Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 13

Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 13. mars 1993 - DAGUR - 13 Mannlíf Geirmundur Valtýsson á Hótel íslandi: Sviflð um í syngjandi sveiflu Staðurinn er Hótel ísland, stund- in er laugardagskvöldið 6. mars 1993 og klukkan farin að ganga ellefu. Á sjötta hundrað manns hafa nýlokið við að renna niður ágætis eftirrétti sem fylgdi fast á eftir gómsætri kjötmáltíð með súpu í forrétt. Starfsfólkið stjan- aði við fólkið í salnum sem með vaxandi þrá var farið að bíða eftir að ókrýndur sveiflukóngur íslands, Geirmundur Valtýsson, léti sönginn hljóma. Þegar hann svo birtist á sviðinu með fríðu föruneyti stóð ekki á móttökun- um. í hönd fór klukkustundar dagskrá þar sem Geirmundur, Ari Jónsson, Guðrún Gunnars- dóttir og Berglind Björk þöndu barka sína með undirleik hljóm- sveitar í stjórn Magnúsar Kjartanssonar. Þorgeir Ástvalds- son og Margrét Blöndal sáu um að kynna Geirmund enn.frekar fyrir gestunum í salnum og þegar þau bentu fólki á að burðarþol borðanna á staðnum væri sér- staklega gott stóð ekki á við- brögðum. Ungir sem aldnir sungu „Nú er ég léttur“ og tóku það bókstaflega og flykktust upp á borð og dönsuðu sinn lífsdans. Með reiknikúnstum þeirrar greinar komust Þorgeir og Mar- grét að því að líklega væri Geir- mundur búinn að spila átta sinn- um fyrir hvern íslending að með- altali og miðað við viðtökurnar eftir þessa sýningu Geirmundar hefur það örugglega ekki verið í síðasta sinn sem viðstaddir ætl- uðu sér að svífa um í syngjandi sveiflu með kappanum. SV/ój Margrét Blöndal leiðir sveiflukóng- inn. Magnús Kjartansson er hljómsveit- arstjóri. Geirmundur, Guðrún Gunnarsdóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ari Jónsson í syngjandi sveiflu. Gestir á Hótel íslandi kunna vel að meta hina fersku og kraftmiklu sveiflu úr Skagafirðinum. Geirmundur hristir mörg gullkornin fram úr erminni. Ari Jónsson hefur sungið margar perlur Geirmundar. I 1 I I ! I Heimilistæki og búsáhöld hafa verið flutt í verslun okkar að Lónsbakka Sími sölumanna 30318 verið velkomin BYGGINGAVORUR LONSBAKKA • 601 AKUREYRI ir 96-30321,96-30326, 96-30323 FAX 96-27813 | I I I MERKISMENNHF

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.