Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 13. mars 1993 - DAGUR - 11 „Berið hver annars byrðar“ - ráðstefna um málefni atvinnulausra í samvinnu við landssambönd launþega og atvinnurekenda boðar þjóðmálanefnd þjóðkirkj- unnar til ráðstefnu um málefni atvinnulausra í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 17. mars nk. Þar verður í senn leitast við að skilgreina þann mikla vanda sem atvinnuleysi fylgir og um leið að skoða nýjar leiðir til úrbóta, þar sem sjónarmið krist- innar trúar verða í öndvegi, og rétturinn til vinnu og gildi vinn- unnar verða rædd í ljósi hins kristna mannskilnings. Ráðstefn- an hefst kl. 13.30 og er öllum opin og án þátttökukostnaðar. Kirkjuþing 1992 beindi því til þjóðmálanefndar að efna til slíkrar ráðstefnu um leið og þing- ið hvatti presta, héraðsnefndir og söfnuði þjóðkirkjunnar til að veita þeim aukna sálgæslu, fræðslu og leiðsögn, sem hafa orðið fyrir barðinu á atvinnu- leysi. Var nefndinni falið að hafa samráð við samtök atvinnurek- enda, launþega, sveitarfélaga og landssamtök atvinnulausra. Þjóðmálanefnd hefur haldið nokkra fundi með allstórum hópi úr röðum ofangreindra samta'ka og boðar nú í samvinnu við þau til ráðstefnu sem hefur að yfir- skrift orð Páls postula í Galata- bréfi: „Berið hver annars byrðar“. Hugmyndin með þeirri yfirskrift er að kalla í nafni kirkj- unnar til samstöðu með þeim sem nú líða fyrir atvinnumissi og leita leiða til úrbóta sem unnt er að sameinast um. Ætlunin er að færa umræðuna um málefni at- vinnulausra úr þeim farvegi sem einskorðast við efnahagssamdrátt og ytri þrengingar og nálgast umfjöllunarefnið frá jákvæðri hlið, þar sem kall trúarinnar til samábyrgðar hljómar og réttur- inn til að sjá sér og sínum far- borða og gildi vinnunnar fyrir andlega og líkamlega heilbrigði verða skoðuð í ljósi hins kristna mannskilnings. í samþykkt Kirkjuþings var áhersla lögð á „félagslegt réttlæti á tímum samdráttar“. Þau orð fela í sér áminningu sem tekur til víðara sviðs en þess eins sem tak- markast við atvinnuleysið og þá sem þess gjalda. En að hafa tæki- færi til að nýta krafta sína og axla ábyrgð á framfærslu heimilis og fjölskyldu með vinnuframlagi sínu er mörgum spurning um mannréttindi. Og það er skylda allra að sameinast um að tryggja þau mannréttindi eins og önnur. Heiti þriggja helstu efnisflokka gefa nokkra hugmynd um við- fangsefni þessarar ráðstefnu: „Gildi vinnunnar“, - „Afleiðing- ar atvinnuleysis og félagsleg úrræði“ - og „Þjónusta kirkjunn- ar og stuðningstilboð“. Fyrir- spurnir verða leyfðar eftir hvern málaflokk og almennar umræður í lokin. Ávörp flytja Hjörtur Eiríks- son, framkvstj. Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna og Ögmundur Jónasson, formaður B.S.R.B. Fyrirlesarar verða: Pétur Pét- ursson, heilsugæslulæknir; Hólm- fríður Gunnarsdóttir, verkefnis- stjóri vinnuverndarársins; Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prestur; Eyjólfur Guðjónsson, fulltrúi fólks í atvinnuleit; Jón Björnsson, félagsmálastjóri á Akureyri; Sr. Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur; Halldór Kr. Júlíusson, sálfræðingur; Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófast- ur og Ragnheiður Sverrisdóttir, fræðslufulltrúi. Þjóðmálanefnd kirkjunnar boðar til þessarar ráðstefnu í samvinnu við Vinnuveitendasam- band íslands, Vinnumálasam- band samvinnufélaganna, Al- þýðusamband íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, B.H.M.R., Kennarasamband ís- lands, Vélstjórafélag íslands og Stéttarsamband bænda. Íþróttir ®>TOYOTA Tákn um gœöi “ÍDSK^ourb1ll Sýnum um helgina nýjan bíl frá Toyota STARLET Starlet er fáanlegur bæði 3 og 5 dyra. Verð frá kr. 939.000 á götuna. Bráðskemmtilegur bíll. Reynsluakstur. Snarpur ☆ Lipur ☆ Hagkvæmur Opið laugardaginn 13. mars frá kl. 10.00-17.00, sunnudaginn 14. mars frá kl. 13.00-17.00. Bílasalan Stórholt Óseyri 4, sími 23300. Úrvalsdeildin í körfubolta: Tindastóll vann Blika en verður að treysta á sigur Snæfellinga gegn KR Tindastóll vann sanngjarnan og öruggan sigur á Breiðabliki í Digranesi á fímmtudags- kvöldið í Úrvalsdeildinni í körfubolta, 75:114, en Blik- arnir eru fallnir í 1. deild. A sama tíma tapaði KR fyrir Skallagrími í Borgarnesi, 58:55, og því verða Tindastóls- menn að vona að KR tapi einnig nk. sunnudag fyrir Snæfelli til þess að sleppa við aukakeppni við það lið sem lendir í öðru sæti í 1. deild um setu í Úrvals- deildinni keppnistímabilið 1993-94. Grindavík tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Snæfelli í Stykkishólmi, 73:106. Lið ÍBK og Hauka eru einnig komin í úrslitakeppnina en Snæfell verður að vinna KR á sunnudag til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Leikurinn var aðeins jafn í byrjun en þá þá tóku Stólarnir frumkvæðið eftir að Blikarnir höfðu komist yfir 19:16 en Páll Kolbeinsson fór úr liði á fingri í byrjun leiksins og varð að fara á slysavarðstofu til að „redda mál- inu“ og lék ekki meira eftir það. Bandaríkjamaðurinn Foster fékk þrjár villur snemma í leiknum og lék ekki meira með þar til í seinni hálfleik en þriðja villan var sókn- arvilla sem hann var mjög ósáttur við. Það var hins vegar Valur Ingimundarson ásamt ungu leik- mönnunum í Tindastól sem hélt liðinu á floti í fyrri hálfleik og lið- ið var yfir í hálfleik, 37:40 og gerði Valur 18 af þeim stigum. Hittnin var því frekar slök en þess ber að geta að mótstaða Blikanna var oft á tíðum ekki burðug. Foster kom svo aftur inn á í síðari hálfleik og jókst þá for- skotið hægt og örugglega og mátti sjá á stigatöflunni 50:63, 50:69, 53:7.1 og 59:84 og Sauð- krækingar komnir með örugga forystu. Stigahæstur í liði Tinda- stóls var Valur Ingimundarson með 40 stig og skoraði hann þriggja stiga körfu er 3 sekúndur voru til leiksloka, Ray Foster var með 21 stig, Ingvar Ormarsson 17, Björgvin Reynisson 8, Hinrik Gunnarsson 8, Ingvi Þór Rúnars- son 7, Stefán Sveinsson 7, Karl Jónsson 4 og Kristinn Baldvins- son 2. Hjá Blikum var Joe Wright allt í öllu og jafnframt stigahæstur með 38 stig en þeir urðu snemma í leiknum fyrir blóðtöku er Grissom meiddist á ökla og var ekki með í seinni hálfleik. Valur Ingimundarson var mjög ánægður í leikslok, sagði að ungu mennirnir hefðu skilað sínu hlutverki í leiknum og það hefði verið mjög ánægjulegt að þeir skyldu allir skora. SV/GG Knattspyrna: Firma- og félaga- keppni Þórs Laugardagana 20. og 27. mars nk. verður haldin firma- og félaga- keppni knattspyrnudeildar Þórs í innanhússknattspyrnu. Keppnin fer fram í íþróttaskemmunni. Þátttöku skal tilkynna í Hamar í síma 12080 fyrir kl. 19.00 fimmtudaginn 18. mars nk. Norðlenskir dagar Verðlaunagetraun Takið eftir! Svona er myndagátan rétt. Lausnir sendist til: Norðlenskir dagar, Ingvi Guðmundsson Kaupfélag Eyfirðinga 600 Akureyri Veitt verða ein verðlaun: Vöruúttekt í einhverri matvöruverslun KEA að upphæð kr. 8.000.-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.