Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 22

Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 13. mars 1993 Kvikmyndasíða Seagal, Seagal Fyrir um það bil tveimur árum síðan tókst kampakátum blaða- manni frá San Francisco Examin- er að kría út viðtal við leikarann Steven Seagal sem er þekktur fyr- ir allt annað en að vera blaður- skjóða. Sannast sagna minnir stíll hans svolítið á Yul Brynner; hann hefur ekki hátt um fortíð sína, tal- ar í hálfkveðnum vísum og veit sem er að ímyndunarafl viðmæl- andans og síðar lesenda mun sjá um afganginn. Jæja hvað um það, maðurinn er með marglit belti í hinum margvíslegustu austur- landa-íþróttum, hann brýtur steina með berum höndum og snýr haus- inn af óvinum sínum með fótun- um einum saman. Skiijanlega langaði blaðamanninn frá Exam- iner til að fá það á hreint hvort að þessi mikli drápari hvíta tjaldsins hefði nokkru sinni drepið mann í alvöru. Svarið var stutt en að sama skapi ógnvekjandi: „Nei, en ég er í þann veginn að myrða þann fyrsta”. Að vel íhuguðu máli var því ákveðið á ritstjóm Dags að það væri ef til vill áhættuminna fyrir ofan-myndaðan að styðjast við rit- aðar heimildir við samningu þessa þáttar um hetjuna. Það er peningalykt af manninum Velgengni Seagals á hvíta tjaldinu er með ólíkindum. Fyrstu þrjár kvikmyndir hans hafa þegar aflað aðstandendum sínum á 13. millj- arð íslenskra króna og sú nýjasta, Under Siege, er að nálgast sex milljarða markið. Óþokkinn í þeirri mynd er leikinn af ekki verri manni en Tommy Lee Jones en Gary Busey og Erika Eleniak fara með örlítið veigaminni hlut- verk. Sögusviðið er herskipið USS Missouri. Kokkurinn um borð, Casey Ryback (Seagal), á að baki sér skrautlega fortíð en ómetan- lega þegar ótíðindin byrja að ger- ast. Fyrir nú utan að vera heldur spennandi tryllir með öllum venjulegum brögðum og beinbrot- um Seagals þá eru nokkur líkindi til að Erika Eleniak muni taka þar fáein dansspor, afskaplega fá- klædd, sem er vitaskuld tilhlökk- unarefni öllum áhugamönnum um læknisfræði og líkamsburð. Á einhvem óskiljanlegan hátt hefur Under Siege verið tengt Die Hard, að minnsta kosti í íslensk- um bíóauglýsingum. Skýringin á þessu gæti verið sú að þegar móg- úlamir hjá Fox fréttu af innihaldi Under Siege sáu þeir þann kost vænstan að leggja Die Hard núm- er þrjú á hilluna. Efni þessara tveggja mynda var sagt svo keim- líkt að ekki þótti borga sig í bili að búa til aðra slíka, jafnvel þó Bmce Willis væri reiðubúinn og til taks. En þetta sel ég nú ekki dýrara en ég keypti. Eins og svo margar kvikmyndir þá átti Under Siege sér lengi vel annað heiti, Dreadnought. Það þótti hins vegar ekki nógu vænlegt til gróða svo að skipt var um heiti með ágætum árangri. Seagal segir um þetta: „Ég held ráðamennimir hafi hugsað sem svo að Dreadn- ought væri orð sem fæstir skildu, það stendur fyrir omstuskip, ágæt- is orð en lítið notað.“ Og Seagal heldur áfram: „Gaurinn sem ég leik í myndinni er úr ofurhuga- sveit flotans, Navy SEAL. Hann hefur komist upp á kant við yfir- menn sína og nánast verið rekinn en vegna góðsemi yfirmanns er mér leyft að fara sem kokkur með Seagal; aöeins 17 ára gamall hélt hann til Japan að læra aikiodo eftir að hafa séð kúnstina kynnta í heimabæ sínum á undan fótbolta- leik. Hann náði töluveröri leikni í íþróttinni, stofnaði skóla þar eystra og var að sögn eini Vesturlandabú- inn sem það gerði. Vinátta hans við Michael Ovitz, aðal-umboðsmann- inn í Hollywood, tryggði honum hlutverk í bíómynd og áður en varði var hann kominn í aöalhltuverkið í Above the Law. Hann er giftur rauðklæddu konunni (Women in Red) Kelly Le Brock. Missouri til að klára 20 árin hjá flotanum - og væntanlega til að komast á þokkaleg eftirlaun. Skip- ið er hlaðið kjamorkuflaugum og CIA-maður hefur fengið þá flugu í höfuðið að stela þeim. Hann kem- ur um borð með lið sitt og síðan verður það mitt hlutverk að koma í veg fyrir þau áform.” Þetta er óneitanlega svipuð til- viljun og í Die Hard myndunum og raunar líka í Passenger 57 sem Borgarbíó hefur verið að sýna að undanfömu þar sem sérfræðingur í öryggismálum flugvéla er fyrir tilviljun staddur í júmbóþotu sem kaldrifjaðir bófar ræna. Skipið og gamanmál Þannig vildi til að hið raunveru- lega stríðsskip, USS Missouri, var ekki á lausu þegar kvikmyndatök- ur hófust. í staðinn varð að notast við USS Alabama, skip sem hætti að sigla um höfin á sjötta áratugn- um. I stað þess að rífa það og selja í brotajám breyttu kanamir því í safn til að laða að ferðamenn. Að vísu er skipið ekki upp á þunu en það liggur við öruggar festar. Því -varð að framkalla hreyfingar þess með ýmsum brellum. Stærðar tjöld, svört, vom dregin upp á bak við skipið til að skyggja á þá stað- reynd að það liggur nánast upp í fjöru og sjá má heila borg af þil- fari þess. Allt varð að lúta þeirri staðreynd að myndin á að gerast út á miðju Kyrrahafi. Áður en blóðbaðið byrjar fær Seagal tækifæri til að sýna á sér léttari hliðar. Ekki er frítt við að hann brosi og við sjálft liggur að Tommy Lee Jones er skúrkurinn. hann láti glepjast út í einhvem hopp-dans. „Þegar ég valdi hlutverkið I fannst mér það bjóða upp á svolít- inn léttleika, jafnvel gamansemi,“ segir Seagal, „það er þessi þróun frá því að vera bara kokkur yfir í að verða harðskeyttur sérsveitar- maður sem gerir útslagið." Oskarsverðlaun? Leikstjóri Under Siege er Andrew Davis en hann á að baki sér tölu- verða reynslu í gerð hasarmynda. Hann stjómaði meðal annars Seagal í fyrstu mynd hans, Above the Law, árið 1988. Hann bar einnig ábyrgð á einni af betri myndum Chuck Norris, Code of Silence. Það má því segja að þeir tveir, Davis og Seagal, séu hér á heimavelli. Og þar sem Seagal er annar tveggja framleiðanda mynd- arinnar þótti honum við hæfi að fá góðan mann til að stjóma henni. Velgengni mynda Seagals hefur tryggt honum töluvert ákvörðun- arvald um hvað hann gerir og með hverjum. Þess vegna gat hann val- ið leikstjórann sjálfur, haft hönd í bagga með ráðningu leikara og jafnvel ráðskast með handritið. Þessi góði markaðsárangur hef- ur þó engan veginn komið Seagal í náðina hjá kvikmyndakademí- unni. Seagal segist vel geta skilið það: „Flestar hasarmyndir em að mínum dómi einfaldlega ekki nógu góðar til að eiga skilið Ósk- ar. Þó hafa slíkar myndir verið gerðar en akademían hefur jafnan sett kíkinn fyrir blinda augað og neitað að tilnefna þær einfaldlega vegna þess að hún hefur litið nið- ur á góðar spennumyndir og dreg- ið þær allar í sama lélega flokk- inn.“ Rainbow Warrior Eitthvað rekur mig minni til að hafa lesið um að Sylvester Stall- one hygðist mála Rambó grænan. Ekkert hefur orðið af því ennþá að minnsta kosti en Seagal virðist ekki ætla að láta sitja við orðin tóm. í næstu mynd sinni ætlar hann að breyta um umhverfi, áherslur og grunntón. „Ég vonast til að ímynd mín verði öll önnur eftir næstu mynd sem ég er nú að leikstýra. Hún hefur verið kölluð Rainbow Warrior hvert sem end- anlegt nafn hennar kann að verða. Þetta er umhverfíssinnuð mynd, mjög dulræn. Hún er um eskimóa og olífélögin og hvemig þau hafa nauðgað móður jörð. Og auðvitað er svolítill hasar í henni líka.“ Ekki taugaóstyrkir heldur dauðir Um þessar mundir er Sidney Poll- ack staddur í Memphis að búa til kvikmynd byggða á sögu Johns Grisham, The Firm. Sagan hefur verið þýdd á íslensku; gott ef hún heitir ekki Fyrirtækið upp á frónsku, ákaflega þykk bók og heldur óárennileg. Én þegar lest- urinn er hafinn þarf enginn að ótt- ast leiðindi. Stórtækir skúrkar stjóma atburðarásinni og vfla ekki fyrir sér að drepa menn standi þeir í vegi peningaleiksins er þeir stór- græða á. Aðalsöguhetjan er ekki nema peð í þessum leik, saklaust og allt af vilja gert til að standa sig. Þetta á þó eftir að breytast, það herðist í hetjunni og baráttan um völdin er tvísýn. En ekki orð meira um söguna. Ekki ómerkari leikarar en Tom Cmise, Gene Hackman, Holly Hunter og Ed Harris sjá um að halda uppi fjörinu. Að auki má heita að hver einasti lögfræðingur Memphis hafi að undanfömu ver- ið á bólakafi við leik í myndinni. Tom Cruise er stjarnan í nýju lög- fræðingamyndinni, The Firm, sem Sidney Pollack leikstýrir. Þeir hjá Paramount Pictures töldu það heillaráð að fá sem flesta lög- fræðinga til liðs við sig þar sem sagan gerist að langmestu leyti í heimi lögmanna. Þekktur dómari í Memphis, George H. Brown, við- urkennir fúslega að menntunin hafi hjálpað honum mjög til að fá vinnu hjá Pollack en Brown bregður sér í hlutverk dómara í tveimur atriðum þar sem Cruise lætur gamminn geisa; fyrst á körfuboltavellinum og síðan í dómsalnum. Og þrátt fyrir þá hug- leiðingu dómarans að líklega séu lögmenn ekki annað en heftir leik- arar þá hefur Pollack ekki hvatt neinn lögfræðinganna er hann stjómar til að snúa sér að leik- rænni tjáningu. En þar fyrir er ekki rétt að dæma þá vonlausa strax í upphafi og eitt er víst að jafnvel þó lög- mennimir Bill Gibbon, Joseph Bamwell og Michael Williams virðist kannski fram úr hófi stirð- legir og líflausir þá er það ekki vegna þess að þeir eru óstyrkir. Sannleikurinn er sá að myndir af þeim munu hanga uppi á veggjum lögfræðifirmans til minningar um félaga er eitt sinn voru en hafa nú kvatt þennan heim, ekki stórbrotin hlutverk en alveg ömgg fyrir mál- halta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.