Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 13. mars 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • UUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Eitt áfallið enn Hér áður fyrr var gjarnan talað um iðnaðarbæinn Akureyri. Starfsemi margra iðnfyrirtækja — bæði stórra og smárra stóð í blóma og atvinnuleysi var að mestu óþekkt um langan tíma. En eins og flestum er kunnugt um hafa margvísleg áföll dunið yfir atvinnulíf bæjarbúa á undanförnum árum. Mikill samdráttur hefur orðið í iðn- greinum, er áður báru hita og þunga af atvinnusköpun í bæjarfélaginu og framleiðslu útflutningsverðmæta fyrir þjóð- arbúið. Þar var ullar- og skinna- iðnaðurinn fremstur þegar um 800 manns unnu að framleiðslu- störfum á Gleráreyrum. Öflug- ur skipaiðnaður og vélsmíði var einnig til staðar og myndarlega hefur verið staðið að ýmsum matvælaiðnaði — bæði úr sjáv- arfangi og einnig þeim afurðum sem framleiddar eru í hinu gjöfula landbúnaðarhéraði við Eyjafjörð. í skjóh hinna stærri framleiðslufyrirtækja þróaðist síðan margvísleg atvinnustarf- semi á sviði annars iðnaðar og einnig þjónustu. Á þessum árum var bærinn í blóma og ferðamálafrömuðir kölluðu Akureyri „bæ með brag“ í aug- lýsingum sínum og áróðri til að laða ferðamenn á slóðir öflugs bæjarfélags, náttúrufegurðar og fjölbreytts mannlífs. Án efa má telja hrun ullar- og skinnaiðnaðarins eitthvert mesta áfall sem atvinnulífið á Akureyri hefur orðið fyrir. Þótt tekist hafi að endurvekja þessa starfsemi eftir gjaldþrot Ála- foss hf. leyfa markaðsaðstæður aðeins lítinn hluta þeirra umsvifa og framleiðslu er áður fór fram. Þar starfar nú um eða innan við þriðjungur þess fólks- fjölda er hafði lífsviðurværi sitt af þessum iðngreinum þegar best lét. Skipaiðnaðurinn hefur ekki síður átt í erfiðleikum. Markaður fyrir skip er minni og skipasmiðjur hér á landi hafa orðið að berjast við niður- greiddar skipasmíðar annarra þjóða - einkum Norðmanna og Pólverja. Matvælaiðnaðurinn hefur einnig dregist saman. Munar þar mestu um þann mikla samdrátt er orðið hefur í landbúnaði vegna þess að offramleiðslu hefur fyrst og fremst verið mætt með lög- boðnum niðurskurði en minna gert til að auka sókn landbún- aðarvara á innlendum markaði. Þótt sjávarútvegurinn hafi á margan hátt staðið best að vígi þá hafa áföllin einnig höggvið skarð í raðir þeirra sem byggt hafa verðmætasköpun sína á gulli hafsins. Ástæður þess að framan- greindur þáttur atvinnusögu Akureyrar er rifjaður upp nú eru fréttir um að eitt af eldri og grónari fyrirtækjum í bænum hafi gefist upp. í 46 ár hefur K. Jónsson & Co. hf. haldið uppi öflugri atvinnustarfsemi við framleiðslu á matvælum fyrir innanlandsmarkað og einnig til útflutnings. Á sama hátt og ull- ar- og skinnaiðnaðurinn byggð- ist starfsemi þessa fyrirtækis að talsverðu leyti á útflutningi til Sovétríkjanna sálugu. Eftir fall þeirra og margvísleg umbrot í austurvegi urðu útflutningsmöguleikar til þess heimshluta nánast að engu. Þær ástæður ásamt lækkandi útflutningsverði á Evrópu- mörkuðum og vaxandi tilkostn- aði hér innanlands urðu þessu gróna framleiðslufyrirtæki á Akureyri að falli. Hvað sem framtíðin mun bera í skauti sér varðandi rekstur niðursuðu- verksmiðjunnar á Oddeyri breytir það ekki þeirri stað- reynd að þar sem um 200 manns störfuðu fyrir nokkrum árum og um 70 manns að und- anförnu fer nú engin starfsemi fram. Gjaldþrot K. Jónssonar & Co. hf. er því eitt áfallið enn í atvinnusögu Akureyrar. ÞI Hræringur Stefón Þór Sæmundsson Lausgírtar léttúðardrósir og óheiðarlegir mykjudreifarar Stundum fer maður vitlaust að hlutunum. Fyrir nokkrum árum fékk ég tvisvar með stuttu milli- bili skemmd matvæli frá sama framleiðanda. í stað þess að hjóla í framleiðandann eða verslunina, kvarta yfir gallaðri vöru og krefjast endurgreiðslu þá henti ég matnum, bölvaði fyrirtækinu og hótaði í hljóði að skipta aldrei við það framar. Hótunin komst auðvitað aldrei á réttan stað og forsvarsmenn þessa norðlenska fyrirtækis vita sjálfsagt ekki annað en að þeir framleiði gæðavöru, þ.e. ef allir gjöra slíkt hið sama og þegja yfir gölluðum vörum (en reynd- ar hef ég sterkan grun um að margir neytendur hafi látið í sér heyra í áranna rás). Ég hef ekki staðið alveg við loforðið um að kaupa ekki framleiðsluvörur frá þessu fyrir- tæki því ég er alltaf dálítið veik- ur fyrir því að kaupa íslenskt og kaupa norðlenskt. Þó hef ég sneitt fram hjá þeirri tilteknu vöru sem ég var óánægður með en öðrum vöruflokkum hef ég svo sem ekki þurft að kvarta hástöfum yfir. Maður má ekki láta bjóða sér allt. Næst þegar ég verð fyrir því að kaupa gallaða vöru ætla ég að kvarta, annað hvort beint við fyrirtækið eða senda Vil- hjálm Inga í málið, Hróa hött neytenda á Eyjafjarðarsvæðinu, en ekki henda hundrað köllun- um í ruslið og bölvar í hljóði. Hrós tortryggilegt en nöldur sjálfsagt Gott og vel. Það þykir sjálfsagt að kvarta ef maður er óánægður og mér finnst ég gera rétt ef ég kem óánægju minni á framfæri við rétta aðila. En það eru víst tvær hliðar eða fleiri á hverju máli. Hvað ef neytendur eru hæstánægðir með vörur eða þjónustu? Eiga þeir að þegja yfir því eins og hernaðarleyndar- máli? Nei, það hlýtur að vera sjálfsagt að geta þess sem vel er gert en það er afar fátítt. Ég get tekið sem dæmi að ég hef verið afskaplega ánægður með saltfisk frá tilteknum salt- fiskverkanda við Eyjafjörð. Þetta er algjört sælgæti. Ég gæti vel komið þessari ánægju á framfæri. Ef ég gerði það hér og nefndi nafn fyrirtækisins myndi ég sjálfsagt verða sakaður um að vera á mála hjá fyrirtækinu fyrst ég væri að auglýsa það. Ef ég hringdi í lesendahorn blað- anna sem „neytandi" eða „mat- goggur“ og hrósaði fyrirtækinu myndu lesendur verða fljótir að afgreiða mig sem náfrænda framkvæmdastjórans. Hrós er nefnilega mjög tortryggilegt í samfélagi íslendinga en nöldur alveg sjálfsagt. Með nefið á kafí í óþverranum Mörgum þykir stutt frá hrósi, hóli og lofi yfir í skjall, smjaður og fleðulæti og greina ekki merkingarmuninn. Eins getur líka verið erfitt að átta sig á því hvaða merkingu menn leggja í gagnrýni, aðfinnslur, nöldur, kvabb og níð. Hið jákvæða get- ur haft neikvæða merkingu í huga sumra og öfugt. Það eru engin lögmál eða skýr merking- armörk sem segja okkur hvern- ig við eigum að skilja hlutina og þess vegna upplifa fáir sama hlutinn eins. Ég skal reyna að halda mig á jörðinni og fara ekki út í neina fílósófíu. Þessi pistill heitir Hræringur vegna þess að ég ætla að tína saman brot úr ýms- um áttum en ekki halda mig við sama efni pistilinn út í gegn. Þetta hefur sjaldan tekist því þegar ég er byrjaður á ein- hverju revnist mér erfitt að stoppa. O, já, eða bara o tempora, o mores! Hvað kvabb og nöldur snertir þá höfum við blaðamenn ágæta reynslu í þeim efnum, enda sitj- um við daglangt við það að búa til neikvæðar fréttir, reynum hvað við getum til að draga náungann niður í svaðið, ötum fólk aur eftir mætti, erum alls staðar með nefið á kafi í óþverr- anum á nóttu sem degi, slítum alla hluti úr samhengi og rang- túlkum orð annarra eins og okkur sýnist, förum ávalt of- fari, hunsum almennt siðferði, gefum skít í réttlæti og önum fram í oflæti. Þess vegna eigum við allt illt skilið. Flokkun eftir stöðu og stétt Þessi raunsanna lýsing á hinum týpíska blaðamanni hlýtur að eiga við alla þá 444 fjölmiðla- menn sem voru á félagaskrá Blaðamannafélags íslands um síðustu áramót. Það tíðkast hér á landi að dæma fólk eftir starfi og undan því getur enginn vikist. Blaðamenn eru þannig eins og að framan greinir óheið- arlegir mykjudreifarar, tann- læknar eru dæmdir sem sam- viskulausir okrarar, lögmenn væntanlega aiverstu skúrkar og fjárglæframenn, bifvélavirkjar aurasálir og skattsvindlarar, trésmiðir siðblindir peninga- menn sem eltast við svarta vinnu út um allt en gera aldrei við hurðina heima hjá sér, karl- kyns hárgreiðslumeistarar og ballettdansarar rammöfugir fram í fingurgóma, sjómenn drykkjurútar og slagsmálahund- ar, rokktónlistarmenn kynóðir eiturlyfjafíklar, kennarar verk- fallssjúkar frekjudósir sem mega þakka fyrir „sumarfríið", flugfreyjur lausgirtar léttúðar- drósir og þannig mætti lengi telja. Almannarómur er búinn að kveða upp sinn stóra dóm. Ein- staklingarnir eru flokkaðir eftir stöðu og stétt og kynferðið skiptir auðvitað öllu máli, eins og merkingarmunurinn á gleði- konu og gleðimanni sýnir glöggt. Þessum dómi er erfitt að áfrýja. En látið það ekki angra ykkur, lesendur góðir. Innst inni vitið þið það mun betur en almannarómur hvern mann þið hafið að geyma og þið látið stétt og stöðu ekki villa ykkur sýn. Það er enginn alvondur, ekki einu sinni... Nei, sleppum því.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.