Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 13. mars 1993 Vetrarleikar íþróttadeildar Léttis 1993 Vetrarleikar íþróttadeildar Léttis fóru fram laugardaginn 6. mars sl. á ísilagðri Leiru- tjörninni í Innbænum á Akur- eyri. Margt áhorfenda mætti til að fylgjast með dagskráratrið- um, sem voru fjölþætt að vanda. Mótsstjóri Vetrarleika íþróttadeildar Léttis 1993 var Ingólfur Sigþórsson. Dagskráratriði hófust kl. 9.00 með forkeppni í tölti í flokkum barna, unglinga og fullorðinna. Sex keppendur mættu til leiks í barnaflokki, sjö í unglingaflokki og átján keppendur reyndu með sér í flokki fullorðinna. Dómarar í töltkeppninni voru þau Aldís Björnsdóttir og Haukur Sigfús- son frá íþróttadeild Léttis og Stefán Friðgeirsson frá hesta- mannafélaginu Hring á Dalvík. Undir hádegi var ljóst hverjir færu í úrslitakeppnina, en sú keppni fór fram síðar um daginn. Hryssusýning Eftir hádegið hófst dagskrá Vetrarleikanna með sýningu á 11 hryssum, sem sérstök vetrar- leikanefnd hafði valið. Nefndina skipuðu Guðmundur Hannesson, Baldvin A. Guðlaugsson, Þorvar Porsteinsson, Vignir Sigurðsson og Höskuldur Jónsson og með þeim að valinu stóð einnig móts- stjórinn. Óánægjuraddir heyrð- ust fyrir sýninguna um val nefnd- arinnar og hún var sökuð um hlutdrægni, sem ekkert mat verð- ur lagt á hér. Hins vegar verður að segjast sem er, að sýningin tókst vonum framar, en klár- hryssum var ekki gert hátt til höfuðs í sýningunni. Vindbelg- ingurinn gerði knöpum erfitt fyrir, en engu að síður sáust skemmtileg tilþrif. Dögg Baidvins Ara Guðlaugssonar, Freisting Jarþrúðar Pórarinsdóttur eru hestagull og Dama Guðlaugar Hermannsdóttur sýndi tilþrifa- mikla skeiðspretti. Af öðrum hryssum sem vert er að tala um er Ör Sævars Pálssonar. Par fer hryssa góðum kostum búin, en eigandinn sem var knapi hefði mátt fara hægar í sakirnar í sýn- ingunni, þá hefði Ör notið sín betur. Fimm efstu í tölti í flokki fullorðinna. Lengst til hægri er sigurvegarinn Gylfl Gunnarsson og hesturinn Mósart. Þórir Rafn Hólmgeirsson sigraði í flokki barna í tölti. Hann situr hestinn Feld lengst til vinstri. Sautján stóðhestar Sautján stóðhestar mættu til sýn- ingar á Leirutjörn. Sannast sagna átti allur fjöldinn ekki heima í sýningunni. Safír, 1157, frá Við- vík í eigu Jóhannesar Ottóssonar stóð fyrir sínu sem Baldur frá Bakka, 1109. Baldur er í eigu Hrossaræktarsambands Eyfirð- inga og Þingeyinga. Sambands- hestarnir Gassi, 1036, og Hjörtur frá Tjörn, 1136, komu afar illa fyrir og hefðu betur verið heima. Höldur frá Brún, 1248, í eigu Matthíasar Eiðssonar var hestur sýningarinnar og miklar vonir eru bundnar við hestinn. Hann er aðeins 5 vetra og á framtíðina fyrir sér. Annar fimm vetra foli vakti eftirtekt. Gustur frá Hóli í Eyjafjarðarsveit er lipur hestur í eigu Ragnars Ingólfssonar. Sýning barna og úrslit í tölti Vert er að geta sýningar barna og unglinga undir stjórn unglinga- ráðs Léttis. Tuttugu börn mættu til leiks og stóðu sig með prýði. Unglingastarf í Hestamannafélaginu Létti á Akureyri er öflugt. Á Vetrar- leikunum sýndu 20 ungmenni hesta sína og var unun á að horfa. Hestarnir fóru vel hjá ungmennunum sem myndin vitnar um. Stóðhesturinn Höldur, 1248, frá Brún við Akureyri, vakti mikla hrifningu á Vetrarleikunum. Eigandi Hölds er Matthías Eiðsson og hann sat hestinn í sýningunni. Unglingastarf Léttis skilar nú árangri og stöðugt fjölgar þeim ungmennum á Akureyri sem eiga hest að besta vini. Töltúrslitin voru spennandi og í flokki fullorðinna var keppt í tveimur flokkum A og B, þ.e. um sætisröðun frá 1 til 5 og 6 til 10. í fyrsta sæti eftir forkeppni voru tveir jafnir þeir Gylfi Gunnars- son og Höskuldur Jónsson. Þá kom Eiður Guðni Matthíasson í þriðja sæti, Baldvin A. Guð- laugsson í því fjórða, Guðmund- ur Hannesson í fimmta. í sjötta sæti var Jarþrúður Þórarinsdótt- ir, Sigrún Brynjarsdóttir í sjö- unda, Hugrún Ivarsdóttir í átt- unda, Jón Már Snorrason í níunda og Ólafur Ásgeirsson í tíunda. Miklar sviptingar urðu í úrslita- keppninni. Höskuldi Jónssyni var vísað frá keppni þar sem hann sté af baki milli keppnisatriða því hófhlíf hafði gefið sig og þurfti að fjarlægja hana. Að mati dómara er slíkt ekki leyfilegt og því varð Höskuldur að víkja úr keppnis- hringnum. Úrslit í tölti: Flokkur A. stig 1. Gylfi Gunnarsson, hestur Mósart 85,60 2. Baldvin Ari Guðlaugss., hestur Nökkvi 70,00 3. Eiður G. Matthíass., hestur Sögublesi 79,60 4. GuðmundurHannesson,hesturAndvari 71,20 5. Sigrún Brynjarsd., hestur Glitnir 70,00 (Með sigri í B-úrslitum vann Sigrún sig upp í A úrslit) Flokkur B. 6. Jarþrúður Þórarinsd., hestur Axel 71,20 7. Hugrún Ivarsdóttir, hestur Rosi 68,00 8. Jón Már Snorrason, hestur Láki 64,80 9. Ólafur Ásgeirsson, hestur Elfa 59,60 Bamaflokkur. 1. Þórir R. Hómgeirsson, hestur Feldur 84,80 2. Agnar S. Stefánsson, hestur Toppur 64,00 3. Þorbjörn Matthíasson, hestur Gletta 62,00 4. Ásmundur R. Gylfason, hestur Kvistur 61,20 5. Ninna Þórarinsdóttir, hestur Bjarmi 36,40 Unglingaflokkur. 1. Elvar Jónsteinsson, hestur Stjarna 64,40 2. Kristbjörg Kristjánsdóttir, hestur Runni 58,00 3. Guðlaug Guðnadóttir, .hestur Vöttur 50,80 4. Sveinn I. Kjartanss., hesturStjörnufákur 36,00 5. Margrét Víkingsdóttir, hestur Neisti 19,10 6. Rannveig Kristjánsdóttir, hestur Sara 20,00 Efnt var til keppni í 200 metra skeiði. Til leiks voru skráðir 13 hestar, en þeir mættu ekki allir. Vegna vindbelgings var keppnin ólögleg, þ.e. sé litið til tímatök- unnar. Úrslit: 1. Brýnir 7 vetra, eigandi og knapi Andrés Kristinsson. 2. Nökkvi 12 vetra, eigandi og knapi Þorvar Þorsteinsson. 3. Þristur 7 vetra, eigandi Rósa Halldórsdóttir en knapi Sigurður Árni Snorrason. í lokin var efnt til keppni í grímubúningareið, sem hefur verið árviss atburður á hestaþing- um í Eyjafirði. Þessi keppni hef- ur mælst vel fyrir og þótt skemmtileg. Yfirdómari var Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, og sigurvegari keppn- innar varð Sigríður K. Sverris- dóttir frá Skriðu í Hörgárdal. Að mati fjölda áhorfenda er blaðamaður ræddi við þá heppn- uðust Vetrarleikarnir 1993 mjög vel. Veðurguðirnir voru hesta- mönnum ekki hliðhollir, en því eru hestamenn vanir og láta því engan bilbug á sér finna. í hönd fara stórmót á Norðurlandi. Á Vindheimamelum verður Fjórð- ungsmót og á Akureyri íslands- mót í hestaíþróttum. Nú þurfa hestamenn á Akureyri og í ná- grannabyggðum að þjálfa keppnis- hesta sína enn frekar og þá má vænta góðs árangurs. Ekki skort- ir hestefnin í Eyjafirði. Myndir og texti: Oli G. Jóhannsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.