Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 23

Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 23
Laugardagur 13. mars 1993 - DAGUR - 23 í UPPÁHALDI „Hef ekki álit á Sighvati“ - segir Halla Halldórsdóttir Halla Halldórsdóttir er hjúkrunarfræðingur og vinnur hjá Heimahjúkrun Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Hún er líka virk í íþróttun- um og er fyrirliöi KA-stúlkna í blaki, en þær kepptu einmitt til úrslita við Víking í bikarkeppninni um síðustu helgi og stóðu sig vel þótt leikurinn hafi tapast. Eiginmaður Höllu er Bjami Sveinbjömsson, knattspymu- maðurinn góðkunni sem nú er geng- inn úr Þór í ÍBV. Við spurðum Höllu um ýmis hugðarefni hennar. Hvað gerirðu helst ífrístundum? „Frístundimar fara flestar í það að æfa og spila blak. Það tekur drjúgan tíma.“ Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ég hugsa að það sé svínakjöt. Svo er ég mjög hrifin af rjúpum og hlakka alitaf til að borða þær á jólunum.“ Uppáhaldsdrykkur? „Kók. Ég drekk líka mikið te.“ Ertu hamhleypa til allra verka á heim- ilinu? „Ég held það. Það er heldur ekki um annað að ræða en ganga í heimilis- störfrn og mér leiðist það svo sem ekkert. Eg þykist líka vita að þetta gerist ekki sjálfkrafa." Spáirðu mikið í heilsusamlegt liferni? „Svolítið, en það mætti vera meira. Ég fæ auðvitað hreyfingu í blakinu en sjálfsagt mætti ég spá meira í mat- Halla Halldórsdóttir. aræðið. Ég hef bara ekki nægan tíma til að velta því mikið fyrir mér.“ Hvaða blöð og tímarit kaupirðu? „Ég kaupi Morgunblaðið. Við vomm líka áskrifendur að Degi en ég er ný- búin að segja honum upp. Svo emm við með tímarit handa bömunum.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Seld eftir Muhsen og Crofts. Hún er. búin að vera ansi lengi á náttborðinu. Bókin er spennandi og áhrifarík en ég er svo þreytt á kvöldin eftir annir dagsins að ég sofna eftir tvær blað- síður.“ Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Það sem mér dettur fyrst í hug núna er KK-band.“ Uppáhaldsíþróttamaður? „Bjami Sveinbjömsson." Hvað horfirðu helst á í sjónvarpi? „Ég horfi lítið á sjónvarp. Það er helst að ég kíki á íþróttir og Hemma Gunn og einhverja vandaða þætti, sem em reyndar sjaldan á dagskrá.“ Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? „Úff, engum sérstökum. Að minnsta kosti ekki Sighvati Björgvinssyni." Hvar á landinu vildirðu helst búafyrir utan heimahagana? ,JÉg vildi helst vera hér á Akureyri og veit ekki hvort ég get nefnt einhvem sérstakan stað. Ég myndi bara reyna að láta mér líða vel þar sem ég þyrfti að vera.“ Hvaða hlutlfasteign langarþig mest til að eignast um þessar mundir? „Mig langar auðvitað í nýja og stærri íbúð.“ Hvernig myndirðu eyða þriggja vikna vetrarfríi? „Ég myndi vilja fara til sólarlanda í gott frí með fjölskyldunni.“ Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Ég fer austur með blakliðinu. Við emm að fara að keppa við Þrótt Nes- kaupstað á fóstudag og laugardag og svo verð ég að vinna á sunnudaginn. Þetta verður strembin helgi eins og flestar aðrar.“ SS Glerárkirkja: Kirkjuhátíð bamanna Talsmenn kirkjuhátíöar barna í Glerárkirkju talið frá vinstri: Þorsteinn Pét- ursson, leiðbeinandi við sunnudagaskólann i Glerárprestakalli; Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur við Glerárkirkju og Jóhann Baldvinsson, organ- ÍStí VÍð SÖmu kirkju. Myml: ój „Daginn í dag gerði Drottinn Guð - gleðjast ég vil - og fagna þennan dag“, er yfirskrift kirkjuhátíðar barna af Eyja- tjarðarsvæðinu sem hefst í Glerárkirkju sunnudaginn 14. mars klukkan 11.00. „Víðast hvar í kirkjum í Eyja- firði eru sunnudagaskólar starf- ræktir. í vetur var ákveðið að efna til kirkjuhátíðar barna af Eyjafjarðarsvæðinu í Glerár- kirkju, sem er nýtt og fagurt guðshús. Við sem höfum staðið að undirbúningi kirkjuhátíðar- innar reiknum með að börnin verði um fimm hundruð og for- eldrar eru einnig boðnir vel- komnir," segir Þorsteinn Péturs- son, leiðbeinandi við sunnudaga- skólann í Glerárkirkju. Dagskrá kirkjuhátíðar barna á sunnudaginn er fjölbreytt og hefst með forspili blásarakvintetts frá Dalvík. Brúðuleikhús er alltaf vinsælt þegar börn eru annars vegar og það verður á sínum stað. Barnakórar frá Glerár- kirkju og Akureyrarkirkju koma fram og nýr söngur verður kenndur. Hljóðfæraleikarar verða á hverju strái en söngur verður ríkjandi í dagskránni sem og hugleiðingar og hefðbundnar bænir. „í sunnudagaskólastarfinu fá börnin að kynnast grunngildum mannlegra samskipta, sem byggð eru á trúnni á Drottin Guð. Þeg- ar hinir fullorðnu skoða grannt, hvað er dýrmætast í lífinu, þá staldra allir við börnin. Það er vissulega íhugunarefni hvort full- orðið fólk vanræki það sem mestu varðar í uppeldi barnanna, þ.e. það sem snertir sálarheill og lífsmáta. Ef við ætlum að búa börnin undir heiminn og lífsbar- áttuna þannig að þau geti staðið á eigin fótum, látið gott af sér leiða og stýrt lífi sínu á farsælan hátt, þá hljótum við að óska þess að þau eignist andlegar styrkar stoðir. Kirkjan hefur alltaf kennt og kennir enn, að sterkasta stoð- in í persónuleika hvers manns er trúin. Þegar hún er veik þá vant- ar mikið. í sunnudagaskólanum leggjum við grunninn og þar eru foreldrar að efna það loforð sem Foreldrafélag Blásaradeildar Tónlistarskólans á Akureyri verður með fjáröflunartónleika á morgun, sunnudaginn 14. mars, kl. 15 í Sjallanum. Þar koma fram yngri og eldri blásarasveitir ásamt ýmsum minni hópum t.d. saxafónkvartett, trompettríói, þeir gáfu er barnið var borið til skírnar. Fjölmenn kirkjuhátfð barna á sunnudaginn er byggð á sunnudagaskólastarfi vetrarins við Eyjafjörð. Við fögnum þenn- an dag og bjóðum alla velkomna til Glerárkirkju,“ segir Gunn- laugur Garðarsson, sóknarprest- ur. ój slagverkssveit og tréblásturshóp. Aðgangur er ókeypis en fólk er hvatt til að kaupa kökur og kaffi og annað meðlæti og styrkja þannig sveitirnar. Féð sem safn- ast verður notað til að greiða kostnað við ferðalög sveitanna. Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri: Fjáröflunartónleikar Grjóthopparapressa Til sölu grjóthopparapressa, lítið notuð með fylgihlutum. Gott verð og greiðslukjör. Upplýsingar gefur Sigurjón í síma 96-25222. Kaffihlaðborð í KA-heimilinu sunnudaginn 14. mars frá kl. 15-18. Verð kr. 400 fyrir fullorðna og kr. 200 fyrir börn. Foreldrafélag KA fk gUI 9 #i f gySS HEILSUGÆSLUSTÖÐIN tWl HORNBREKKA. 2225 Hjúkrunarfræðingar! Sjúkra- og dvalarheimilið Hornbrekka Ólafsfirði óskar eftir hjúkrunarfræðingi til starfa frá og með 1. júní 1993. Upplýsingar um starfið og starfskjör veitir forstöðumaður, Kristján Jónsson, í síma 96-62482. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 28. mars nk. Sjúkrahúsið í Húsavík s.f. Sími 41333 - 640 Húsavík Hjúkrunarfræðingar LAUSAR STÖÐUR: Hjúkrunarfræðingur óskast á blandaða legudeild nú þegar. Hjúkrunarfræðingur óskast á skurðstofu frá 1. maí. Deildarstjóri óskast á öldrunardeild frá 1. júlí. Allar nánari upplýsingar gefur Aldís Fr. hjúkrunarfor- stjóri í síma 96-41333. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað Hjúkrunarfræðingar Vetrarafleysingar - sumarafleysingar - fastráðning. Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til afleysinga. Einnig óskar Fjórðungssjúkrahúsið eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í fast starf nú þegar eða eftir nán- ara samkomulagi. Mjög góð vinnuaðstaða í nýlegu húsnæði. Á sjúkradeild ásamt fæðingardeild eru 32 rúm, auk þess er rekin 11 rúma dvalardeild í tengslum við sjúkrahúsið. Odýrt húsnæði er í boði og aðstoð veitt við flutning á búslóð. I Neskaupstað er leikskóli og dagheimili, tónskóli, grunnskóli og framhalds- og verkmenntaskóli. Veðursæld er rómuð og fjölbreyttir möguleikar til tómstundaiðkana eru fyrir hendi. Hafið samband við hjúkrunarforstjóra í síma 97- 71403 eða framkvæmdastjóra í síma 97-71402 sem gefa allar nánari upplýsingar. Framkvæmdastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.