Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. mars 1993 - DAGUR - 5 Fréttir Um 100 einkamál bíða afgreiðslu hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra: „Eins árs starf að afgreiða þau öll þótt dómarar gerðu ekkert - segir Freyr Ófeigsson dómstjóri Hinn 1. júlí 1992 urðu viða- miklar breytingar á dómskerf- inu í landinu sem fólust fyrst og fremst í því að dómsvaldið var tekið frá sýslumönnum og settir upp sjálfstæðir héraðs- dómstólar í öllum kjördæmum landsins. Embættisheitið bæj- arfógeti var lagt niður og sýslu- menn annast nú eingöngu framkvæmdavaldsathafnir en eru sviptir öllum völdum til dómsvaldsathafna og með þessu hefur verið klippt á öll tengsl milli framkvæmdavalds og dómsvalds. Gagnrýnisradd- ir vegna seinagangs með afgreiðslu mála í Héraðsdómi Norðurlands eystra hafa heyrst á sama tíma og mál fá orðið hraðari afgreiðslu gegnum aðra héraðsdómstóla eins og t.d. í Reykjavík og á Reykja- nesi en áður var. Lögfræðingur á höfuðborgar- svæðinu sem hefur átt þrjú mál hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra segir að miðað við aðra dómstóla á landinu sem hann hefur meiri samskipti við af eðli- legum ástæðum þá sé gangur mála á Akureyri mjög hægur. „Það mál sem mest brennur á var þingfest á Húsavík eftir gömlu reglunum 19. september 1990 en það varðar viðskipti ákveðins aðila við Öxarfjarðar- hrepp en einnig er ég með tvö önnur mál á Akureyri sem eru frá svipuðum tíma. Annað mál sem ég er með var tekið fyrir í Bæjar- þingi Akureyrar 28. júní 1990 og var greinagerð skilað fyrir réttar- hlé í byrjun september þ.á. en síðan hefur ekkert heyrst af því máli, eða í tvö og hálft ár. Ef við gefum okkur að málið yrði tekið fyrir með vorinu og dómur gengi í byrjun sumars og úrskurði yrði áfrýjað til Hæstaréttar og dómur gengi þar eftir þrjú ár þá hefur þetta einfalda mál verið sex ár að fara gegnum dómskerfið og við það er í raun alls ekki hægt að una. Ég kann ekki skýringu á þess- um óskaplega seinagangi út af einföldu skuldamáli hjá Héraðs- dómi Norðurlands eystra og þekki enga hliðstæðu, en miðað við verklagið á Reykjanesi og í ^Reykjavík þá gengur þetta orðið miklu hraðar hér. Sem dæmi get ég nefnt að í máli sem var höfðað 25. nóvember 1992 var dæmt 5. mars 1993. Þar var haldið uppi vörnum þannig að málið fór gegnum allan „prósessinn" en tók samt ekki Iengri tíma. Ég hef heyrt að héraðsdómararnir fyrir norðan beri fyrir sig húsnæðis- leysi og það á ég erfitt með að skilja því heldur hefur rýmkast um þá, m.a. er bankinn á fyrstu hæðinni farinn úr húsnæðinu þannig að sú skýring er bara bábilja," sagði lögfræðingurinn. í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri eru þrír dóm- arar, Ásgeir Pétur Ásgeirsson, Ólafur Ólafsson og Freyr Ófeigs- son, sem er dómstjóri, kosinn til sex ára. Aðspurður um gagnrýni vegna seinagangs hjá Héraðs- dóminum sagði Freyr Ófeigsson: „Hér er töluverður fjöldi óaf- greiddra einkamála en sakamálin hafa verð afgreidd jöfnum hönd- um eftir því sem þau hafa borist. Við breytinguna á dómskerfinu kom inn gríðarlega mikið af mál- um og okkur hefur einfaldlega ekki unnist tími til að komast aimað“ niður úr þeim stóra bunka. Það eru hins vegar margvíslegar ástæður fyrir drætti á málum, og þeirra er ekki síður að leita hjá þeim lögmönnum sem með málin fara því oft vantar frá þeim greinagerð mánuðum saman. Það er hins vegar ljóst að ástand- ið í einkamálum er ekki gott en um 100 mál sem búið er að ljúka gagnaöflun í bíða flutnings og við erum ekki nógu margir til að geta afgreitt þau eins fljótt og æskilegt væri. Þó nokkur mál voru óaf- greidd við dómskerfisbreyting- una og eins kom nokkur fjöldi imála frá Húsavík og sum þeirra |eru þó nokkuð við aldur. Pað er um eins árs starf að afgreiða þau öll þó ekkert annað væri gert, en síðan berst hingað meira af saka- málum en gera mátti ráð fyrir, en jfrá áramótum hafa borist hingað 60 ákærur og sakamálin hafa forgang. Ennfremur berst alltaf töluverður fjöldi mála sem jafgreiða þarf jöfnum höndum, eins og t.d. aðfararbeiðnir og úrskurðir og því lenda einkamál- in aftast í forgangsröðinni. Vegna kerfisbreytingarinnar fara nú fleiri mál í ákæru en áður Á myndinni eru fulltrúar frá félagssamtökum, starfsfólki og einstaklingar sem færðu Dvalarheimilinu gjafir nýverið, ásamt yfirlækni Sjúkrahússins. Sauðárkrókur: var og það kann að vera hluti skýringarinnar á auknum fjölda sakamála. Við höfum farið fram á það við dómsmálaráðuneytið að fá a.m.k. einn fulltrúa í viðbót en það var ekki tekið inn á fjár- lög þ.á. og því ekki að vænta breytinga á mannahaldi á næst- unni. Mér er hins vegar kunnugt um að verið er að kanna það í ráðuneytinu hvort eitthvað sé hægt að koma til móts við óskir okkar," sagði Freyr Ófeigsson. GG Fagleg þjónusta ■ I við faglegan iðnað... LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Trésmiðir meistarar Byggðastofnun: Styrkir stofium Úrvinnsluimar á Akureyri Byggðastofnun mun veita væntanlegu endurvinnslu- fyrirtæki á Akureyri, Úr- vinnslunni, eina milijón króna í styrk. Styrkveitingin hefur verið ákveðin í stjóm stofnunarinnar auk þess sem Byggðastofnun mun veita fyrirtækinu þriggja milljóna króna lán vegna stofnkostn- aðar. Úrbótamenn á Akureyri hafa unnið að undirbúningi að stofnun þessa fyrirtækis að undanförnu og ákveðið hefur verið að ganga frá stofnun hlutafélags um rekstur þess um miðjan þennan mánuð. Gert er ráð fyrir að heildar- stofnkostnaður vegna Úr- vinnslunnar verði um 21,5 milljónir króna og þar af verði um 18 milljónum varið til kaupa á vélabúnaði. Sem fyrr segir hefur stjórn Byggða- stofnunar ákveðið að veita fjórurn milljónum króna til hins nýja fyrirtækis, einni milljón í styrk og þreniur milljónum í lán vegna stofn- kostnaðar. í fyrstu mun Úr- vinnslan einkunt endurvinna pappír og ýmis plastefni, þar á rneðal plast sem fellur til á sveitabæjum vegna rúlluhey- skapar og framleiða úr þeim kubba sem notaðir eru þl að setja vörubretti saman en um 2,5 milljónir trékubba eru nú fluttir inn árlega vegna smíði á vörubrettum. Gert er ráð fyrir að framleiðsla á vegum hins nýja fyrirtækis hefjist á næst- unni. ÞI Móttaka á gjöfiim til Dvalarheimilis - frá einstaklingum og félagasamtökum Miðvikudaginn 3. mars var haldið kaffisamsæti á deild 5, Dvalarheimili aldraðra á Sauð- árkróki. Þangað var boðið öll- um þeim sem gefíð hafa deild- inni gjafir að undanförnu. Nokkur samtök svo og ein- staklingar hafa fært deildinni gjafir og var þeim formlega veitt viðtaka öllum í einu þann 3. mars s.l.. Ólafur Sveinsson yfirlæknir sagði frá gjöfum og gefendum í ávarpi og öllum viðstöddum var boðið til kaffiveislu. Lionsklúbbur Skagafjarðar gaf sjónvarp og deild Rauða krossins í Skagafirði gaf skáp, borð og sófa, Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar gaf spil og töfl, eins og áður hefur verið greint frá, starfsfólk deildarinnar gaf m.a. tvo hægindastóla, glerborð og blaðagrind. Jafnframt færðu tveir einstaklingar deildinni gjafir. Ingibjörg Jónsdóttir frá Marbæli gaf 90 þúsund krónur til kaupa á Laugardaginn 20. mars nk. mun Búnaðarfélag Islands gefa eigendum kynbótahrossa kost á að fá hross sín dæmd á almennri sýningu sem haldin verður í Víðidal í Reykjavík. í tilkynningu frá Búnaðarfélagi íslands segir að skráningagögn liggi frammi hjá félaginu og á skrifstofu Fáks. Tekið er á móti skráningum hjá Búnaðarfélagi íslands í Bændahöllinni v/Haga- torg sem og símleiðis (91-19200) gluggatjöldum og Jónanna Jóns- dóttir vistmaður á deildinni gaf veggteppi. sþ eða af myndsendi (fax 91- 623058). Myndsending skal stað- fest með símtali til að tryggt sé að allar upplýsingar komi fram. Við skráningu skal undantekninga- laust liggja fyrir: Nafn, uppruni, litur, hverjum fætt; þ.e. kenni- tala fyrsta eiganda, kennitala núverandi eiganda auk fullnægj- andi upplýsinga um ætt hrossins. Hross verða ekki tekin til dóms nema að skráning sé fullnægj- andi. ój Búnaðarfélag íslands: Kynbótadómar hrossa í Víðidal Munið eftir námskeiðinu um uppsteypu húsa 19. og 20. mars. Upplýsingar og skráning í símum 22890 og 11222. Félag byggingamanna Eyjafirði, Meistarafélag byggingamanna Norðurlandi. Tilboð óskast í að rífa geymsluskúra sem standa við suður- mörk lóðarinnar Glerárgötu 36. í tilboðinu skal miða við að skúrarnir verði rifnir og efni flutt af staðnum, steinsteypt gólf undir skúrunum brotið upp og fjarlægt og lóðin grófjöfnuð. Upplýsingar gefur Jóhann Karl Sigurðsson, bygg- ingastjóri, sími 30474. Tilboð sendist Sigurði Jóhannessyni, aðalfulltrúa, fyrir 26. mars nk. Kaupfélag Eyfirðinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.