Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 18

Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 18
Umsjón: Vilborg Gunnarsdóttir HALLO KRAKKAR! Jæja nú er sólin heldur betur farin aö hækka á lofti og orðið bjart á morgnana þegar þið farið í skólann. Þið megið samt ekki gleyma vetrinum strax þótt sumarið nálgist hratt. Það er ennþá nægur skíðasnjór í fjöllunum og upplagt að nota tækifærið á meðan það býðst. Þá eru margir búnir að draga fram hjólin sín en það er kannski full snemmt. Gætið ykkar að minnsta kosti á hálkublettunum sem gætu leynst víða! Það er gaman ef aðrir kunna vel við mann. En það er miklu mikilvægara að þú sért ánægður með sjálfan þig. Ef þú virðir sjálfan þig, líður þér vel. Ef þú setur þér góð markmið verður þú ekki aðeins sáttari við sjálfan þig heldur áttu auðveld- ara með að eignast nýja vini. Gerðu lista yfir mikil- væg markmið. SVONATEIKNUM VIÐ... Finnið hvaða lykill passar í eitt af skráar- götunum! j je6 j JESSBd l Jsujnu ||!>)Á-| :usnB"] Púsl REBBI HÓLMS Rebbi Hólms og Mikki mús eru að fylgjast með framleiðslu á gamalli kúrekamynd. Það eru ýmsir hlutir á sviðinu sem ekki eiga þar heima. Hversu marga getur þú fundið? nuu|S0A 0)|||A |>j))0 BJÁ0i)|i) jjUjp>|seBjJis 60 Q!))9jqB|9(i) ‘ub)))a 'uB)|))n|)jnA|0) ‘uujQjBq -|o[u ‘uujuEqEunjg :usnBq Grísirnir fóru í göngutúr klukkan 16:15. Eftir 77 mínútur námu þeir staðar til að fá sér að borða. Hvað var klukkan þá? oai 6o njjefjci uB[jnBs jba unn :jbas ROBERT BAIMBSI - og leyndarmálið „ÞÚ!“ æpir Skreppur æfur af reiði þegar hann lítur upp og sér Róbert. „Þ-þú svindlaðir. Þú sagðist ætla að bíða niðri...“ „Ég sagði ekkert slíkt,“ svarar Róbert, „ég vissi bara að þú ætlaðir að skilja mig eftir þar.“ „Jæja en þú átt samt að fara aftur niður!“ muldrar Skreppur. „Farðu frá,“ æpir Róbert. „Ef þú snertir mig þá hendi ég kistlinum niður í brunninn!" Eitt andartak virðist Skreppur ætla að hrinda Róbert en svo víkur hann frá brunninum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.