikið komi á móti í bili. Við höfum lagt fram peninga sem við fáum ekki til baka strax, það dregst um nokk- ur ár. En það er alltaf matsatriði hvort fjárfesting sem á sér stað of snemma er offjárfesting.“ Þorsteinn segir orkusölu úr landi tæknilega mögulega skv. þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar og að það virðist vera fjár- hagslega hagkvæmt. En þá sé verið að tala um framtíðina, kannski 2005 eða 2007 og óvíst hvernig að slíku yrði staðið. sþ O HELGARVEÐRIÐ Veðurspá Veðurstofu (slands greinir frá sunnan og suðaust- an kalda um allt Norðurland nú í morgunsárið. Er líður á daginn snýst vindáttin til aust- urs og í kvöld og nótt verður hann allhvass af norðaustri með rigningu. Á sunnudaginn verður komin suðaustanátt á ný og hlýtt verður áfram. Gæludýrasýning 15.-19. mars 1993 ...vikuna 15.-19. mars verða til sýnis í versluninni ýmsir óvenjulegir skrautfiskar. Til dæmis Ferskvatnsskata, Diskus og Kónga Pleco. Auk þess sýnum við dverghund, stóran páfagauk, kanarífugla, dverghænur o.fl. Meðan á sýningunni stendur veitum við 10% afslátt á öllum vörum verslunarinnar. Gæludýraverslun Norðurlands Hafnarstræti 20, sími 12540.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.