Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 13. mars 1993 Veðrið hefur verið sígilt umræðuefni hér á landi. Menn hittust, tóku tal saman og þá var gjarnan minnst á veðrið - stundum á atvinnulífið eða stjórnmálin. Vera má að þessi umræðuefni séu fremur ein- kennandi fyrir landsbyggðina en höfuðborgarsvæðið enda á hún oftar meira undir þeim öfl- um er stýra - bæði vindum him- insins og þjóðmálanna. Oft er talað um veðrið í karlkyni. - Hann er genginn í norðrið. - Er dæmi um málvenju þegar vind- urinn á í hlut. Og menn hafa á honum mislitar skoðanir eftir því hvernig hann blæs og úr- koman fellur til jarðar hverju sinni. Þeir sem komast næst honum í daglegum störfum eru veðurfræðingarnir sem beita reikniformúlum til að sjá fyrir duttlunga hans. Einn þeirra er Magnús Jónsson, sem mun taka við starfi veðurstofustjóra á Veðurstofu íslands innan tíðar. Magnús er Skagfírðingur - fæddur og alinn upp á Sauðár- króki og komst snemma í kynni við veðurfarið og atvinnulífíð. Hann sigldi fyrst sem 11 ára drengur út á fjörðinn til fískjar. Magnús hefur sterkar taugar til smábátaútgerðar og segir hana vera ákveðinn lífsstíl. En áhugamál hans eru fleiri - raun- ar mörg - og hann sagði að áhugi sinn á stærðfræði hafí ýtt undir að hann valdi veðurfræð- ina sem viðfangsefni. Magnús hefur einnig mikinn áhuga á almennum þjóðmálum og verið ófeiminn við að láta skoðanir sínar í ljós. Og þá kemur trillusjómaðurinn aftur við sögu. Hann hefur deilt hart á marga þætti sjávarútvegsmála að undanförnu. Við hittumst í morgunkaffí á dögunum. Þegar við höfðum komið okkur fyrir á kaffihúsi í húsakynnum bændasamtakanna á Melunum og biðum eftir þjónustu sagði ég honum að fátt hafi mér þótt jafn leiðinlegt í æsku og veðurspárnar. Pótt spárnar hafi verið og séu enn á meðal þess útvarpsefnis sem margir hlusta á hér á landi voru þær alltaf verri en ég vildi hafa þær. Þetta sjónarmið kom veðurfræðingnum og verð- andi veðurstofustjóra ekkert á óvart. Hann brosti góðlátlega og sagði að víst vildum við að veðrið væri betra. Ef Kári hefði hægar um sig væri veðráttan allt önnur. Þess vegna sé okkur nauðsynlegt að nota trjárækt og búa til skjólbelti. Þannig gætum við dregið úr áhrifum vindsins - til dæmis í nánd við bústaði manna. Magnús kvaðst telja að við munum aldrei geta keppt við aðrar þjóðir um framleiðslu á trjávörum. Til þess sé veðráttan ekki nægilega hagstæð og ekki mögulegt að ná nauðsynlegum vaxtarhraða. „En við eigum að rækta skóga til land- græðslu og skjóls. Ekki síst að rækta skjól- belti. Skógræktin er þannig eitt af áhuga- málum mínum, en ég verð þó að viður- kenna að ég sinni henni alltof lítið þótt ég hafi í raun aðstöðu til að láta þar meira gott af mér leiða. Ef til vill er þetta spurning um tíma og hvað hafi forgang.“ Lífsbaráttan veröur aldrei óháö veðurfarinu Magnús kvaðst telja að áhugi íslendinga fyr- ir veðrinu eigi sér djúpar rætur í atvinnu- sögu þjóðarinnar. „Landbúnaður og sjó- sókn voru undirstaða atvinnulífsins og stór hluti landsmanna á þann hátt mjög háður veðrinu. Lífsbjörg fjölda fólks byggðist á því að unnt væri að komast á sjó - oft á litl- um og illa sjófærum bátum. Bændur áttu einnig nær alla fóðuröflun og afkomu bú- stofns undir veðurfarinu. Lífsafkoman gat því alfarið byggst á hvernig viðraði á hverj- um tíma. Þótt aðstæður hafi breyst og við séum ekki að öllu leyti eins háð veðri frá einum degi til annars og var fyrir nokkrum áratugum þá þarf nokkurn tíma - jafnvel kynslóðir til að breyta svo grónum hugsun- aríiætti sem veðuráhuginn er.“ Magnús benti á að þrátt fyrir margvísleg- ar breytingar á atvinnuháttum á síðari árum þurfum við eftir sem áður að taka mið af veðrinu af mörgum ástæðum. Lífsbarátta hér á landi verði aldrei óháð veðri og vindum. „Ég get ekki séð fyrir mér byggð í þessu landi án sjósóknar. Og meðan svo er verð- um við háðir veðurfarinu. Þjóðfélagið í dag er einnig að ýmsu leyti viðkvæmara fyrir veðri en áður var. Við erum til dæmis mun háðari samgöngum en fyrr og ýmislegt getur farið úr skorðum ef ferðir teppast um lengri eða skemmri tíma. Þær þjóðir sem búa við norðanvert Atlantshaf lifa við óstöðugt veðurfar. Við erum auk þess staðsett á svæði þar sem öflugar lægðir fara um - bæði á milli íslands og Grænlands og einnig fyrir austan land - á milli íslands og Noregs. Ferðir þessara stóru lægða valda því hvað Kári blæs oft kröftuglega hér á landi.“ Magnús sagði að þótt oft væri hvasst á lægðarsvæðum á norðurhveli jarðar þá væru það nánast smámunir samanborið við þær lægðamyndanir sem eigi sér stað í nánd við Suðurskautið. Þar væru dæmi um svæði þar sem vindur geti mælst hátt í níu vindstig í allt að 300 daga á ári, þótt það sé vissulega breytilegt frá einu ári til annars. Nýir möguleikar til að sjá duttlunga veðursins fyrir Veðurspárnar - stundum rætast þær, stund- um rætast þær ekki og veðrið fer eftir öðrum farvegi en veðurfræðingar spá fyrir um. Straumar loftsins geta verið ósýrilátir og formúlur stærðfræðinnar, sem notaðar eru til að reikna út stærðir og hraða hæða og lægða í veðrahvolfi jarðar eiga oft erfitt með að elta þá uppi. Þó hafa orðið miklar breyt- ingar á störfum veðurfræðinga á undanförn- um árum með tilkomu aukinnar upplýsinga- öflunar og nýrrar tækni til úrvinnslu gagna. Með tölvutækninni hafa opnaðst nýir mögu- leikar. Magnús sagði að í fyrstu hafi tölvutæknin þó hvorki verið nægilega öflug eða hraðvirk til að unnt væri að nýta hana við útreikninga á veðurspám. Reiknigeta tölvanna hafi ver- ið of lítil. Fyrir um einum áratug hafi tölvu- tæknin þó náð að þróast að því marki að menn sáu að unnt yrði að nýta hana við útreikninga á veðurspám. Og þróunin hafi orðið sú að nú sé mögulegt að reikna út nákvæmar verðurspár lengra fram í tímann en áður var. „Þegar ég kom fyrst til starfa á Veðurstof- unni 1979 voru þær tölvuspár sem til voru ekki nothæfar nema að litlu leyti. Við höfð- um þær til hliðsjónar en eins og tölvutæknin var á þeim tíma þá töldum við mannshug- ann öruggari og allar endanlegir útreikning- ar voru gerðir í huga og höndum. Og þá var nær ógerlegt að reikna út veðurspár fyrir fimm daga eins og nú er gert. Með auknum tækniframförum sjáum við fram á að geta spáð allt að' tíu daga fram í tímann með nokkurri vissu. Þannig má segja að tölvu- tæknin hafi opnað nýja möguleika til að sjá fyrir duttlunga veðursins.“ Veöurfarið er vissulega sveiflukennt Stundum finnst fólki að tíðarfarið sé erfið- ara á einu tímabili en öðru. Það var hlýrra á þeim árum - eða kaldara - er algengt minni þegar rifjuð eru upp liðin ár eða eitthvert tiltekið tímabil, sem er minnisstætt öðrum fremur. Talið barst að sveiflum í veðurfar- inu - þessum sem sumir telja sig hafa veitt athygli og muna eftir. En má vera að slíkar tilfinningar fólks tengist fremur minningum um einhverja atburði í undirmeðvitundinni en beinlínis breytingum á veðurfari. „Við búum við nokkuð sveiflukennt veðurfar og því ekki ótrúlegt að fólk telji sig hafa fundið fyrir ákveðnum veðrabreyting- um á milli einstakra tímabila, jafnvel ára og tveir eða fleiri vetur geta verið mjög ólíkir hvað veður varðar. Við vitum dæmi um löng tímabil sem hafa verið samfelld kuldaskeið. Einnig bá benda á langan hlýviðriskafla frá því um 1920 til 1965. Þó verður að fara var- lega í allar spár um sveiflur því veður- fræðingum hefur ekki tekist að finna neinar reglur sem þær fara eftir. Ekkert er heldur að finna sem bendir til hækkandi hitastigs eða gróðurhúsaáhrifa hér á norðurslóðum þótt einstakir vísindamenn hafi viljað vara við slíkum áhrifum. Menn verða að fara mjög varlega í alla spádóma um slíkt. Flest- ar spár um stórar veðursveiflur eru mjög vafasamar. Að minnsta kosti er ég vantrú- aður á þær.“ A sjóinn í stað hestamennsku En frá veðrinu að manninum sjálfum. Þótt Magnús Jónsson sé Skagfirðingur þá kvaðst hann aldrei hafa fengið áhuga á hrossum eða hestamennsku. Hann komst þó ekki hjá að heyra minnst á þessa þjóðaríþrótt sveit- unga sinna á uppvaxtarárunum - sagði að afi sinn hefði helst ekki talað um annað en hross nema nauðsyn bæri til. En þrátt fyrir dræman áhuga á hrossum tók Magnús ungur þátt í lífsbaráttunni á Króknum þótt hann væri ekki á hestbaki. í stað þess hvarf hann um borð í bát og hélt á sjóinn. Fyrst ellefu ára gamall. „Ég náði líka í endann á síldarævintýrinu. Var á síldarbát síðasta sumarið sem hún veiddist - árið 1967. Ég man að mér leiddist á síldinni. Við sigldum eftir henni norður undir Svalbarða. Þetta var eltingaleikur og hálfgert hangs. Ég held að ég hafi haft of lít- ið að gera í þessum túrum.“ Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri lá leiðin í Háskólann þar sem Magnús kvaðst hafa reynt við sitt lítið af hverju. Saga og þó einkum stærðfræði hafi höfðað mest til sín. „í stærðfræðinni er fólgin ákveðin hugar- leikfimi og ég hef alltaf haft ánægju af að glíma við stærðfræðiþrautir. Þar er einnig að finna ákveðna samsvörum við heimspeki og jafnvel litsir. Ég stundaði nám við Háskólann um tíma en lauk þó ekki prófi og hóf síðan að kenna við Hagaskólann í Reykjavík. En draumurinn um frekara nám blundaði undir niðri og eftir fimm ára kennslustörf ákvað ég að láta hann rætast. Ég fór til Uppsala í Svíþjóð þar sem veður- fræðin varð fyrir valinu.“ Magnús minntist Uppsalaáranna og námsmannalífsins með hlýhug. Hins sér- staka andrúmslofts og mannlífs þar sem 30 þúsund manna háskóli setur óumdeilanlega svip á 100 þúsund manna bæjarfélag. „Á þeim tíma fann ég einnig að það voru ákveðin forréttindi fólgin í því að stunda nám. Ég var orðinn 27 ára gamall og með fjögurra manna fjölskyldu." Akureyri - kennslustörf - húsbygging - Sigtúnshópurinn Eftir heimkomuna starfaði Magnús í fyrstu sem lausráðinn á Veðurstofunni, þar sem föst staða var ekki fyrir hendi. Því átti leið hans eftir að liggja til Akureyrar að nýju og þar kenndi hann við sinn gamla skóla - Menntaskólann á Akureyri í þrjú ár. „Mér leist strax vel á að fara út í kennsl- una á nýjan leik. Að vera með ungu fólki gefur manni möguleikana á að vera lengur ungur - að minnsta kosti í anda. Kona mín er einnig ættuð frá Akureyri þótt ég hafi ekki kynnst henni á menntaskólaárunum og raunar aldrei séð hana á þeim tíma. Við ákváðum að fara norður, í nokkur ár að minnsta kosti, en ég sá framtíðina þó ekki fyrir mér á þeim slóðum - ekki nema Veðurstofan yrði flutt norður. Og Akureyr- arárin urðu á vissan hátt lærdómsrík. Ég fór eins og margir fleiri út í að byggja á þeim tíma sem verðtryggingin var farin að hafa áhrif og lánin hækkuðu svo að segja dag frá degi. Þegar ég hafði komið húsinu á Akur- eyri upp losnaði staða á Veðurstofunni. Þar sem ég hafði mikinn áhuga á að starfa við mitt fag gat ég ekki sleppt þessu tækifæri. Ég sóttist eftir starfinu á Veðurstofunni og við urðum að flytja frá Akureyri. Á þeim tíma var lægð í þjóðarbúskapnum,“ heldur Magnús áfram. „Éftirspum eftir húseignum var lítil og verðlag lágtt. Við gátum ekki selt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.