Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 19

Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 19
Laugardagur 13. mars 1993 - DAGUR - 19 Popp Magnús Geir Guðmundsson Tríóið Therapy: Norðurírskur nýómur Hljómsveitir frá Norður írlandi Varð Therapy til fyrir röskum hafa í seinni tíð ekki verið mjög áberandi né aðsópsmiklar í rokk- heiminum. Hvort það er vegna ástandsins heima fyrir eða ein- hvers annars, þá virðast tónlist- armenn þar eiga erfitt uppdráttar ekki síst í samanburði við granna sína og bræður íra, sem framleitt hafa sigursæla tónlistarmenn í reglulegum skömmtum síðustu árin (sem dæmi Van Morrison, U2, Gary Moore, Sinead O’Connor o.fl.). Þó hafa vissulega komið þaðan hljómsveitir sem náð hafa mikilli hylli eins og The Undertones, sem var ein af framvarðarsveit- um pönk/nýbylgjunnar í Bretlandi með Feargal Sharkey og O’Neil bræður í broddi fylkingar. (Þeir bræður stofnuðu síðar hina ágætu sveit That Petrol Emotion ef ég man rétt.) Stiff Little Fingers má einnig nefna, en sú ramm- pólitíska sveit náði einnig vin- sældum á pönktímabilinu og hafði síðan mikil áhrif á margar breskar hljómsveitir sem á eftir komu. Var Stiff Little Fingers endurreist árið 1990 og hefur bara gengið vel síðan. Sendi sveitin t.a.m. frá sér stórgóða plötu, Flags & Emblems, árið 1991. En síðustu árin hefur sem sagt lítið farið fyrir velgengni hjá norður-írskum tónlistarmönnum, þar til nú skömmu fyrir áramótin að tríóið Therapy frá Belfast skaust fram í sviðsljósið. þremur árum, árið 1989, og er skipuð þeim Andy söngvara og gítarleikara, Fyle trommuleikara og Michael bassaleikara. Eins og hjá flestum byrjendum voru krár og fleiri slíkir staðir vettvangurinn til að koma sér á framfæri og gekk það svona og svona eins og sagt er til að byrja með. Gáfu þeir sjálfir út sína fyrstu plötu árið 1990, sem ekki fer miklum sög- um af, en í kjölfar hennar fer Therapy hins vegar að vekja meiri athygli sem jókst stig af stigi. Var svo komið að slegist var um undirskrift félaganna þriggja milli stóru útgáfanna í Bretlandi, en það var aö lokum A&M sem hreppti hnossið. Kom fyrsta plata Therapy undir merki A&M svo út í nóvember sem nefnist Nurse og fékk hún góðar viðtökur. Náði lagið Teeth- grinder af henni í kjölfarið hátt á breska smáskífulistanum og fór hljómsveitin í árangursríkt tón- leikaferðalag til Bandaríkjanna. Tala menn nú bæði í gamni og alvöru um að Therapy sé „ein af þremur merkustu og efnilegustu sveitum Bretlands um þessar mundir" (hinar eru væntanlega Suede og Manic Street Preach- ers ef mér skjátlast ekki). Þeir félagar Andy, Fyle og Michael gefa þó ekki mikið fyrir slík lofsorð og segja aö ánægjan sem þeir fái út úr því að halda tónleika og búa til plötur sé mikil- Therapy þykir vera ein af þremur mest spennandi rokksveitum Breta um þessar mundir. vægari en frægð og frami. Segir Andy frá því í viðtali fyrir skömmu að ástæðan fyrir því að A&M hafi orðið fyrir valinu hjá þeim þá að þar hafi verið litið á hljómsveitina sem hugsanlegan nýjan áhrifavald, sem byggja eigi ferilinn á eigin forsendum. „Þeir hjá A&M líta ekki á okkur sem hina nýju Metallica eða sem breskt svar við Seattle eins og sumir sem vildu fá okkur vildu gera, heldur sem hljómsveit sem skapi nýjan jarðveg. Þeir vona að e.t.v. eftir tvö ár verði allir að leita að nýrri Therapy. Það kunnum við að meta og munum gera okk- ar besta til að svo geti orðið á okkar forsendum," segir Andy. „En ef það tekst ekki og þetta endar hjá okkur strax á morgun, get ég huggað mig við það að hafa nú þegar skemmt mér kon- unglega, kynnst fullt af nýju fólki og farið til Ameríku," segir Andy ennfremur og hefur báða fætur greinilega enn á jörðinni þrátt fyr- ir velgengnina að undanförnu. ( síðasta mánuði kom út nýr smádiskur/EP plata með Therapy (líklega nýútkomin) undir nafninu Short Sharp Shock, sem geymir fjögur lög, þar af þrjú ný. Er hljómsveitin svo nú þegar þetta birtist á tónleika- ferðalagi um Bretland, sem lýkur seinna í mánuðinum. Mun þá hefjast vinna á nýrri þlötu sem gert er ráð fyrir að komi út með haustinu. Ur ýmsum áttum Nirvana er nú komin á fulla ferð við vinnu á nýju plötunni sinni. Eftir langa og mikla mæðu er önnur plata rokkaranna og fslandsvinanna í Quireboys, Bitt- er Sweet And Twisted, loksins að sjá dagsins Ijós í næstu viku. Hefur platan verið meira og minna í vinnslu í hálft ár og tafist m.a. vegna endurtekinnar hljóð- blöndunar, en er sem sagt nú að koma út, nánar tiltekið á mánu- daginn. Ýmislegt fleira hefur svo bjátað á hjá Quireboys síðustu mánuði, sem gert hefur hljóm- sveitinni lífið leitt. Þar á meðal slitnaði upp úr samstarfi hennar og umboðsmannsins frá upphafi Sharon Osbourne (eiginkona og umboðsmaður Ozzy Osbourne), en hún hafði átt stóran þátt í vel- gengni Quireboys. Þá hefur söngvarinn Spike átt við áfeng- isvandamál að stríða á þessum tíma, en hefur nú náð tökum á fíkninni að eigin sögn. Segir Sþike í nýlegu viðtali að þetta hafi verið mjög erfiður tími, en nú sé hann að baki og betri tíð blasi við. Segist hann ennfremur vera ánægður með útkomuna á Bitter Sweet And Twisted þrátt fyrir alla erfiðleikana við gerð hennar og telur að hún verði verðugur arf- taki fyrstu þlötunnar A Bit Of What You Fancy, sem kom út 1990. Ekkert lát er á virkni og vel- gengni hljórnsveita frá Seattle og eru nú þrjár af þeim stærstu nú að undirbúa nýjar plötur auk þess sem gítarleikari einnar þeirra er tilbúinn með plötu á öðrum vettvangi. Fyrst í þessum efnum ber að nefna Nirvana, en hún þessi ókrýnda forystusveit Seattlebylgjunnar, er loks farin að vinna sína þriðju heildarhljóðverssmíð undir stjórn Steve Albini. Hefur að vísu verið hlé á upptökum síðustu daga vegna þess að Kurt Cobain hefur sjálfur verið að vinna sem upp- tökustjóri með hljómsveitinni Melvins, en það hlé mun nú væntanlega vera á enda og Kurt aftur mættur til leiks við gerð Shaun Ryder hefur sagt skilið við hljómsveit sína Happy Mondays. Nirvana plötunnar. Útgáfa á henni hefur ekki ennþá verið áætluð. Félagarnir í Soundgarden eru að semja lög fyrir sína fjórðu plötu þessa dagana og er gert ráð fyrir að þeir farið í hljóðver |innan skamms. Mun Rick Rubin líklega veröa upptökustjóri á plötunni, sem líklega kemur út seint í haust. Pearl Jam eru svo líka að fara að byrja á nýrri plötu, þeirra ann- arri, sem vonast er til að geti komið út seinni þart sumars. Gít- arleikari Pearl Jam, Stone Goss- ard, hefur hins vegar lokið gerð plötu með annarri hljómsveit, sem hann starfrækir nú til hliðar við Pearl Jam. Nefnist sveitin Brad, en platan kallast Shame og kemur út 5. apríl. Átti hljómsveit- in reyndar líka að nefnast Shame, en vegna þess að til staðar var önnur sveit með þvi nafni þá þegar, varð að hætta við þau áform. Eru félagar Gossards í Brad gamlir vinir hans frá fornu fari í Seattle sem hingað til hafa ekki spilað reglulega. Allt virðist nú benda til þess að dagar Manchestersveit- arinnar þekktu, Hapþy Mondays, séu taldir. Hefur söngvari hljóm- sveitarinnar, Shaun Ryder, átt við alls kyns erfiðleika að stríða að undanförnu, m.a. átt í stöðug- um deilum við umboðsmann hennar, sem nú virðist hafa kost- aö það að Ryder er hættur í hljómsveitinni. Þykir því Ijóst að hún muni ekki eiga lengra líf fyrir höndum, þar sem Ryder hefur verið hjartað og heilinn í senn í henni. Það virtist reyndar vera bjart framundan hjá Haþpy Mondays eftir að platan þeirra dýra, Yes Please, reyndist mis- heppnað dæmi í fyrra, því í boði var digur samningur við EMI upþ á fimm plötur. En sá samningur er nú úr sögunni vegna brott- hvarfs Shaun Ryder. Rokk og rólararnir í Quireboys eru nú loks tilbúnir með sína aðra plötu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.