Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 17

Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 17
Laugardagur 13. mars 1993 - DAGUR - 17 * Soldáninn fylgist gjörla með atvinnuiífinu og enda þótt nýsköpun atvinnu- veganna tengist nafni Qaboos, geta bæði geitasmalinn og fjölskylda hans og fiskimennirnir í Salalah reitt sig á stuðning hins mikla stjórnanda. Tilgangur- inn með stuðningi soidánsins við landbúnað og fiskveiðar er að tryggja það, að Oman geti haidið velli án olíu og innflutts vinnuafls, þegar olíuna þrýtur og sá iðnaður, sem henni tengist leggst af. í suðurhluta landsins er veitu- skurðá 'ekki þörf. Par sjá há fjöll- in í Dhofar fyrir nægu vatni. Á hverju ári og alltaf á sama degi, 21. júní, geisist monsúnvindurinn inn yfir ströndina og steytir á fjallatoppunum. Péttur regnúð- inn sér til þess, að í fjallahlíðun- um vex upp mjúkt, grænt og safa- mikið gras. í þrjá mánuði er hægt að senda 80 þúsund kameldýr, 150 þúsund kýr og 500 þúsund geitur á beit. 21. september, nákvæmlega klukkan eitt eftir hádegi, er monsúnregninu lokið. Þegar grasið visnar og skortur verður á fóðri, verða bændurnir að gefa bústofninum sólþurrkaðar sard- ínur - en þar er líka um að ræða sælgæti, sem skepnurnar kunna vel að meta. Sindbað sæfari Lengra til norðurs er hafnarbær- inn Sur og þar blundar lífið á meðan hádegissólin skín. Sur og Suhur eru borgir sæfara og sigl- ingar eru talsverðar. Sur er og hefur verið miðstöð skipasmíða í Oman og í sögunni eru ómanskir sjómenn þekktir fyrir þolgæði og úthald. Sagt er, að meira en 2000 árum fyrir Krist hafi þeir siglt frá Zansibar til Indlands. Ævintýri þeirra og áræði hefur án efa verið undirrót sagnanna af Sindbað sæfara, hetjunnar í Þús- und og einni nótt. Hafnarbæirnir urðu líka mikil- vægar verslunarmiðstöðvar. Á 10. öld voru vörugeymslurnar í Suhur fullar af ýmsum auðæfum Austurlanda, eins og t.d. lyfja- grösum, kamfóru, bambusreyr, sandalavið, fílabeini, tini og hin- um margvíslegustu kryddjurtum. Frá austurströnd Afríku fékkst fílabein, skin, skeljar - og þræl- ar. Á fimmtándu öld gortaði hinn frægi ómanski siglingamaður Ahmed Ibn Majid af höfninni í Muscat og fórust orð á þessa leið: „Það er besta höfn í heimi - það er sama hvort maður kemur frá Indlandi, Hormuz eða úr vestri. Höfnin er í skjóli, og íbúarnir eru afar gestrisnir og vingjarnleg- ir. Daglega láta menn hesta, mannfólk og ávexti í skiptum fyr- ir vefnað, olíur, þræla og mjöl- vörur.“ Snæri til skipasmíða Á átjándu öld hittust kaupmenn frá Persaflóa, Indlandi og Rauða- hafs-svæðinu í Muscat, en aðal- stöðvar siglingaflota Omana voru í Sur. Þaðan voru um 100 skip í siglingum til Bengal, Batavíu og Malabar. Nú er þar ekki önnur skip að sjá en nokkra báta, sem liggja á hliðinni í höfninni. Nokkrir axla- signir smiðir reyna að blása í þá nýju lífi og nota til þess gamlar aðferðir, sem gengið hafa í arf mann fram af manni. Áhöldin eru þau sömu og notuð voru af pabba og afa - beykisexi og trébor. Þeir fara höndum um sömu viðartegundirnar og áður, tekk frá Indlandi er notað í kjöl og byrðing, tekk frá Malabar í siglutré. Ennþá er snæri, sem búið er til úr kókoshnetum, not- að til að binda borðin í skrokkn- um saman. Omanir halda því fram, að bátar, sem eru bundnir saman, þoli betur að steyta á skerjum og högg öldunnar en bátar, sem eru negldir. Marco Polo var ekki sama sinnis. Hann skrifaði á sínum tíma: „Það þarf mikla áræðni til að láta úr höfn á þessum skipum. Og, trúið mér, mörg þeirra springa í sundur, því að oft er hvasst á Ind- landshafi." En Omanir halda fast við sína venju, sem mun mega rekja til gamallar hjátrúar: Arabarnir ótt- ast stóran segul, sem á að liggja á hafsbotni og draga naglana úr skipunum, þegar þau sigla yfir hann. í Sur eru það þó nú aðeins beleme, sérstök gerð árabáta, sem eru bundnir saman að gam- alli hefð. Stóru baggaláana, sem minna á spænskar galeiður, er fyrir löngu hætt að smíða í skipa- smíðastöðvunum þar í bæ. En í Sur minnast menn eigi að síður horfinna tíma í Omansríki. Skipasmiður liggur og dottar við mastrið á seglbát, sem er í smíð- um - og veitir hvítri útblásturs- rák, sem nýjasta omanska her- þotan skilur eftir sig á heiðbláum himninum, enga eftirtekt. (Að mestu byggt á Fakta 2/92. - Þ.J.) Það er hvert sæti skipað í heiðursstúkunni, þegar fagnað er afmælisdegi soldánsins í Muscat. Klæðnaður karlanna er ekki eins íburðarmikill og kvennanna. En hinn ómissandi rýtingur (khandjar) er hluti hátíðabúningsins og gefur jafnframt til kynna af hvaða ættbálki hver og einn er. Munið námskeið Náttúrulækningafélags Akureyrar þriðjudaginn 16. mars kl. 20.00 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Kristján Kristjánsson: Heimspeki Þroskakenning Aristótelesar Áhrif þroskakenningarinnar í daglegu lífi. og Sigrún Sveinbjömsdóttir: Slökun - Áhrif slökunar á líðan fólks. Kennsla og æfingar í slökun. Þátttökugjald er kr. 300,- vetéötKMi'i Þingeyingar! Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn að Ýdöl- um þriðjudaginn 16. mars klukkan 21. Þingmennirnir Halldór Ásgrímsson, Guðmundur Bjarnason, Val- gerður Sverrisdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson mæta á fundinn. Fjölmennum! Framsóknarflokkurinn. líl framsóknarmenn llll 1111 AKUREYRl Bæjarmálafundur Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90, mánudaginn 15. mars kl. 20.30. Rætt um dagskrá bæjarstjórnarfundar á þriðjudag. Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram- sóknarflokksins eru eindregið hvattir til að mæta og einnig varamenn. Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar. SÝSLUMAÐURINN Á AKUREYRI Uppboð á lausafjármunum Eftirtaldar bifreiðar og annað lausafé verður boðið upp við lögreglustöðina á Þórunnarstræti, Akureyri, laugardaginn 20. mars 1993, kl. 14.00 eða annars staðar eftir ákvörðun uppboðshaldara: Bifreiðar: A-1690, A-2133, A-2325, A-2459, A-2597, A-2768, A-3597, A-5665, A-5777, A-6127, A-6804, A-6899, A-9032, A-9305, A-9307, A-9716, A-10589, A-10621, A-10845, A-11368, A-12309, A-12846, A-12850, E-2644, Ó-66, Ó-106, P-954, R-11759, R-23639, R-25239, R-51438, R-79605, Y-4418, Þ-3562, Þ-4503, AK-854, DY-531, ES-078, FP-568, FÞ-830, GN-113, HE-660, HU-907, IP-370, IT-633, IY-344, IÞ-633, JH-594, JH-671, JJ-529, KE-076, KM-478, KV-087, KV-689, MA-393, NA-034, OA-282, PG-905, PM-323, SR-469, ST-901, YS-274. Annað lausafé: reiðhjól, snjósleðar, stóðhestarnir ískristall, Tvisturfrá Hvestu og Stígandi yngri, tölvur, Ijósritunarvélar, prentvél af gerðinni Rodaprent, og eitthvað af ótollafgreiddum vörum. Krafist verður greiðslu við hamarshögg. Uppboðsskilmálar eru til sýnis hjá uppboðshaldara. Sýsiumaðurinn á Akureyri, 10. mars 1993. Eyþór Þorbergsson fulltrúi. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.