Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 13. mars 1993 Stjörnuspá - eftir Athenu Lee Spáin gildir fyrír helgina (Vatnsberi (20. jan.-18. feb.) J Þú dæmir fólk ranglega hvort sem þab er því í hag eða óhag svo vertu varkár við fyrstu kynni. Hug- abu vel ab málefnum fjölskyld- unnar. VlA ‘1%. (23. júlí-22. ágúst) J Þetta verður kjörin helgi til að gera tilraunir án þess ab láta skoð- anir annarra hindra þig. Happa- tölur eru 1,14 og 32. (Fiskar 'N V^^t^ (19- feb.-20. mars) J (If Meyja A l (23. ágúst-22. sept.) ) Þér finnst allt vera þér í óhag og átt það til að mikla vandamálin. Þú veist ekki í hvorn fótinn þú átt ab stíga svo notaðu helgina til að leysa þessi mál. Helgin verður róleg svo notabu hana til að íhuga í hvaða átt líf þitt stefnir. Þú kemur auga á leiðir til að bæta kjör þín. (^JjpHrútwc 'N (21. mars-19. apríl) J Næstu vikurnar munu fundarhöld leiða til rómantískrar niburstöðu í lífi þínu. Eitthvert takmark sem þú hefur sett þér nálgast óðum. fMVoí5 ^ VW 'W’ (23. sept.-22. okt.) J Viðskiptin ættu ab ganga vel um helgina þótt þú þurfir í grundvall- aratriðum ab fara varlega í pen- ingamálum. Þú endurskoðar af- stöbu þína til einhvers. (Naut Á (20. apríl-20. maí) J Haltu þig við fjölskyldu og vini því kringumstæbur eru ekki hliðhollar hinu óþekkta. Þab gleður þig að einhver stendur við loforð sem hann gaf þér. (\mC Sporðdreki^t V^^^C (23. okt.-21. nóv.) J Nýjar hugmyndir skjóta upp koll- inum sem auka ánægju þína í frí- stundum. Skoðaðu þær vel því þær munu hafa gób áhrif á þig. (IX Tvíburar \ VA^ (21. maí-20.júní) ) Nú er tími til að endurnýja kynni sem hafa verib vanrækt. Og þótt þú takir fyrsta skrefiö þýðir það ekki að þú særir stolt þitt; þvert á móti. (Bogmaður ^ V^lX (22. nóv.-21. des.) J Sambönd þróast í gegnum sameiginlega vini svo vertu ekki feiminn vib ota eigin tota. Einhver þér náinn reynist hjálpsamur. (vW* Krabbi ^ V (21. júni-22. júll) J Horfðu til framtíðar. Ef þú íhugar grundvallar breytingar í lífi þínu gerðu þá langtímamarkmið ab megin vibfangsefninu. (Steingeit 'N VlTTl (22. des-19. jam.) J Hugsun þín er skýr og þú þráir ab notfæra þér þab. Tækifærið býðst í skemmtilegum samræðum um mikilvæg málefni. Einhver vanda- mál tengjast ferðalögum. Afmælisbarn laugardagsins Vertu varkár í byrjun árs því ýmislegt bendir til þess að þú látir abra hafa allt of mikil áhrif á þig. Því er hætta á að þú leiðist út á brautir sem þú þekkir ekki. Að öbru leyti verbur árið árangursríkt á flestum sviðum. Einhver tengsl verða á milli félagslífs og ferbalaga á árinu. Afmælisbarn sunnudagsins Atburðir í byrjun ársins munu hafa mikil áhrif á framtíðina og tengjast breytingum á búsetu eða vinnu. Flest bendir til þess ab þú eignist nýja vini og að visst samband muni endast. Peningamálin eru í góbu lagi og heppni í lok ársins bæta þau enn. Afmælisbarn mánudagsins Þótt fjölskyldumálin verbi undir einhverju álagi um mitt árið, verður árib í heild gott og þú munt geta veitt þér þab sem þig langar til. Tækifærin bjóbast lika í hrönnum og fjármálin virðast stöbug. Þeir sem eru að leita sér að lífsförunaut mega eiga góða von um að finna hann. Sálnarusk Sr. Svavar A. Jónsson Esóp segir til vegar Dæmisagnahöfundurinn Esóp sat dag einn við veginn til Aþenu. Vegfarandi spurði hann: „Hvers lags fólk á heima í Aþenu?“ Esóp svaraði: „Segðu mér fyrst hvaðan þú kemur og hvers lags fólk á heima þar?“ Maðurinn hugsaði sig um en sagði svo: „Ég kem frá Argos. Þar búa mestu mannleysur, lygarar, þjófar, svikarar og nöldurseggir. Mér léttir stórum að komast þaðan. “ „Mér þykir leiðinlegt að þurfa að segja þérfrá því, “ mælti Esóp, „að fólkið í Aþenu mun koma þér nákvæmlega eins fyrir sjónir. “ Skömmu síðar kom annar vegfarandi til Esóps þar sem hann sat og lagði fyrir hann sömu spurningu. Esóp svaraði eins og í fyrra tilfellinu og spurði manninn eftir því hvaðan hann kæmi og hvers lags fólk ætti þar heima. Sá svaraði: „Ég kem frá Argos. Þar býr gott fólk, heiðvirt og sannt. Mér þótti miður að fara þaðan. “ Þá brosti Esóp og sagði: „Vinur, mér er sönn ánægja að segja þér frá því að fólkið í Aþenu mun koma þér nákvæmlega eins fyrir sjónir. “ H. L. Gec Myndina gerði Lilja Hauksdóttir, nemandi á síðasta ári í málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri. Mynd- in er unnin undir þeim hughrifum sem sálnarusk sr. Svavars kallaði fram. Pað er gömul saga og ný að það sem er á bak við augu okkar ræður alveg jafn miklu um hvað við sjáum og það sem er framan við þau. Og hvað skyldi vera á bak við augun okkar? Hugmyndir okkar um lífið og tilveruna, þau gildi, sem við höfum tamið okkur, reynsla okkar af hlutunum, mat okkar á þeim og afstaða okkar til lífsins. Og þetta er að baki þinna augna jafnt sem minna. Við höfum öll okkar fordóma, ef þannig má að orði kveða. Við höfum öll ákveðinn hátt á að meta það, sem fyrir augu okkar ber. Enginn á jafn mikið á hættu að verða fordómafullur en sá, sem telur sig fordómalausan, telur sér trú um að hann geti mætt fyrirbærunum, hvort sem það eru menn eða málefni, á einhverjum núllpunkti í eigin haus eða á einhverju frísvæði í eigin sál. Næst þegar þú heyrir fréttir, skaltu minnast þess, að sú frásögn, sem þú hlýðir á, er búin að fara í gegnum mannlega skynjun og hefur þar mótast af gildum, reynslu og mati fréttamanns- ins. Hlutleysi er ekkert til, í þess orðs fyllstu merkingu. Sjónvarpið, blöðin, útvarp og bækur hafa ekki tekið af þér ómakið. Þú verður eftir sem áður að meta sjálfur það, sem þú sérð og heyrir. Pú verður að taka til þess sjálfstæða og ábyrga afstöðu. Og þá skaltu muna eftir öllu því, sem er á bak við augun þín. „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir.“ (Matteus 5, 44)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.