Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 24

Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 24
Samþykkt bæjarráðs Akureyrar um prhagsvanda Krossaness hf.: Hlutafé Akureyrarbæjar verði aukið um 100 miiljómr - með yfirtöku Framkvæmdasjóðs á hluta af 190 milljóna kr. láni Á fundi bæjarráðs Akureyrar sl. fímmtudag var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn nk. þriðjudag að hlutafé Akureyr- arbæjar í Krossanesi hf. verði aukið um 100 milljónir króna með yfírtöku Framkvæmda- sjóðs Akureyrarbæjar á hluta af láni sem Akureyrarbær tók á sínum tíma vegna Krossa- nesverksmiðjunnar. Akureyr- arbær á 99,9% í verksmiðj- unni, en 0,1% hlut eiga til samans Súlan hf. og Hreiðar Valtýsson, útgerðarmaður loðnuskipsins Þórðar Jónas- sonar EA. Staða Framkvæmdasjóðs Akureyrarbæjar hefur verið mjög erfið og aðspurður sagði Sigurður J. Sigurðsson, formaður bæjarráðs, umdeilanlegt hvort sjóðurinn hafi burði til þess að taka þetta á sig. „Það er alveg Ijóst að þetta veldur aukinni greiðslubyrði Framkvæmdasjóðs sem þessu nemur, en menn verða að finna sér leiðir til að leysa það.“ Eins og áður segir tók Akur- eyrarbær á sínum tíma umrætt lán, sem er í svissneskum frönkum. Lánið stendur í dag í um 190 milljónum króna. Bæjar- Þannig lítur Krossanesverksmiðjan út í dag. Mynd: Robyn Gjaldþrot Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar & Co.: Umræður þegar í gangi um áframhaldandi rekstur - kröfur Akureyrarbæjar um 50 milljónir Gerðar hafa verið ráðstafanir til að fá rekstraraðila til að halda rekstri Niðursuðuverk- smiðju K. Jónssonar & Co. áfram og hefur skiptastjóri, Ólafur Birgir Árnason hrl., þegar rætt við nokkra aðila í því sambandi, bæði utan og innan Ákureyrar. Ólafur segir tíinann hins vegar afskaplega nauman, rekstur verði að halda áfram strax nk. mánudag. Meginástæða þess eru kaup á grásleppuhrognum en þeir samningar liggja fyrir tilbúnir og því hvílir nú sú kvöð á þrota- búinu að staðfesta þá samn- inga, annars er hætta á því að þeir tapist og forsendur áfram- haldandi reksturs því brostnar. Þegar hefur verið undirbúinn fundur með stærstu kröfuhöfum í þrotabúið og verður hann nú um þessa helgi og með hliðsjón af niðurstöðu fundar þessara hags- munaaðila verður tekin ákvörð- un um frekari starfrekstur og hvaða hugmyndir þeir hafa um framhald á rekstri verksmiðjunn- ar. Á fundi skiptastjóra með starfsfólki K. Jónssonar & Co. á fimmtudag var öllum starfsmönn- um, um 70 manns, sagt upp og þeim skýrt frá þeim rétti sem þeir hafa til launa, orlofs o.fl. en eng- in tilkynning um það hvort unnið yrði nk. mánudag. Bæjarsjóður Akureyrar mun ekki koma inn í rekstur á verk- smiðjunni enda hefur þegar verið rætt við sterka aðila sem eru mjög hæfir til að takast á við verkefnið, að sögn Heimis Ingi- marssonar formanns atvinnu- málanefndar og hefur ekki verið farið fram á þátttöku bæjarins af þeim hópi. Kröfur bæjarins eru milli 40 og 50 milljónir króna sem er glatað fé. Auk þess er bæjar- sjóður með ábyrgð á lánum og ógreidd gjöld, þ.m.t. orkugjald, sem eru töluverðar upphæðir. Björn Snæbjörnsson formaður Einingar segir að gjaldþrot verk- smiðjunnar hafi að mörgu leyti komið á óvart þó vitað væri að það væri illa statt. Fyrirtækið skuldaði félagsgjöld og lífeyris-1 sjóðsiðgjöld samtals nærri þrem- ur milljónum króna og eru elstu greiðslurnar frá því á haustdög- um. Hlutur félagsgjaldanna er um 500 þúsund krónur og er þar væntanlega um glatað fé að ræða en réttindi félagsmanna glatast hins vegar ekki. Lífeyrissjóðs- greiðslur fara í lögfræðiinn- heimtu þremur mánuðum eftir gjalddaga en Björn segir það ljóst að herða þarf innheimtu- aðgerðir gagnvart þeim sem ekki standa í skilum því þarna er um að ræða fé sem dregið er af starfs- fólki og telur Björn það því ekk- ert annað en fjárdrátt. GG sjóður greiddi af því fyrir skömmu og er miðað við að frá yfirtöku lánsins verði gengið fyrir næstu afborgun, sem er síðar á árinu. Samþykkt bæjarráðs gerir ráð fyrir yfirtöku Framkvæmdasjóðs á 100 milljónum af þessum 190 milljónum og er hugmyndin að þeim 90 milljónum sem eftir standa verði skuldbreytt og þær greiddar á 15 árum, afborgunar- laust næstu tvö árin. Hólmsteinn Hólmsteinsson, formaður stjórnar Krossaness hf., segir að að því tilskildu að bæjarstjórn staðfesti tillögu bæjarráðs nk. þriðjudag, telji forsvarsmenn verksmiðjunnar að fjárhagsvandi hennar sé leystur til lengri tíma. „Þegar farið var af stað með verksmiðjuna fyrir þrem árum síðan í núverandi mynd, var mönnum alveg ijóst að skuldsetning fyrirtækisins væri alltof mikil. Þess vegna var sent inn erindi til bæjaryfirvalda þar sem óskað var eftir því að á þess- um fjárhagsvanda yrði tekið til lengri tíma,“ sagði Hólmsteinn. Tillögur þær sem forsvarsmenn Krossaness hf. lögðu fyrir bæjar- ráð voru unnar af Hólmsteini, Jóhanni Pétri Andersen, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, ásamt Inga Björnssyni og Jóni Halli Péturssyni. Krossanes hf. á enn óseldan þurrkara í Noregi, sem ætlaður var í 7-800 tonna verksmiðju eftir brunann um árið. Þurrkarinn var metinn á um 40 milljónir króna á sinum tíma. Aðalfundur Krossaness hf. verður innan skamms. Hólm- steinn vildi ekki gefa upp afkomu- tölur á þessu stigi, en sagði að reksturinn sem slíkur hafi gengið vel á síðasta ári, en skuldsetning fyrirtækisins væri alltof mikil. óþh AÐALFUNDUR Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn föstudaginn 26. mars 1993 á Hótel Sögu, Súinasal, og hefst fundurinn kl. 13.30. DAGSKRÁ Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, 2. hæð, frá og með 22. mars, fram að hádegi fundardags. Stjórn Olíufélagsins hf. Olíufélagið hf m M' ---7~T~ r7~T Skattframtal einstaklinga með sjálfstæðan atvinnurekstur: j m Skilafrestur rennur út .M/r' ^ S þann 15. mars ^/ /C?> - /fA; Síðasti skiladagur skattframtals einstaklinga sem höfðu með höndum sjálfstæðan atvinnurekstur á árinu 1992 er 15. mars. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.